6.10.2009 | 00:35
Eina stjórnarmynstrið sem er í augsýn.
Ekki er hægt annað en taka undir þessi orð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, eftir að hafa hlustað á umræður um stefnuræðu hennar á Alþingi í kvöld. Hún tíundaði rækilega þann vanda sem við stöndum frammi fyrir og nauðsyn þess að leysa Icesave-málið. Sú skuld virðist vera hjóm eitt miðað við aðrar skuldir sem greiða þarf vegna fjármálahrunsins.
Formaður Framsóknarflokksins hélt uppteknum hætti og skammaðist yfir aukinni skuldasöfnun sem yki vandann, án þess að benda á raunhæfar lausnir. Hann sem taldi sig vera búin að útvega okkur 2000 þúsund miljarða lán frá Norðmönnum. Eins og það myndi ekki auka skuldabyrðina eins og önnur lán.
Formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði tillögur um lausnir mála á þessu haustþingi, en nefndi aðeins aukna framleiðni í stað niðurskurðar og skattahækkana. Það er hægt að taka undir með Bjarna, að við þurfum að auka framleiðni og þar með auknar gjaldeyristekjur. Fljótlegasta leiðin til þess er að auka veiðiheimildir og leigja þær út, og minka atvinnuleysið um leið. Ég óttast að nafni minn sé ekki tilbúinn til að samþykkja þá lausn, enda myndi kvótaverðið og veðheimildir lækka hjá LÍÚ um leið.
Allar ræður stjórnarliða voru byggðar á raunsæi, og lýstu vilja til að finna lausn á erfiðleikum okkar.
Sumar ræður minnihlutans voru hátíðarræður en ekki pólitík, og þær sem fjölluðu um pólitík inni héldu hvað ætti ekki að gera, en engar lausnir.
Niðurstaðan er: Þetta stjórnarmynstur verður að halda út kjörtímabil.
![]() |
Eina stjórnarmynstrið sem er í augsýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2009 | 16:23
Icesave-málið og Ögmundur.
Heyra mátti á Ögmundi Jónassyni fráfarandi heilbrigðisráðherra í Kastljósinu í gærkvöld, að hann hafi fallið fyrir fölskum vilja stjórnarandstöðunnar að leysa Icesave-málið. Það er deginum ljósara að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu allt kapp á að tefja málið á Alþingi í sumar, og knúðu fram fyrirvara á samþykki ríkisábyrgðar, sem augljóslega yrðu ekki samþykktir af Hollendingum og Bretum.
Enda var það tilgangurinn að ríkistjórnin yrði að segja af sér í kjölfarið. Það sem undirstrikar þetta álit mitt er, að þingmenn flokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins á þinginu, eftir að hafa sett mark sitt á frumvarpið í Fjárlaganefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að þeir sætu hjá vegna þess að þetta væri alfarið mál ríkistjórnarinnar að leysa. Hún á að taka hann á orðinu og semja við Hollendinga og Breta um viðeigandi lausn á málinu án samráðs við sjálfstæðismenn, og hraða því samkomulagi í gegnum þingið með meirihlutavaldi stjórnarflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn málaði sig út í horn með hjásetu sinni og ummælum formannsins.
Framsóknarflokkurinn virðist eiga erfitt með að hætta elta Sjálfstæðisflokkinn í því að reyna fella ríkistjórnina, og er því ekki samráðshæfur í Icesave-málinu.
![]() |
Icesave-athugasemdir víðtækari en fram hefur komið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.9.2009 | 17:28
Á aðbúnaður aldraða að vera lakari en afbrotamanna ?
Ekki þykir tiltökumál að hrúga saman öldruðum í eitt herbergi, sjaldan færri en tveir saman og allt upp í fjóra. Á sama tíma hafa fangelsisyfirvöld áhyggjur af því, að tveir afbrotamenn þurfi að gista saman í klefa.
Stjórnvöld mættu forgangsraða þessum málum upp á nýtt, og tryggja öldruðum nægjanlegt hjúkrunarrými, þannig að hver einstaklingur hafi sitt herbergi, nema þegar um hjón er að ræða. Frekar mætti troða afbrotamönnum inn í það rými sem fyrir er í landinu, og láta það vera hluta af refsingunni.
Það á ekki að vera refsivert að vera gamall og sjúkur.
![]() |
Tíu starfsmönnum sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2009 | 23:34
Stærsta ólán þjóðarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2009 | 14:02
Nýjar hugmyndir við innköllun á kvóta
http://bjarnigestsson.blog.is/blog/bjarnigestsson/entry/94819
Bloggar | Breytt 22.9.2009 kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 11:36
Ríkisábyrgð á Iceseve eftir 2024 ef með þarf.
Annað hvort tökum við sem þjóð ábyrgð á greiðslu lána vegna Iceseve eða ekki. Það var í upphafi vitleysa að takmarka ríkisábyrgðina við árið 2024 þegar lánin eiga að vera uppgreidd. Ef okkur tekst ekki að greiða upp lánin á þeim tíma, verður ekki komist hjá því að semja um framlengingu, og þá verður krafist ríkisábyrgðar á eftirstöðvum lánanna, eða lætur íhald og framsókn sér detta annað í hug.
Nei, þeir vita betur, allt fyrirvara klúður þeirra hefur fyrst og fremst snúist um að tefja nauðsynleg störf ríkistjórnarinnar, og skapa skilyrði fyrir því að koma henni frá. Þeim væri nær að taka ábyrgð á, að hafa komið þjóðinni í þessi vandræði með einkavæðingu Landsbankans, og reka heiðarlega stjórnarandstöðu á Alþingi.
![]() |
Ríkisábyrgð tekur ekki gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2009 | 22:19
Nýjar hugmyndir við innköllun á kvóta
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.9.2009 | 16:22
Sjómannaafsláttur? Ríkistryggður lífeyrissjóður?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 19:06
Grásleppan seld til Kína
.Þetta er ánægjuleg frétt og vonandi um að ræða framtíðar markað. Sjálfur stundaði ég grásleppuveiðar mörg sumur á árum áður. Alltaf þótti manni blóðugt að henda skrokknum í sjóinn aftur eftir slægingu. Reyndar gátum við á tímabili landað henni í bræðslu og gerðum það með glöðu geði, þrátt fyrir lélegt verð.
Gaman væri að vita í hverju breytingin er fólgin við að kvið skera sleppuna. Venjulega tók maður í sporð hennar og risti niður kviðin sinn hvorum megin og lét hrognin velta ofan í tunnuna.
Gaman væri líka að vita hvernig Kínverjarnir matreiða fiskinn. Hér á landi hefur grásleppan ýmist verið söltuð eða sigin. Sumir hengdu hana upp í heilu lagi með hvelju, aðrir rifu hveljuna af og hengdu hana þannig upp, og enn aðrir(þar á meðal ég) klufu hana eftir hrygnum og kúluðu og hengdu upp með hveljunni. Hvort sem hún er söltuð eða sigin er hún herra manns matur.
Á þennan hátt var smá brot af grásleppuskrokknum nýttur til manneldis innan lands. Vonandi er hann orðinn útflutningsvara, og sjómenn bregðist vel við að koma með hann að landi.
![]() |
Grásleppan seld til Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2009 | 16:27
Pólutísk skemmdaverk.
Ríkisútvarpið fjallaði í morgun um skrif varaformanns fjárlaganefndar á heimasíðu hans frá því í gær. RÚV hefur eftir honum að ætlun stjórnarandstöðunnar sé eingöngu að fella ríkistjórnina en ekki að finna lausn á Icesave-málinu. Og að hann tali um pólitískt skemmdaverk í því sambandi.
Hann heldur áfram og segir að það leynist engum að þingliði stjórnarandstöðunnar sé skemmt vegna þeirra erfiðleika sem Vinstri græn eigi í málinu. Það sé hinsvegar fásinna að ætla að stjórnarandstaðan muni koma að eða liðka fyrir lausn þess. Ætlun þess safnaðar sé eingöngu að fella ríkistjórnina, reka fleyg í raðir stjórnaflokkanna og vinna pólitískt skemmdarverk gegn sinni eigin þjóð. Markmið sjálfstæðis-og framsóknarmanna sé að hreiðra um sig á ný í stjórnarráðinu og þeir beiti öllum brögðum til að ná því marki.
Þetta eru orð að sönnu. Í bloggi mínu 30. júlí s.l. bendi ég á þetta sama, að markmið stjórnarandstöðunnar sé fyrst og fremst að fella ríkistjórnina. Og að höfuð flokkarnir í stjórnarandstöðunni (þ.e.s. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur) hafi verið hættulegir þjóðinni í ríkistjórn og halda því áfram í stjórnarandstöðu.
Haft var eftir formanni fjárlaganefndar í hádegisfréttum útvarps að beðið væri eftir tillögum frá stjórnarandstöðunni, sem virðist bíða eftir hinu sama frá stjórnarliðinu. Það er aðdáunarverð þolinmæði sem hann er búin að sýna stjórnarandstöðunni og þeim stjórnarliðum sem hafa lýst andstöðu sinni á samningnum, en nú er mál að linni. Ef frumvarpið um ríkisábyrgðina verður fellt í þinginu og samningurinn þar með, taka þeir flokkar við málinu sem rétt er að hreinsi upp sinn eigin skít.
Ekkert í umræðunni um þetta mál hefur sannfært mig um að við sem þjóð getum komist hjá því að borga, eða réttara sagt tekið þátt í að skila innstæðueigendum Icesave-reikningunum sparifé sínu. Ótrúlegt er að einhver dómstóll hvar sem er í heiminum geti dæmt okkur í vil. Það er ekki af ástæðulausu sem vinaþjóðir okkar vilji að við gerum upp þetta mál, enda hægt að flokka þessa skuld sem þýfi, og að við endurheimtum ekki traust þeirra nema með því að ábyrgjast skil á því.
Ég sé fyrir mér að þegar eignir Landsbankans hafa skilað sér, og ljóst verður hve mikið fellur á ríkissjóð,-þ.e.s. ef samningurinn yrði samþykktur,- að þá yrði samið við lífeyrissjóðina og aðra þá sem tiltækir verða, að kaupa ríkisskuldabréf til jafnmargra ára og ríkisjóður þyrfti á að halda til að skerða sem minnst lífskjör í landinu. Þessi ríkisskuldabréf yrðu að vera verðtryggð og með 5-6% vöxtum til að teljast góð fjárfesting og mættu þess vegna taka ríkisjóð 30-40 ár að greiða þau upp.