Jafnrétti í lífeyrismálum.

Í þessari frétt kemur m.a. fram að SA hafi óskað eftir upplýsingum frá ríkisstjórninni um áform varðandi lífeyrismál opinberra starfsmanna. Það er  tímabært að jafna að fullu lífeyrisréttindi í landinu. Miðað við ástand ríkisfjármála verður að hætta ríkisábyrgð á Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Pétur Blöndal alþingismaður nefndi þetta í ræðu sinni á alþingi, þegar frumvarp um niðurfellingu sérréttinda ráðamanna og embættismanna var til umræðu á síðasta þingi, að það væri ekki nóg að gert, því frumvarpið jafnaði ekki að fullu lífeyrisréttindi í landinu. Pétur sagði m.a., að mótframlag ríkisins í sjóðinn væri 11,5%, en yrði að öllum líkindum að fara í 13,5%, til að sjóðurinn gæti staðið við skuldbindingar sínar. Í almennu lífeyrissjóðina greiða atvinnurekendur 8% mótframlag við iðgjald launþega, og þegar þeir sjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum sínum, verða þeir að skerða réttindi sjóðfélaga sinna. Hið sama ætti að gilda hjá Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Með því myndu tugir milljarða sparast hjá ríkinu, og jafnræði ríkja í lífeyrismálum.

Best væri ef hægt yrði í framtíðinni, að ríkistryggja alla lífeyrissjóðina í  landinu, og jafna lífeyrisréttindin á þann hátt, að engin sjóður þyrfti að skerða réttindi þegar illa gengur. En því miður þýðir ekki að hugsa um það nú,því verður að fara hina leiðina og spara fyrir ríkissjóð um leið.


mbl.is Allt undir í Karphúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Bjarni,

ég er sammála þér um það, að eðlilegt sé að allir njóti jafnréttis er varðar eftirlaun.

  • Það vill svo til að ég var farinn að vera virkur í verkalýðspólitík 1964 og tók þátt í umræðunni um eftirlaun launamanna á 7. áratugnum. Það var aldrei almennur vilji fyrir því meðal launamanna að stofnaðir væru lífeyrissjóðir.   Krafan var um sömmu eftirlaun fyrir alla. Það var uppi gríðarlegur ágreiningur um þessa leið innan ASÍ
  • Sjóðakerfi það sem við íslendingar búum við getur aldrei jafnað eftirlaun meðal landsmanna, þar sem kerfið gerir ráð fyrir misrétti.  Auk þess sem það er komið á daginn að sjóðakerfið gengur engan veginn upp. Þessi umræða virðist því miður vera eitthvert tabú með þjóðinni.
  • 1980 voru lífeyrissjóðirnir gjaldþrota. Ég tók þátt í umræðunni um hvernig mætti bjarga þessum sjóðum Iðgjöld voru nú stóraukin meðl launamann og lögum breytt. Nú áttu allir að greiða í lífeyrissjóð.
  • 1990 áttu lífeyrissjóðirnir í gríðalegum vanda, tók einnig þátt á þessum tíma. Þeir sem ráku sjóðina gerðu kröfur um auknar greiðslur. Við launamenn höfnuðum þeirri leið. Við  og bentum á, atvinnurekendur almennt og fjöldi einyrkja sem áttu að hafa greitt í sjóðina frá 1980 en höfðu ekki gert það. Lögum var breytt og nú urðu þeir að greiða samkvæmt viðmiðunarlaunum.
  • upp úr 2000 áttu þessir sjóðir einnig í vanda, nú tók ég ekki þátt lengur en iðgjöld voru hækkuð í 12% af öllum launum
  • Á íslandi ríkti mjög alvarleg kreppa á seinni hluta 7. áratugsins og mjög alvarleg lausafjárskortur í bönkum. Það var krafa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þá að skattar yrðu hækkaðir. Ríkisstjórnin hækkaði skatta um 10% á öll dagvinnulaun launamanna.
Ef lífeyrissjóðagjöldin væri talin með sköttum hér á landi eins og elilegt er að gert væri, því þetta eru lögbundin gjöld. Þetta eru fjármunir sem við launamenn fáum aldrei til baka nema óbeint. Væru skattar hér á landi sennilega þeir hæstu í heimi.



Ég hef áhyggjur af þessum áhuga Vilhjálms Egilssonar á eftirlaunakerfi opinberra starfsmanna.

Kristbjörn Árnason, 23.5.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Kristbjörn og þakka þér fyrir commentið.

Ég sé að við höfum verið í verkalýðspólutík á svipuðum tíma,þ.e.s.ég tók þátt gegnum Sjómannafélg Ísfirðing og A.S.V. á árunum 1960 til sirka 1980.

Það er rétt hjá þér það voru uppi misjafnar skoðanir á stofnun lífeyrissjóðanna. Ef ég man rétt voru margir á mótti stigakerfinu sem farið var á stað með, sem gerði það að verkum að þeir sem þénuðu vel eða voru á háum launum, fengu hærri ellilífeyrir en þeir sem voru á lærri tekjum. Menn vildu að allir fengju jafnt.

Það er líka rétt hjá þér að svona sjóðakerfi getur ekki jafnað eftirlaun, en krafan verður  að vera sú að rétturinn til eftirlauna sé jafn. Samanber að allir lífeyrissjóðir séu ríkistryggðir, eða enginn. Það voru vissulega rök fyrir því á sínum tíma að allir ættu að fá jöfn eftirlaun hvort sem fólk greiddi t.d. kr. 100.000.- á ári, eða 200.000.- þá er ég að tala um 10%, sem nú eru 12%. Sjóðirnir eru samtrygging þeirra sem í þeim eru.

Áður enn verðtrygging á sparifé varð til, var verðbólgan nánast búin að kollsteipa lífeyrissjóðunum. Þótt verðtryggingin sé bölfuð fyrir þá sem skulda, bjargaði hún sjóðunum, ásamt öðrum  ávöxtunarmöguleikum sem sköpuðust síðar meir.

Eitt var það sem fólk gerði sér ekki grein fyrir í upphafi, var hve gífuleg birði örorkulífeyrir yrðu sjóðunum. Þess vegna kom krafan um hærri iðgjöld. Ef A.S.Í. og Vinnuveitendasambandinu hefðu borið gæfa til þess, að semja við ríkið um, að Tryggingastofnum sæi alfarið um greiðslu örorkulífeyris, væri staða lífeyrissjóðanna önnur í dag. Þeir eiga fyrst og fremst að vera eftirlaunasjóðir. Eftirlaun úr lífeyrissjóðunum í dag væru sennilega 80-100% hærri ef þannig hefði verið staðið að málum. En alltaf er hægt að vera vitur eftirá. Reyndar ætti enn  vera hægt  að semja við ríkið um þetta. Nú er vinstri stjórn.

Ég var og er enn hlintur lífeyrissjóðskerfinu vegna samtryggingar hugsjónar þess. Ég var ekki hlintur séreignasprnaðinum sem lífeyrissparnaði, en ég vildi sjá þennan sparnað sem skildusparnað, sem fólk gæti notað t.d. til íbúðarkaupa eða þegar erfiðleikar steðjar að  eins og núna.

Reynsla mín af mínum lífeyrissjóði er góð. Ég hefði ekki getað hætt erfiðri og leiðinlegri vinnu 67 árqa gamall hefði hann ekki komið til. Tryggingastofnun greiðir ekki nema hluta af framfærslukostnaði, og þess vegna þarf að afnema skerðingu vegna lífeyristekna. Eða semja um að hún taki alfarið við örorkubótum og lífeyrissjóðirnir sjái um eftirlaunin.

Kveðja, Bjarni.

Bjarni Líndal Gestsson, 24.5.2009 kl. 12:04

3 identicon

Bjarni þú ert bjartsýn að stjórnmálamenn fari að skerða sín kjör???? Fyrr ligg ég dauður í helvíti.

Fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband