Hagsmunagæsla forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Kvótaeigandin forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og félagar hennar í meirihlutanum lýsa yfir áhyggjum af fyrirhugaðri fyrningaleið aflaheimilda.  Yfirlýsingin hljóðar eins og taka eigi réttinn af núverandi útgerðum til að veiða fisk, og að aflaheimildir vestfirðinga fari til Reykjavíkur. Miðað við orðalag yfirlýsingarinnar ætlar forseti bæjarstjórnar að hætta gera út þegar fyrningarferlið hefst. Ef áróðusstríð LÍÚ vinnst, og ríkistjórnin hættir við innköllun aflaheimilda, yrði hún (forseti bæjarstjórnar) og aðrir útgerðamenn á Ísafirði reyðubúin að undirrita bindandi samning við  bæjarbúa að þeir ekki undir neinum kringumstæðum myndu selja kvótan úr bænum. Ef ekki, slulum við aðeins líta á framtíðina miðað við óbreitt kerfi: Þeir sem eru handhafar kvótans í dag á Ísafirði, eiga eftir að hætta úgerð af einhverjum ástæðum, til dæmis vegna aldurs. Þá munu þeir selja útgerðina og kvótann hæst bjóðanda og eingin trygging fyir því að hann verði á Ísafirði. Það er uppboðið sem bæjarfélagið þarf að hafa áhyggjur af, en ekki uppboð á aflaheimildum, sem aldrei verður.

 

 


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjani ég vissi ekki að þú værir ordinn svona flottur með bloggsíu og allt.Þeir eru bara að ganga ernindi eiganda sinna.Kvódaeigandana í Hnífsdal. Sem forðum daga ég sendi til baka Gjafakörfu með orðsendingu um að þér ættu að setja hana upp í æðri endann á sér.Þeir tóku því svo illa að ég fékk ekki vinnuna sem þeir höfðu lofað mér og konan mín fékk ekki vinnu heldur.Svona eru hlutirnir þarna fyrir vestan.

Það þýðir ekki að gera svona samning þá er það bara fóðrað með lepp og svo selt í burtu.Vonandi fær þjóðin aftur rétt til þess að nýta fiskimiðin,en kvódaeigendur geti ekki veðsett hann í topp eins og þeir gera.Hvað var hagræðið af þessu öllu ef sjávarútvegurinn er veðsettur upp í topp? Þetta er skrifað hér um borð í Fjölni SU 57 á sjó.Tímarnir hafa breyst síðan þú varst á sjó.(sjómenn hjá Gunnvör hafa ekki netið og

bara Júllinn gerfihnött þeir þurfa kaupa allar græjur í kringum það áskrift og móttakara en allir aðrir fá allt frítt)Hér er mynd frá sjónum skoðaðu hana Ég elska titilinn minnir mig á mínar bestu tíma http://www.youtube.com/watch?v=Ln8ZJIH9WHQ

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 14:16

2 identicon

Það er helvíti mikið af villum í textanum hjá mér fyrir ofan.Gleymdi að fara yfir færsluna áður en ég lét hana inn. Afsakið.

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Fjölnir og þakka þér fyrir kommentið. Það var gaman að skoða myndina hún er frábær. Ég kunni reyndar ekki að kalla hana fram, en dóttir mín bjargaði því. Þú hefur lent í því sama og ég í dag. Ég skrapp frá þegar ég var að blogga, og taldi mig hafa vistað það sem ég var búin með, en þegar ég kom aftur kom í ljós að ég hafði vistað og birt. Ég ætlaði að rifja aðeins upp hvernig kvótakerfið fór með atvinnuöryggi okkar sem stunduðum veiðar og fiskvinnslu, og eins átti ég eftir að yfirfara og leiðrétta. Við vorum báðir starfsmenn Íshúsfélags Ísfirðinga hf. þegar starfsemi þess var lagt niður og þeim sem ekki var boðið starf í Hnífsdal, var sagt upp. Maður horfði upp á það að fólk fór tárvott úr húsinu. Síðan hef ég hatað kvótakerfið, líka vegna örlaga Norðurtangans hf.,Básafells og Hrannar hf. Allt út af græðgi þá verandi handhafa kvótans. Þetta mun endurtaka sig aftur og aftur um ókomna tíð, ef þessu kerfi verður ekki eitt. Að lokum óska ég þér og skipsfélögum þínum góða veiði. Ef allir stunduðu vistvænar veiðar eins og þið væri nógur fiskur í sjónum.

Bjarni Líndal Gestsson, 13.5.2009 kl. 21:00

4 identicon

Takk fyrir Bjarni ég man þessa tíma þarna í íshúsfélaginu reiðin og leiðindin sem urðu til þarna.Ég lenti líka í þessu á Flateyri fyrir nokkrum árum þar sem kvótinn hvarf í þremur pennastrikum.Ég hef alltaf hatað þetta kerfi sem bjó til auðstétt og þræla og gerði duglegum mönnum ekki kleift að vinna sómasamslega fyrir sér og sínum. Nú virðist sem menn séu að verða þrælar húsnæðis síns og geta ekki sloppið undan nema flýja land.Hver getur borgað tvöfalt verðgildi eigna sinna á frystihús eða verkamannatöxtum?

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband