Loksins loksins vinstri stjórn á Íslandi.

Í dag 10. maí 2009 gerðist sá merkis atburður að hrein vinstri stjórn var mynduð á Íslandi. Við sem höfum verið vinstra megin í pólitík, óskum þessari ríkisstjórn farsældar í þeim erfiðu verkefnum sem framundan eru. Og að samstarf þessara flokka vari sem lengst, svo koma megi á norrænu velferðakerfi eins og þau Jóhanna og Steingrímur boðuðu á blaðamannafundinum í dag. Sjálfstæðisflokkurinn sem ráðið hefur ferðinni meira og minna síðan lýðveldið var stofnað, og mótað stjórnarfar misskiptingar, sér- og gróðahyggju, má ekki komast til valda í bráð. Nú látum við okkur dreyma um jafnrétti á öllum sviðum mannlífsins. Það var ánægjulegt að heyra Jóhönnu lýsa því yfir, að aflaheimildir yrðu innkallaðar samkvæmt stefnu flokkanna. Þó ég sé þeirrar skoðunar að stíga hefði átt skrefið til fulls, og innheimta allan kvótann strax á þessu ári, er ég ánægður með hvert hænuskref sem stígið verður í þá átt. En tuttugu ár er alltof langur tími.

Skipun ráðherra hefur tekist vel, þó hefði ég viljað sjá Guðbjart Hannesson í ráðherrastól fyrst hann fékk ekki halda stól forseta alþingis. Þessu fólki öllu óska ég farsældar í störfum sínum og vona að því takist að koma okkur út úr kreppunni sem fyrst.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég tek undir með þér. 0g, loksins er tilfinningin gleði að kosningum loknum. Vonandi farnast ríkisstjórninni vel í verkum sínum.

Á Þessum erfiðu tímum er gott að vita að stjórnartaumarnir eru í höndum félagshyggjuflokkanna.

Jónína Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 01:11

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Já Jónína, svo sannarlega er gott að vita af stjórnartaumunum í höndum þessara flokka. Einkum fyrir okkur eldri borgara, og annarra sem þurfa að treysta á velferðakerfið.

Bjarni Líndal Gestsson, 11.5.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband