Að vera í lífeyrissjóði með ríkisábyrgð

Ögmundur Jónasson dóms-og samgönguráðherra segist vera hlynntur flötum niðurskurði lána,  þrátt fyrir að það muni valda skerðingu réttinda hjá lífeyrissjóðunum. Ögmundur er fyrrverandi formaður BSRB og veit að lífeyrissjóður þeirra samtaka, og hans eigin, koma ekki til með að þurfa skerða lífeyrisgreiðslur, og réttindi vegna ríkisábyrgðar á þeim sjóði.
 
Engu skiptir hve mikið  tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna er  neikvæð, ríkisjóður greiðir mótframlag eftir þörfum sjóðsins. Í dag mun mótframlag ríkisins vera nálægt 15%, en til almennu lífeyrissjóðanna 8%.
 
Þetta ójafnræði til lífeyrisréttinda er ekki líðandi, annað hvort allir lífeyrissjóðir ríkistryggðir, eða enginn.
 
Ekki megum við sem erum í almennu sjóðunum búast við því að jafnrétti komist á í þessum málum, enda bæði alþingismenn og ráðherrar undir þessum verndarvæng ríkissjóðs.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þegar menn tala um Lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna er nauðsynlegt að vita forsögu hans. Þessi sjóður var stofnaður árið 1943 en var í reynd enginn sjóður með ávöxtunarmöguleika, heldur gegnumstreymissjóður þar sem ríkið tók við iðgjöldum og ábyrgðist síðan lífeyrisgreiðslur. Mestan hluta af sögu LSR hagnaðist ríkið á þessu fyrirkomulagi en seint á síðustu öld varð viðsnúningur og iðgjöld nægðu ekki fyrir útborgun. En er ekki verið að endurgreiða hagnað og eðlilega ávöxtun fyrri ára?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband