Samningstaða Íslendinga batnar.

Sjávarútvegsráðherrar aðildarlanda Evrópusambandsins eru sammála um að breyta sjávarútvegsstefnunni, og afnema núgildandi reglur við úthlutun fiskveiðikvóta. Ráðherrarnir munu hafa verið sammála um að draga úr miðstýringu ESB, og auka völd aðildarlandanna. Breytingarnar munu takan gildi 2012. Ef þetta reynist rétt, ætti samningstaða Íslendinga varðandi sjávarútveginn að stór batna. Auðvelt ætti að fá ESB til að setja það inn í samninginn, að íslendingar stjórnuðu sínum fiskveiðimálum sjálfir. Nauðsynlegt væri að hafa þetta ákvæði í væntanlegum samningi við ESB, ef þeir skyldu vilja breyta stefnu sinni síðar.

Breytt hugarfar hjá ESB mun stafa af lélegum árangri þeirra við stjórn fiskveiða aðildarríkjanna, einkum við að koma í veg fyrir stórfellt brottkast. Ef þeir ætla ná árangri í þeim efnum ættu þeir ekki að leita í smiðju íslendinga heldur Færeyinga.


mbl.is Sammála um að breyta fiskveiðireglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins hafa að sögn komizt að þeirri niðurstöðu að sameiginleg sjávarútvegsstefna sambandsins sé handónýt (80% fiskistofna sambandsins eru þannig t.a.m. ofveiddir) og að endurskoða þurfi hana all verulega. Draga þurfi úr miðstýringu við úthlutun aflaheimilda og færa ákvarðanatöku nær þeim sem ákvarðanirnar hafi áhrif á. Það er nefnilega það.
 
Í fyrsta lagi breytir þetta í raun engu varðandi yfirstjórn sjávarútvegsmála innan Evrópusambandsins þar sem sambandinu eru tryggð full yfirráð yfir málaflokknum í fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins (endurskírð Lissabon-sáttmálinn til þess að villa um fyrir almenningi) sem ætlunin er að taki gildi og er forsenda fyrir inngöngu fleiri ríkja, þ.m.t. Íslands. Evrópusambandið hefði áfram tögl og haldir í þessum efnum.

Í annan stað hefur legið fyrir í fjölda ára að sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins væri handónýt og að fiskistofnar þess væru margir hverjir ofveiddir án þess að nokkuð væri aðhafst til þess að koma þeim málum í betra horf. Á meðan hefur vandamálið aðeins orðið meira og verra. Eðlilega vaknar sú spurning hvað verði ef endurskoðuð sjávarútvegsstefna sambandsins reynist handónýt líka? Hversu langur tími mun líða þar til gengizt verður við vandamálinu í það skiptið?

Í þriðja lagi hefur yfirlýsing sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins takmarkað gildi enda alls óljóst hvað nákvæmlega er haft í huga. Af erlendum fréttaflutningi að dæma hefur ekkert afgerandi verið ákveðið í þessum efnum heldur aðallega verið settar fram almennt orðaðar hugmyndir um umbætur.

Í fjórða lagi verður ekki endanlega ljóst fyrr en 2012 hvort einhverjar umtalsverðar breytingar, eða breytingar yfir höfuð, verða gerðar á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins eða hverjar þær kunni að verða en þá á ný og endurskoðuð sameiginleg sjávarútvegsstefna að líta dagsins ljós.

Í fimmta lagi hafa ráðamenn Evrópusambandsins verið iðnir við að setja fram háfleygar yfirlýsingar í gegnum tíðina sem síðan hefur orðið lítið eða ekkert úr þegar reynt hefur á framkvæmd þeirra. Nægir þar að nefna Lissabon-ferlið svokallað (annað en Lissabon-sáttmálinn) og ítrekaðar yfirlýsingar undanfarin ár um að draga ætti úr reglugerðafargani sambandsins.

Í sjötta lagi er fiskveiðistjórn Evrópusambandsins breytingum háð, það er vissulega hægt að draga úr miðstýringu standi raunverulegur vilji til þess en það er líka hægt að auka hana aftur síðar, t.d. eftir að Ísland væri komið inn í sambandið. Jafnvel þó Ísland væri þar innaborðs væru mörguleikar Íslendingar á því að hafa áhrif þar á bæ litlir sem engir vegna sáralítils vægis innan sambandsins. Þar yrði engin breyting á.

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.5.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú,  fiskurinn verður ekki málið í aðildarviðræðum  eins og eg hef reyndar margbennt sumum á - án árangurs að vísu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2009 kl. 14:03

3 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Hjörtur, og takk fyrir fróðleg skrif. Sjálfur er ég ekki mikill ESB-fræðingur, en er samt einn af þeim sem vill fá samning á borðið, og greiða atkvæði um hann. Eins og þú segir getur fiskveiðistjórn ESB verið breytingum háð. Því er nauðsynlegt að fá í væntanlegan samning ákvæði um, að stjórn fiskveiða við Íslandsstrendur verði alfarið í höndum íslendinga. Að öðrum kosti getum við ekki greitt honum atkvæði.

 Sæll Ómar. Vonandi hefur þú rétt fyrir þér. Því ef svo er eigum við heima í ESB.

Bjarni Líndal Gestsson, 26.5.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband