Færsluflokkur: Bloggar
1.6.2009 | 12:43
Dalai Lama.
Dalai Lama trúarleiðtogi Tíbeta er friðarsinni og viðurkennir öll trúarbrögð. Þrátt fyrir það ætla íslenskir ráðamenn að hundsa heimsókn hans til Íslands. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson lögðust á fjórar fætur fyrir hönd þjóðarinnar og samþykktu innrás í Írak til að þóknast ráðamönnum Bandaríkjanna. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig skriðið fyrir öðrum þjóðum og hætt að veiða hval, þar til nú.
Því verður ekki trúað að núverandi stjórnvöld á Íslandi hræðist svo félaga sína í Kína, að þeir hitti ekki Dalai Lama og ræði við hann t.d um frið í heiminum. Við eigum ekki að láta viðskiptahagsmuni stjórna því, hverja stjórnvöld eiga að tala við, taka þátt í stríð, eða hvort við veiðum hval. ALDREI.
![]() |
Dalai Lama í heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2009 | 10:53
Olíufélögin krækja sér í 4 krónur í leiðinni.
Við hækkun bensíngjalds virðast olíufélögin ætla bæta við 4 krónum á lítir til að auka hagnað. Þannig verður litið á málin, nema þeir geri ítarlega grein fyrir þörfinni. Ástæða er fyrir neytendur og ríkisvald að krefja þá um slíkt.
Varðandi hækkanir á bensíngjaldi, áfengi og tóbaki eru þetta vörutegundir sem neytendur geta sparað, með því að hætta að reykja, drekka minna og nota bíla sem eiða litlu, hjóla meira og ganga þar sem því er við komið. Ef neytendur bregðast þannig við, er ég hræddur um að áætlaðar tekjur ríkisjóð af þessum hækkunum (2,7 milljarðar) náist ekki.
![]() |
Bensínlítrinn í 181 krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2009 | 12:37
Samningstaða Íslendinga batnar.
Sjávarútvegsráðherrar aðildarlanda Evrópusambandsins eru sammála um að breyta sjávarútvegsstefnunni, og afnema núgildandi reglur við úthlutun fiskveiðikvóta. Ráðherrarnir munu hafa verið sammála um að draga úr miðstýringu ESB, og auka völd aðildarlandanna. Breytingarnar munu takan gildi 2012. Ef þetta reynist rétt, ætti samningstaða Íslendinga varðandi sjávarútveginn að stór batna. Auðvelt ætti að fá ESB til að setja það inn í samninginn, að íslendingar stjórnuðu sínum fiskveiðimálum sjálfir. Nauðsynlegt væri að hafa þetta ákvæði í væntanlegum samningi við ESB, ef þeir skyldu vilja breyta stefnu sinni síðar.
Breytt hugarfar hjá ESB mun stafa af lélegum árangri þeirra við stjórn fiskveiða aðildarríkjanna, einkum við að koma í veg fyrir stórfellt brottkast. Ef þeir ætla ná árangri í þeim efnum ættu þeir ekki að leita í smiðju íslendinga heldur Færeyinga.
![]() |
Sammála um að breyta fiskveiðireglunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2009 | 15:13
Jafnrétti í lífeyrismálum.
Í þessari frétt kemur m.a. fram að SA hafi óskað eftir upplýsingum frá ríkisstjórninni um áform varðandi lífeyrismál opinberra starfsmanna. Það er tímabært að jafna að fullu lífeyrisréttindi í landinu. Miðað við ástand ríkisfjármála verður að hætta ríkisábyrgð á Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Pétur Blöndal alþingismaður nefndi þetta í ræðu sinni á alþingi, þegar frumvarp um niðurfellingu sérréttinda ráðamanna og embættismanna var til umræðu á síðasta þingi, að það væri ekki nóg að gert, því frumvarpið jafnaði ekki að fullu lífeyrisréttindi í landinu. Pétur sagði m.a., að mótframlag ríkisins í sjóðinn væri 11,5%, en yrði að öllum líkindum að fara í 13,5%, til að sjóðurinn gæti staðið við skuldbindingar sínar. Í almennu lífeyrissjóðina greiða atvinnurekendur 8% mótframlag við iðgjald launþega, og þegar þeir sjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum sínum, verða þeir að skerða réttindi sjóðfélaga sinna. Hið sama ætti að gilda hjá Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Með því myndu tugir milljarða sparast hjá ríkinu, og jafnræði ríkja í lífeyrismálum.
Best væri ef hægt yrði í framtíðinni, að ríkistryggja alla lífeyrissjóðina í landinu, og jafna lífeyrisréttindin á þann hátt, að engin sjóður þyrfti að skerða réttindi þegar illa gengur. En því miður þýðir ekki að hugsa um það nú,því verður að fara hina leiðina og spara fyrir ríkissjóð um leið.
![]() |
Allt undir í Karphúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2009 | 20:44
Áfram nú A.S.Í.
![]() |
Hafna tilboði SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2009 | 21:30
JAFNRÉTTI
Konur hafa barist fyrir jafnrétti gagnvart körlum, en ekki yfirráðum. Eða var það allt í plati.Reyndar er ég viss um að landinu yrði vel stjórnað af konum, en jafnrétti á að vera jafnrétti.
![]() |
Allir þingforsetar konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2009 | 14:31
Jafnrétti.
Jafna vægi atkvæða á að sjálfsögðu að skoða. En um leið , jafna orku - og flutningskostnað meðal annars.
JAFNRÉTTI á öllum sviðum mannlífsins á að koma með þessari ríkistjórn.
![]() |
Þingið getur útrýmt misvæginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2009 | 12:44
Hagsmunagæsla forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Kvótaeigandin forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og félagar hennar í meirihlutanum lýsa yfir áhyggjum af fyrirhugaðri fyrningaleið aflaheimilda. Yfirlýsingin hljóðar eins og taka eigi réttinn af núverandi útgerðum til að veiða fisk, og að aflaheimildir vestfirðinga fari til Reykjavíkur. Miðað við orðalag yfirlýsingarinnar ætlar forseti bæjarstjórnar að hætta gera út þegar fyrningarferlið hefst. Ef áróðusstríð LÍÚ vinnst, og ríkistjórnin hættir við innköllun aflaheimilda, yrði hún (forseti bæjarstjórnar) og aðrir útgerðamenn á Ísafirði reyðubúin að undirrita bindandi samning við bæjarbúa að þeir ekki undir neinum kringumstæðum myndu selja kvótan úr bænum. Ef ekki, slulum við aðeins líta á framtíðina miðað við óbreitt kerfi: Þeir sem eru handhafar kvótans í dag á Ísafirði, eiga eftir að hætta úgerð af einhverjum ástæðum, til dæmis vegna aldurs. Þá munu þeir selja útgerðina og kvótann hæst bjóðanda og eingin trygging fyir því að hann verði á Ísafirði. Það er uppboðið sem bæjarfélagið þarf að hafa áhyggjur af, en ekki uppboð á aflaheimildum, sem aldrei verður.
![]() |
Lýsa yfir áhyggjum af fyrningarleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.5.2009 | 00:11
Loksins loksins vinstri stjórn á Íslandi.
Í dag 10. maí 2009 gerðist sá merkis atburður að hrein vinstri stjórn var mynduð á Íslandi. Við sem höfum verið vinstra megin í pólitík, óskum þessari ríkisstjórn farsældar í þeim erfiðu verkefnum sem framundan eru. Og að samstarf þessara flokka vari sem lengst, svo koma megi á norrænu velferðakerfi eins og þau Jóhanna og Steingrímur boðuðu á blaðamannafundinum í dag. Sjálfstæðisflokkurinn sem ráðið hefur ferðinni meira og minna síðan lýðveldið var stofnað, og mótað stjórnarfar misskiptingar, sér- og gróðahyggju, má ekki komast til valda í bráð. Nú látum við okkur dreyma um jafnrétti á öllum sviðum mannlífsins. Það var ánægjulegt að heyra Jóhönnu lýsa því yfir, að aflaheimildir yrðu innkallaðar samkvæmt stefnu flokkanna. Þó ég sé þeirrar skoðunar að stíga hefði átt skrefið til fulls, og innheimta allan kvótann strax á þessu ári, er ég ánægður með hvert hænuskref sem stígið verður í þá átt. En tuttugu ár er alltof langur tími.
Skipun ráðherra hefur tekist vel, þó hefði ég viljað sjá Guðbjart Hannesson í ráðherrastól fyrst hann fékk ekki halda stól forseta alþingis. Þessu fólki öllu óska ég farsældar í störfum sínum og vona að því takist að koma okkur út úr kreppunni sem fyrst.
![]() |
Ný ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2009 | 15:04
Hræðsluáróður útgerðamanna og sendi sveina þeirra.
Fyrir síðustu kosningar heyrði maður dæmi um, að handhafar kvótans hafi gengið um vinnustaði, einkum í beitningarskúra hér fyrir vestan, og hótað starfsfólki sínu, að fyrirtækið yrði lagt niður, ef Sjálfstæðisflokkurinn héldi ekki völdum eftir kosningar. Gaman væri að vita hvort slíkt sé í gangi í dag. Eitt er víst að þrír ágætir bæjarstjórar sendu frá sér hræðsluerindi varðandi stefnu núverandi stjórnaflokka að innkalla kvótann. Einn af þessum ágætu mönnum er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, en hann stjórnar bæjarfélagi sem varð einna verst úti, eftir að framsal á kvóta var leift. Einn mesti skaðvaldurinn í því að Ísafjörður missti frá sér glæsilegasta skip flotans og allan kvóta þess til Akureyrar, var fyrirrennari hans og sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson núverandi alþingismaður. Meðan Kristján var bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar var hann jafnframt stjórnarformaður Samherja á Akureyri, og stuðlaði að því sem slíkur að Hrönn hf. eigandi Guðbjargar ÍS-46 var sameinað Samherja og flutt úr bænum með 4 til 5 þúsund tonna kvóta. Þá vil ég einnig minna á, að hingað kom ágætur útgerðamaður og gerðist forstjóri Básafells hf.og flutti burt með sér kvóta Norðurtangans hf. Togarafélags Ísfirðinga hf. og Básafells hf. Ekki má svo gleyma því að Íshúsfélag Ísfirðinga var lagt niður vegna sameiningu á Gunnvör hf. og Hraðfrystihúsinu Hnífsdal. Nýjasta dæmið um afleiðingar framsals kvótakerfisins, er þegar kvótagreifi Flateyringa flutti úr bænum með kvótagróðann í vasanum. Hjá öllum þessum fyrirtækjum töpuðu tugir fólks vinnu sinni. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar væri með meiri peninga í kassanum í dag hefði kvótakerfið, og einkum framsal þess aldrei orðið til. Að lokum, svör við millifyrirsögnum þrímenninganna: Landsbyggðin lifir á veiðum og vinnslu. En hefur barist í bökkum síðan kvótakerfið var sett á. Á að taka aflaheimildir af afkomendum?Afkomendur halda fæstir áfram útgerð og fiskvinnslu,heldur selja og stinga kvótagróðanum í vasann. Feigðarleiðin. Henni líkur þegar kvótinn verður innkallaður,og upphefst nýtt líf á landsbyggðinni, og um allt land.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)