Uppþot á Alþingi.

Mikið hefur gengið á inn á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan hefur verið með frammíköll og hávaða og nýtt sér út í æsar ákvæði þingskapa um að ræða fundastjórn forseta. Allt út af því, að í sjónmáli er samningur um Icesave-deiluna. Enn einn starfsdagur Alþingis eyðilagður vegna þess að  Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur geta ekki sætt sig við að stjórna ekki landinu lengur. Stjórnin hefur umboð frá því í desember s.l. að ganga frá samkomulagi um lausn þessa máls, og hefur afhent fjármálaráðherra það umboð til að halda viðræðum áfram, um þá lausn sem virðist liggja í loftinu.

Það fólk sem situr á Alþingi fyrir fyrrum stjórnarsamstarfsflokkanna Sjálfstæðis-og Framsóknarflokk ættu að hafa vit á því að þegja. Þau eru fulltrúar þeirra flokka sem skópu Icesave-vandann, með því að afhenda vinum Davíðs Landsbankann á silfurfati á sínum tíma. Þeim væri nær að gefa núverandi valdhöfum frið til að hreinsa upp það sem flokkar þeirra skildu eftir sig, og bíða róleg þar til undirritaður samningur verður lagður fyrir Alþingi.


mbl.is Steingrímur fær fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvöld; Bjarni Líndal !

Vera má; að fleirri kynnu, að hafa gott af því, að þegja, en þeir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn.

Eða; ertu búinn, að gleyma hlutdeild Samfylkingarinnar, í óþverranum öllum ?

Var ekki; EES samningur Jóns Baldvins Hannibalssonar, einn undanfara þess, sem á daginn kom, að síðustu ?

Með; afar þurrum kveðjum þjóðernissinna, af gömlum meið, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband