15.5.2009 | 21:30
JAFNRÉTTI
Konur hafa barist fyrir jafnrétti gagnvart körlum, en ekki yfirráðum. Eða var það allt í plati.Reyndar er ég viss um að landinu yrði vel stjórnað af konum, en jafnrétti á að vera jafnrétti.
![]() |
Allir þingforsetar konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2009 | 14:31
Jafnrétti.
Jafna vægi atkvæða á að sjálfsögðu að skoða. En um leið , jafna orku - og flutningskostnað meðal annars.
JAFNRÉTTI á öllum sviðum mannlífsins á að koma með þessari ríkistjórn.
![]() |
Þingið getur útrýmt misvæginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2009 | 12:44
Hagsmunagæsla forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Kvótaeigandin forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og félagar hennar í meirihlutanum lýsa yfir áhyggjum af fyrirhugaðri fyrningaleið aflaheimilda. Yfirlýsingin hljóðar eins og taka eigi réttinn af núverandi útgerðum til að veiða fisk, og að aflaheimildir vestfirðinga fari til Reykjavíkur. Miðað við orðalag yfirlýsingarinnar ætlar forseti bæjarstjórnar að hætta gera út þegar fyrningarferlið hefst. Ef áróðusstríð LÍÚ vinnst, og ríkistjórnin hættir við innköllun aflaheimilda, yrði hún (forseti bæjarstjórnar) og aðrir útgerðamenn á Ísafirði reyðubúin að undirrita bindandi samning við bæjarbúa að þeir ekki undir neinum kringumstæðum myndu selja kvótan úr bænum. Ef ekki, slulum við aðeins líta á framtíðina miðað við óbreitt kerfi: Þeir sem eru handhafar kvótans í dag á Ísafirði, eiga eftir að hætta úgerð af einhverjum ástæðum, til dæmis vegna aldurs. Þá munu þeir selja útgerðina og kvótann hæst bjóðanda og eingin trygging fyir því að hann verði á Ísafirði. Það er uppboðið sem bæjarfélagið þarf að hafa áhyggjur af, en ekki uppboð á aflaheimildum, sem aldrei verður.
![]() |
Lýsa yfir áhyggjum af fyrningarleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.5.2009 | 00:11
Loksins loksins vinstri stjórn á Íslandi.
Í dag 10. maí 2009 gerðist sá merkis atburður að hrein vinstri stjórn var mynduð á Íslandi. Við sem höfum verið vinstra megin í pólitík, óskum þessari ríkisstjórn farsældar í þeim erfiðu verkefnum sem framundan eru. Og að samstarf þessara flokka vari sem lengst, svo koma megi á norrænu velferðakerfi eins og þau Jóhanna og Steingrímur boðuðu á blaðamannafundinum í dag. Sjálfstæðisflokkurinn sem ráðið hefur ferðinni meira og minna síðan lýðveldið var stofnað, og mótað stjórnarfar misskiptingar, sér- og gróðahyggju, má ekki komast til valda í bráð. Nú látum við okkur dreyma um jafnrétti á öllum sviðum mannlífsins. Það var ánægjulegt að heyra Jóhönnu lýsa því yfir, að aflaheimildir yrðu innkallaðar samkvæmt stefnu flokkanna. Þó ég sé þeirrar skoðunar að stíga hefði átt skrefið til fulls, og innheimta allan kvótann strax á þessu ári, er ég ánægður með hvert hænuskref sem stígið verður í þá átt. En tuttugu ár er alltof langur tími.
Skipun ráðherra hefur tekist vel, þó hefði ég viljað sjá Guðbjart Hannesson í ráðherrastól fyrst hann fékk ekki halda stól forseta alþingis. Þessu fólki öllu óska ég farsældar í störfum sínum og vona að því takist að koma okkur út úr kreppunni sem fyrst.
![]() |
Ný ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2009 | 13:05
Hræðsluútreikningur.
Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ vitnar í reiknimeistara sinn frá Vestmanneyjum, sem reiknað hefur út, að ef aflaheimildir verða innkallaðar um 5% á ári, verði útgerðafyrirtækin komin í þrot að sjö árum liðnum. Þessi hræðsluútreikningur hlýtur að byggja á því, að viðkomandi fyrirtæki ætla ekki að veiða meira en sem nemur þeim kvóta sem eftir stendur hjá þeim árlega. Sem sagt ætla ekki að leigja kvóta frá ríkinu. Ef svo er, fara þeir bara í þrot. Það verða alltaf til menn, sem róa til fiskjar á Íslandi. Á þeim byggist útgerðin, en ekki flippaklæddum mönnum í landi hvort, sem þeir sitja í stól útgerðafyrirtækis eða banka.
Hræðslureiknimeistari var Sölvi Helgason, sem hótaði vinnukonu einni að reikna í hana tvíbura, og ekki nóg með það, heldur yrði annar svartur og hinn hvítur. Vinnukonan trúði því að þetta væri hægt, og varð skelfingu lostin. Engin myndi trúa þessari reiknikúnst í dag. Sama gildir um hræðsluútreikninga LÍÚ-liða.
![]() |
Mun setja bankana aftur í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 16:45
Hvað eru róttækar breytingar?
Að innkalla aflaheimildir um 5% á ári næstu 20 árin, kallar Morgunblaðið róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hvað kallast þá sú aðgerð að setja kvótakerfið og framsalið á, gegn vilja meirihluta þjóðarinnar á sínum tíma, landráð ég bara spyr? Ef ekki verður strax stígið jafn lítilfjörlegt skref og fram kom í stefnu stjórnarflokkanna fyrir kosningar, er það ekki bara kosningasvik heldur heigulsháttur. Tækifærið er núna, vegna þess að veðin í kvótaskuldunum eru í eigu ríkisins. Kjark mesta aðgerðin hefði verið, að innkalla kvótann allan á jafnlöngum tíma og hann var afhentur útgerðinni. Efnahagsástand þjóðarinnar hefur ekkert með þetta mál að gera nema síður væri, ef tekjur af kvótaleigu rynnu til ríkisins. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að bæta verði útgerðinni að einhverju marki innköllun kvótans, eins og ég hef áður rætt um í bloggi mínu, og bent á hvernig það yrði best gert með útgáfu ríkisskuldabréfa til nokkra áratuga. Að lokum ætla ég bara vona, að þessi frétt Morgunblaðsins sé framlag blaðsins í áróðurstríði útvegsmanna, og hafi enga merkingu varðandi ákvörðun ríkisstjórnarflokkana.
![]() |
Kvótakerfi ekki umbylt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2009 | 10:04
Sjávarútvegsráðherrann og innköllun aflaheimilda.
Í síðasta tölublaði Bæjarins Besta hér á Ísafirði, er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegsráðherra, að hann sjái ekki fram á að gerðar verði breytingar á úthlutun aflaheimilda á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1.september. Lengri tíma þurfi að gefa sér í að undirbúa breytingar á kerfinu. Það eru heilir fjórir mánuðir eftir af þessu fiskveiðiári, sem ætti að vera nægur tími til að taka jafn einfalda ákvörðun og að halda eftir litlum 5% við næstu úthlutun. Ekkert liggur á að endurúthluta þessum litla hlut, þar sem nægur kvóti verður eftir hjá útgerðinni til að hefja veiðar á nýju fiskveiðiári. Nægur tími ætti að vera til að stofna auðlindasjóð og afhenda honum þessi 5% til endurúthlutunar. En eins og ég hef áður sagt í bloggi mínu, verða menn að gera sér grein fyrir, að nauðsynlegt getur orðið að veita núverandi handhöfum kvótans forgang á að leigja til sín það sem af þeim er tekið fyrst um sinn. Einnig er haft eftir Steingrími, að hann leggi áherslu á að verkefni nýrrar ríkisstjórnar sé að móta nýja sjávarútvegsstefnu og að því borði þurfi að koma m.a. útgerðamenn, sjómenn og fulltrúar sjávarbyggðanna. Við vitum að útvegsmenn vilja viðhalda núverandi kerfi, Sjómannasamband Íslands hefur lýst yfir stuðning við kerfið fram að þessu, og ef mið er tekið af afstöðu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, Vestmanneyja og Snæfellsbæjar, og að þeir spegli afstöðu annarra sveitarfélaga á landsbyggðinni, má ljóst vera að núverandi kvótabrask fær að grassera um ókomna tíð. En fremur segir Steingrímur: ''Ég legg meiri áherslu á að grundvallafyrirkomulagið sé gott, gagnist okkur, búi útgerðinni lífvænleg skilyrði en um leið stuðli að meiri sátt í sjávarútvegi. Afrakstur af góðum og vel reknum sjávarútvegi skilar sér alltaf á endanum til þjóðarinnar.'' Þetta sjónarmið heyrðist ekki fyrir kosningar og greinilegt að ekki hefur verið ætlunin að innkalla aflaheimildir. Ef Steingrímur ætlar ekkert að gera nema í sátt við útvegsmenn verður engin breyting. Þeir munu aldrei sætta sig við kerfi sem þeir geta ekki grætt á og braskað með. Varðandi afraksturinn, verður að teljast eðlilegt að sá sem hefur afnot af eignum þjóðarinnar greiði hóflegt gjald fyrir. Ef sjávarútvegurinn stendur ekki undir því, er hann einfaldlega illa rekinn. Minna má á að til eru útvegsmenn, sem gera út á leigukvóta og greiða lénsherrum sínum okurleigu án þess að væla. Ætla má að það séu menn sem kunna að gera út, annars væru þeir komnir á hausinn. Að lokum vil ég minna á fiskverkafólk sem hefur farið verst út úr núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Hvernig væri að Steingrímur biði fulltrúum þeirra að sáttarborðinu. Ef Samfylkingin er sömu skoðunar að fresta beri innköllun aflaheimilda, má líta svo á að fyrsta skrefið sé tekið til að svíkja kosningaloforð flokkanna í kvótamálum. En vonandi reynist það ekki rétt.
27.4.2009 | 13:41
Rætist draumurinn um vinstri stjórn?
![]() |
Óbrúuð gjá í ESB-máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 09:13
Almannatryggingar - Lífeyrissjóðir = léleg lífsgæði.
Eftir því sem lífeyrissjóðunum hefur vaxið fiskur um hrygg, og sjóðfélagar aukið réttindi sín, hefur Tryggingastofnun ríkisins skert sínar greiðslur til þeirra sem njóta lífeyris úr sjóðunum. Þannig hafa lífeyrissjóðirnir sparað Tryggingastofnun ríkisins peninga, þrátt fyrir að þeim væri ætlað í upphafi að vera viðbót við bætur hennar. Þegar lífeyrissjóðirnir hafa aukið réttindi og hækkað lífeyrisgreiðslur vegna góðrar ávöxtunar (greitt bónus), hefur Tryggingastofnun lækkað sinn lífeyrir til viðkomandi sjóðfélaga. Nú liggur fyrir að flestir lífeyrissjóðir þurfa að skerða verulega réttindi sjóðfélaga, og lækka greiðslur til þeirra sem nú njóta lífeyris úr sjóðunum. Því verður að telja eðlilegt og sjálfsagt að Tryggingastofnun bæti þeim að fullu skerðinguna. Lífeyrissjóðirnir eiga það inni hjá þeirri ágætu stofnun, eftir áralanga misnotgun á réttindabótum sjóðanna. Til dæmis mætti hafa sama frítekjumark vegna lífeyrisjóðstekna og atvinnutekna, það er að segja kr. 100.000.- á mánuði. Það skal tekið fram að ekki er við Tryggingastofnun ríkisins að sakast hvernin þessum málum er háttað, heldur er það Alþingi sem hér ræður för.
23.4.2009 | 15:04
Hræðsluáróður útgerðamanna og sendi sveina þeirra.
Fyrir síðustu kosningar heyrði maður dæmi um, að handhafar kvótans hafi gengið um vinnustaði, einkum í beitningarskúra hér fyrir vestan, og hótað starfsfólki sínu, að fyrirtækið yrði lagt niður, ef Sjálfstæðisflokkurinn héldi ekki völdum eftir kosningar. Gaman væri að vita hvort slíkt sé í gangi í dag. Eitt er víst að þrír ágætir bæjarstjórar sendu frá sér hræðsluerindi varðandi stefnu núverandi stjórnaflokka að innkalla kvótann. Einn af þessum ágætu mönnum er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, en hann stjórnar bæjarfélagi sem varð einna verst úti, eftir að framsal á kvóta var leift. Einn mesti skaðvaldurinn í því að Ísafjörður missti frá sér glæsilegasta skip flotans og allan kvóta þess til Akureyrar, var fyrirrennari hans og sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson núverandi alþingismaður. Meðan Kristján var bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar var hann jafnframt stjórnarformaður Samherja á Akureyri, og stuðlaði að því sem slíkur að Hrönn hf. eigandi Guðbjargar ÍS-46 var sameinað Samherja og flutt úr bænum með 4 til 5 þúsund tonna kvóta. Þá vil ég einnig minna á, að hingað kom ágætur útgerðamaður og gerðist forstjóri Básafells hf.og flutti burt með sér kvóta Norðurtangans hf. Togarafélags Ísfirðinga hf. og Básafells hf. Ekki má svo gleyma því að Íshúsfélag Ísfirðinga var lagt niður vegna sameiningu á Gunnvör hf. og Hraðfrystihúsinu Hnífsdal. Nýjasta dæmið um afleiðingar framsals kvótakerfisins, er þegar kvótagreifi Flateyringa flutti úr bænum með kvótagróðann í vasanum. Hjá öllum þessum fyrirtækjum töpuðu tugir fólks vinnu sinni. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar væri með meiri peninga í kassanum í dag hefði kvótakerfið, og einkum framsal þess aldrei orðið til. Að lokum, svör við millifyrirsögnum þrímenninganna: Landsbyggðin lifir á veiðum og vinnslu. En hefur barist í bökkum síðan kvótakerfið var sett á. Á að taka aflaheimildir af afkomendum?Afkomendur halda fæstir áfram útgerð og fiskvinnslu,heldur selja og stinga kvótagróðanum í vasann. Feigðarleiðin. Henni líkur þegar kvótinn verður innkallaður,og upphefst nýtt líf á landsbyggðinni, og um allt land.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)