Færsluflokkur: Umhverfismál

Skötuselur og þjóðarhagur.

Skötuselur er skaðræðisskepna, hann er minkurinn í lífríki sjávar, og ætti að útrýmast eða í það minnsta að halda stofninum í eins miklu lámarki og hægt er. LÍÚ-liðið sem elskar þessa skepnu svo heitt, að þeir eru tilbúnir til að koll sigla þjóðarskútunni með því að segja sig frá stöðuleikasáttmálanum og efna til styrjaldar á vinnumarkaðnum vegna hugsanlegrar ofveiði á þessari skepnu, sem étur allt sem að kjafti kemur. Étur ekki bara ungfisk og hrognkelsi, heldur líka fullvaxin fisk , og er bæði ljótur, og ekki góður matfiskur.

Hvernig væri að þeir fengju félaga sína sem eru í fiskeldi til að sleppa góðum slatta af skötusel í kvíarnar til að sjá hvernig sambúðin gengi.

Raunveruleg ástæða þess að LÍÚar eru með uppsteyt, er ætlun stjórnvalda að leigja umfram kvótann út í þágu þjóðarhags. Þeir vita að það er forveri þess sem koma skal við stjórnun fiskveiða. Þegar heimilt verður að veiða meira af öðrum fisktegundum en gert er í dag, á að sjálfsögðu að leigja þá heimild út af hálfu ríkisins(Auðlindarsjóður).

Rök manna fyrir því, að núverandi kvótahafar eigi að fá til sín viðbótina vegna skerðingar undanfarandi ára, er rugl. Eins og oft hefur verið nefnt eiga handhafar kvótans ekki óveiddan fisk í sjónum. Hvort sem menn hafa keypt kvóta eða leigt, voru þeir að greiða fyrir afnotarétt. Í raun breytist ekkert annað en, að þeir greiða gjaldið til ríkisins, og geta ekki veðsett það sem þeir ekki eiga.


mbl.is „Snýst ekki um skötusel"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár pólitískar stefnur á Alþingi.

Ímyndunar pólitík hefur bæst við hægri og vinstri pólitík á Alþingi. Þessi nýja stefna virðist vera þverpólitísk, og ná inn í alla flokka á Alþingi. Hún felst í því, að ótrúlega margir þingmenn ímynda sér: Að við eigum ekki að borga Icesave-skaðann, ekki semja við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, ekki taka önnur lán erlendis, ekki nýta auðlindir okkar með því að virkja og veiða meiri fisk, ekki  reisa álver á Bakka og helst að stöðva uppbyggingu álversins í Helguvík, og hægt sé að reka þjóðarbúið með ferðaþjónustu.

Raunveruleikinn er aftur á móti sá, að við verðum að borga, semja, þiggja þau erlendu lán sem eru í boði, nýta allar okkar auðlindir, klára  álverin í Helguvík og Bakka og að fjölga ferðamönnum.

Vonandi er það ímyndun, en mér finnst eins og þessi nýja stefna í pólitík sé mest áberandi hjá alþingiskonum, svo ég tali ekki um hina ungu forustumenn Framsóknarflokksins.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband