Rætist draumurinn um vinstri stjórn?

Það var stórkostlegt að upplifa glæsilegan sigur vinstri flokkanna, og geta látið sig dreyma um áframhaldandi velferðastjórn. En svo vaknar maður við það, að sá draumur rætist að öllum líkindum ekki, frekar en flestir mínir draumar. Reyndar kom fram hjá Lilju Mósesdóttur í hádegisfréttum í dag, að Vinstri Græn eru klofin í ESB-málinu. Vonandi verður ESB-liðið í flokknum í meirihluta svo hægt verði að gera stjórnarsáttmála, og hefja aðildarviðræður sem fyrst. Þjóðin á heimtingu á að fá að kjósa um samning við ESB, þ.e.r.s.ef samningar takast. Líkurnar á því að við göngum í ESB eftir slíkar kostningar eða ekki, eru líklega nokkuð jafnar, en úr þessu þarf að fá skorið sem allra fyrst.
mbl.is Óbrúuð gjá í ESB-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband