Áfram nú A.S.Í.

Krafan verður að vera sú, að umsamdar launahækkanir komi til framkvæmda 1.júlí n.k. Engin ástæða er, að fresta  því aftur og aftur. Sanngjarnt væri að bæta við verðbótum og vöxtum frá 1. febrúar s.l. Þau fyrirtæki sem ekki standa undir svona lélegri launahækkun, eiga að snúa sér að því að lækka laun forstjórans og annarra yfirmanna. Áfram nú A.S.Í.

mbl.is Hafna tilboði SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Innilega sammála þér Bjarni,auðvit eiga verkamenn ekki einir að taka á sig launastöðvun,launin lækka,ríkið hækkar og hækkar allt sem hægt er,allar matvörur hækkar,bensínið hefur hækkað um 22 krónur á nokkrum dögum,þegar menn fréttu það að landinn ætlaði að ferðast um landið í sumar var bensínið hækkað upp fyrir díselolíuverðið,í dag er bensínið 1 krónur og tíu aurar hærri,???skrýtið,dílselin hefur verið þetta 10 til 18 krónur hærri,dularfullt,en Bjarni þvímiður held ég að þessir forustusauðir í verkalýðsforustunni séu alls ekki menn til að stjórna,þeir gera ekkert mótmæla engu,koma ekki með neina mótbáru,segja bara já og já og kyngja hverju sem er,enda með góð laun,alltof há að mínu mati,já öldin er önnur eftir að Guðmundur Jaki hvarf að sjónamiðinu,því miður,eini forustumaðurinn sem reynir að berjast er Guðmundur hjá rafiðnaðarmönnum,ASÍ forustan er dauð og efling er alveg gagnlaus,það er spurning að menn fari að skipta þessum mönnum út sem allra fyrst,áður en það verður og seint,en ég er sammála Bjarna,áfram ASÍ reyni nú að vinna fyrir fólkið ykkar,til þess er nú ætlað af ykkur fyrir þessi laun,hættið nú að láta traðka á ykkur,kær kveðja,konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 21.5.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Jóhannes.  Allir sem selja vörur eða þjónustu hirða til sín bætur vegna gengisbreytinga og verðbólgu. Eins þeir sem geta ákveðið laun sín sjálfir. Svo er ætlast til að launþegar gefi eftir af sínum kröfum. Ég er ekki alveg sammála þér varðandi forustu launþegahreyfingarinnar, þau vilja gera vel, en eru kannski ekki nógu meðvituð um afkomu lálaunafólksins, enda á háum launum eins og þú segir. Ég tek undir með þér varðandi Guðmund Jaka, enda held ég að það verði alltaf farsælast að forustan komi úr grasrótinni. Hætt er við að hagfræðingar láti hagfræðina halda aftur af launakröfum.

 Kveðja, Bjarni.

Bjarni Líndal Gestsson, 21.5.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband