5.6.2009 | 18:20
Uppþot á Alþingi.
Mikið hefur gengið á inn á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan hefur verið með frammíköll og hávaða og nýtt sér út í æsar ákvæði þingskapa um að ræða fundastjórn forseta. Allt út af því, að í sjónmáli er samningur um Icesave-deiluna. Enn einn starfsdagur Alþingis eyðilagður vegna þess að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur geta ekki sætt sig við að stjórna ekki landinu lengur. Stjórnin hefur umboð frá því í desember s.l. að ganga frá samkomulagi um lausn þessa máls, og hefur afhent fjármálaráðherra það umboð til að halda viðræðum áfram, um þá lausn sem virðist liggja í loftinu.
Það fólk sem situr á Alþingi fyrir fyrrum stjórnarsamstarfsflokkanna Sjálfstæðis-og Framsóknarflokk ættu að hafa vit á því að þegja. Þau eru fulltrúar þeirra flokka sem skópu Icesave-vandann, með því að afhenda vinum Davíðs Landsbankann á silfurfati á sínum tíma. Þeim væri nær að gefa núverandi valdhöfum frið til að hreinsa upp það sem flokkar þeirra skildu eftir sig, og bíða róleg þar til undirritaður samningur verður lagður fyrir Alþingi.
![]() |
Steingrímur fær fullt umboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2009 | 17:40
Ólögleg eignfærsla.
Þeir endurskoðendur sem skrifað hafa upp á reikninga útgerðafyrirtækja þar sem kvóti er eignfærður, hljóta hafa verið að brjóta lög. Það kemur skírt fram í lögum um stjórn fiskveiða að kvótinn er þjóðareign. Sá sem eignfærir slíka eign í bókhald sitt, er að ræna þjóð sína, og endurskoðandi sem skrifar upp á slíkt, er meðsekur. Kaup á veiðirétti í sjó, hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera reksturskostnaður, eins og hver önnur leiga á auðlind þjóðarinnar.
Varðandi innköllun á þessari eign þjóðarinnar á tuttugu árum er hún ef til vill ekki besta leiðin og tekur allt of langan tíma, en er þó betri en engin aðgerð. Í áróðursviðtölum Morgunblaðsins við kvótahafa nýlega, kom m.a. fram hjá Óðni Gestssyni framkvæmdastjóra Íslandssögu hf. á Suðureyri við Súgandafjörð, að hann vildi heldur, að allur kvótinn yrði innkallaður á einu bretti, ásamt skuldum.
Þessa hugmynd ættu stjórnvöld að grípa á lofti, og ígrunda vel hvort hún sé ekki fær. Hún ætti að geta verið sú sáttaleið sem háttv. sjávarútvegsráðherra og formaður sjávarútvegsnefndar vilja ná við útvegsmenn. Þar sem ríkissjóður er eigandi að bönkunum ætti það vera hæg heimatökin, að semja um greiðslur á þessum skuldum til jafnmargra áratuga og þjóðarbúið getur staðið undir.
Ef félagar Óðins hjá LÍÚ geta ekki fallist á þessa hugmynd hans, að frá gengini samþykkt ríkistjórnarinnar, býr eitthvað annað að baki en rekstraröryggi fyrirtækjanna. Þar sem þau gætu þá leigt kvóta af auðlindasjóði, án þess að vera skuldum vafin í þessu nýja rekstrarumhverfi.
![]() |
Hendið þessari hugmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2009 | 12:43
Dalai Lama.
Dalai Lama trúarleiðtogi Tíbeta er friðarsinni og viðurkennir öll trúarbrögð. Þrátt fyrir það ætla íslenskir ráðamenn að hundsa heimsókn hans til Íslands. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson lögðust á fjórar fætur fyrir hönd þjóðarinnar og samþykktu innrás í Írak til að þóknast ráðamönnum Bandaríkjanna. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig skriðið fyrir öðrum þjóðum og hætt að veiða hval, þar til nú.
Því verður ekki trúað að núverandi stjórnvöld á Íslandi hræðist svo félaga sína í Kína, að þeir hitti ekki Dalai Lama og ræði við hann t.d um frið í heiminum. Við eigum ekki að láta viðskiptahagsmuni stjórna því, hverja stjórnvöld eiga að tala við, taka þátt í stríð, eða hvort við veiðum hval. ALDREI.
![]() |
Dalai Lama í heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2009 | 10:53
Olíufélögin krækja sér í 4 krónur í leiðinni.
Við hækkun bensíngjalds virðast olíufélögin ætla bæta við 4 krónum á lítir til að auka hagnað. Þannig verður litið á málin, nema þeir geri ítarlega grein fyrir þörfinni. Ástæða er fyrir neytendur og ríkisvald að krefja þá um slíkt.
Varðandi hækkanir á bensíngjaldi, áfengi og tóbaki eru þetta vörutegundir sem neytendur geta sparað, með því að hætta að reykja, drekka minna og nota bíla sem eiða litlu, hjóla meira og ganga þar sem því er við komið. Ef neytendur bregðast þannig við, er ég hræddur um að áætlaðar tekjur ríkisjóð af þessum hækkunum (2,7 milljarðar) náist ekki.
![]() |
Bensínlítrinn í 181 krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2009 | 12:37
Samningstaða Íslendinga batnar.
Sjávarútvegsráðherrar aðildarlanda Evrópusambandsins eru sammála um að breyta sjávarútvegsstefnunni, og afnema núgildandi reglur við úthlutun fiskveiðikvóta. Ráðherrarnir munu hafa verið sammála um að draga úr miðstýringu ESB, og auka völd aðildarlandanna. Breytingarnar munu takan gildi 2012. Ef þetta reynist rétt, ætti samningstaða Íslendinga varðandi sjávarútveginn að stór batna. Auðvelt ætti að fá ESB til að setja það inn í samninginn, að íslendingar stjórnuðu sínum fiskveiðimálum sjálfir. Nauðsynlegt væri að hafa þetta ákvæði í væntanlegum samningi við ESB, ef þeir skyldu vilja breyta stefnu sinni síðar.
Breytt hugarfar hjá ESB mun stafa af lélegum árangri þeirra við stjórn fiskveiða aðildarríkjanna, einkum við að koma í veg fyrir stórfellt brottkast. Ef þeir ætla ná árangri í þeim efnum ættu þeir ekki að leita í smiðju íslendinga heldur Færeyinga.
![]() |
Sammála um að breyta fiskveiðireglunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2009 | 15:13
Jafnrétti í lífeyrismálum.
Í þessari frétt kemur m.a. fram að SA hafi óskað eftir upplýsingum frá ríkisstjórninni um áform varðandi lífeyrismál opinberra starfsmanna. Það er tímabært að jafna að fullu lífeyrisréttindi í landinu. Miðað við ástand ríkisfjármála verður að hætta ríkisábyrgð á Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Pétur Blöndal alþingismaður nefndi þetta í ræðu sinni á alþingi, þegar frumvarp um niðurfellingu sérréttinda ráðamanna og embættismanna var til umræðu á síðasta þingi, að það væri ekki nóg að gert, því frumvarpið jafnaði ekki að fullu lífeyrisréttindi í landinu. Pétur sagði m.a., að mótframlag ríkisins í sjóðinn væri 11,5%, en yrði að öllum líkindum að fara í 13,5%, til að sjóðurinn gæti staðið við skuldbindingar sínar. Í almennu lífeyrissjóðina greiða atvinnurekendur 8% mótframlag við iðgjald launþega, og þegar þeir sjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum sínum, verða þeir að skerða réttindi sjóðfélaga sinna. Hið sama ætti að gilda hjá Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Með því myndu tugir milljarða sparast hjá ríkinu, og jafnræði ríkja í lífeyrismálum.
Best væri ef hægt yrði í framtíðinni, að ríkistryggja alla lífeyrissjóðina í landinu, og jafna lífeyrisréttindin á þann hátt, að engin sjóður þyrfti að skerða réttindi þegar illa gengur. En því miður þýðir ekki að hugsa um það nú,því verður að fara hina leiðina og spara fyrir ríkissjóð um leið.
![]() |
Allt undir í Karphúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2009 | 20:44
Áfram nú A.S.Í.
![]() |
Hafna tilboði SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2009 | 10:36
Bókhaldsbrellur útvegsmanna.
Haft er eftir endurskoðanda hjá KPMG, að afskrifa þurfi aflaheimildir sem menn hafa keypt vegna þess, að taka eigi 5% á ári í 20 ár af fyrirtækjum. Hafi endurskoðendur gert þau mistök að skrifa upp á reikninga, þar sem veiðiheimildir eru eignfærðar, verða þeir að leiðrétta það strax. Það getur ekki verið heimilt að eignfæra í bókhaldi eign annarra, þ.e.s. eign þjóðarinnar í þessu tilfelli.
Samkvæmt þessari frétt má ljóst vera að eignarstaða útgerðarinnar í landinu er ofmetin um 150 - 200 milljarða króna. Þegar ég lærði bókfærslu fyrir nokkrum tugum ára, hefði ég fengið stórt rautt V yfir bókhaldverkefni, þar sem ég hefði fært rekstrarlið inn í efnahagsreikning. Keypt aflaheimild er ekkert annað en rekstrarkostnaður, og hafi löggjafinn heimilað að eignfæra og veðsetja slíkan kostnað, ber þeim að leiðrétta það strax.
Varðandi hlut bankanna í þessu, hafa þeir ekki bara lánað vildarvinum og eigendum sínum án veðs, heldur lánað útgerðinni út á reksturskostnað. Af þessu öllu að dæma má ljóst vera að senda þarf bankamenn og endurskoðendur í endurhæfingu.
Atli Gíslason alþingismaður VG virðist vera búin að kokgleypa áróður LÍÚ, samkvæmt fréttinni, um að ekki verði hægt að veiða fisk á arðbæran hátt þegar kvótinn verður innkallaður. Ástæða er til að benda honum og öðrum alþingismönnum á, að það sem útvegsmenn eru að verja, er að geta leigt eða selt kvótann þegar þeir fara út úr fyrirtækjunum og stungið auðæfum í vasann. Áhyggjur þeirra af rekstri fyrirtækja sinna, atvinnu fólksins og byggðalögum er yfirskin til að fela hina raunverulegu ástæðu. Það segir okkur reynslan af kvótakerfinu, og að fiskstofnarnir hafa minkað en ekki aukist eins og stefnt var að.
![]() |
Afskrifa kvóta úr bókum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 11:42
Hagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins heldur áfram á Alþingi.
Formaður Sjálfstæðisflokksins og nýr þingmaður flokksins í norðvestur kjördæmi mættu í ræðustól Alþingis í gærkvöld, með tilskipun frá LÍÚ um að verja kvótakerfið. Bjarni Benediktsson sagði m.a., að stjórnarflokkarnir lifðu í fortíðinni og lét í það skína, að það sem gerst hefði vegna kvótakerfisins myndi ekki gerst í framtíðinni. Það hlýtur öllum að vera ljóst, að sala á kvóta og byggðaröskun því samfara verður við lýði, meðan óbreitt kerfi varir. Núverandi handhafar kvótans koma til með að vilja hætta útgerð í framtíðinni, þó ekki verði nema vegna aldurs, og munu þá selja kvótann hæst bjóðanda og stinga auðæfunum í vasann.
Ásbjörn Óttarsson þuldi upp LÍÚ áróðurinn um að útgerð í landinu yrði sett í uppnám ef fyrningarleiðin yrði farin. Hann talaði eins og núverandi handhafar kvótans ætli að hætta veiða fisk ef sú leið yrði farin. Gott og vel,þá munu aðrir leigja kvótann af ríkinu og veiða fiskinn.
Ljóst er af ræðum þessara manna að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að hætta hagsmunagæslu sinni á alþingi fyrir auðmenn og sægreifa.
Stefnuræða forsætisráðherra var málefnaleg og dró enga dul á erfiðleikana framundan. Steingrímur var sannfærandi eins og hann er vanur og sló þjóðnýtingar áróður formanns Sjálfstæðisflokksins á kvótanum út af borðinu. ''Maður þjóðnýtur ekki það sem þjóðin á,'' sagði hann.
Aðrar ræður voru vel fluttar, en misjafnar eins og gengur.
![]() |
Átta jómfrúrræður í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 14:23
Hugleiðingar um kvótakerfið út frá viðtali í þættinum Silfri Egils.
Í Silfri Egils í gær sunnudag, var viðtal við Eirík Stefánsson fyrrum verkalýðsforingja um kvótakerfið. Hann benti á ýmislegt sem gert hefur verið í kerfinu s.s. hvernig óveiddur fiskur í sjónum er seldur fyrir offjár og hvernig skilnaður hjóna veldur því að skipta þarf andvirði fisks í sjónum milli þeirra. Eða þegar erfingjar sem engan áhuga hafa á sjávarútvegi fá í hendur stórar upphæðir til að leika sér með.
Þá gaf hann nýrri stétt manna nafn, sem urðu til í kvótakerfinu og kallaði þá ''Sófakommonista'', en það eru menn sem lífa lúxus lífi á því að leigja frá sér kvóta, og þegar þeir hafa leigt það sem leyfilegt er vegna veiðiskyldu, leigja þeir bátinn með kvótanum. Þannig er veiðiskyldunni fullnægt þar sem aflin er seldur á nafni bátsins.
Varðandi innköllun aflaheimilda og tap þeirra útgerðamanna sem keypt hafa kvóta, benti Eiríkur réttilega á, að það væri eins og að tapa á hlutabréfakaupum. Með hliðsjón af lögum um stjórn fiskveiða getur engin gengið að því vísu að fá úthlutað kvóta árlega. Þeir sem fjárfesta í kvóta líðandi árs eru í raun að stunda áhættufjárfestingu. Í reynd eru allar aflaheimildir í höndum ríkjandi stjórnvalda 1. september ár hvert, og gætu því breytt reglum um úthlutun með einfaldri lagasetningu. Rétt er að undirstrika að úthlutun á kvóta árlega myndar ekki varanlegan eignarétt
Að lokum benti Eiríkur á þann möguleika að innkalla allan kvótann með einu pennastriki og skuldirnar með. Ríkið myndi síðan endurleigja kvótann á 50 - 60 krónur kílóið og greiða með því skuldirnar. Hann gat þess að gaman væri að fá útreikning á slíku dæmi, og benti á að menn hafa verið að leigja fyrir allt að 200 krónur kílóið.
Engar skuldir, sanngjörn leiga. Hvað er hægt að hugsa sér betra?