Hvað eru róttækar breytingar?

Að innkalla aflaheimildir um 5% á ári næstu 20 árin, kallar Morgunblaðið róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hvað kallast þá sú aðgerð að setja kvótakerfið og framsalið á, gegn vilja meirihluta þjóðarinnar á sínum tíma, landráð ég bara spyr? Ef ekki verður strax stígið jafn lítilfjörlegt skref og fram kom í stefnu stjórnarflokkanna fyrir kosningar, er það ekki bara kosningasvik heldur heigulsháttur. Tækifærið er núna, vegna þess að veðin í kvótaskuldunum eru í eigu ríkisins. Kjark mesta aðgerðin hefði verið, að innkalla kvótann allan á jafnlöngum tíma og hann var afhentur útgerðinni. Efnahagsástand þjóðarinnar hefur ekkert með þetta mál að gera nema síður væri, ef  tekjur af kvótaleigu  rynnu til ríkisins. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að bæta verði útgerðinni að einhverju marki innköllun kvótans, eins og ég hef áður rætt um í bloggi mínu, og bent á hvernig það yrði best gert með útgáfu ríkisskuldabréfa til nokkra áratuga. Að lokum ætla ég bara vona, að þessi frétt Morgunblaðsins sé framlag blaðsins í áróðurstríði útvegsmanna, og hafi enga merkingu varðandi ákvörðun ríkisstjórnarflokkana.


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband