Pólutísk skemmdaverk.


Ríkisútvarpið fjallaði í morgun um skrif varaformanns fjárlaganefndar á heimasíðu hans frá því í gær. RÚV hefur eftir honum að ætlun stjórnarandstöðunnar sé eingöngu að fella ríkistjórnina en ekki að finna lausn á Icesave-málinu. Og að hann tali um pólitískt skemmdaverk í því sambandi.

Hann heldur áfram og segir að það leynist engum að þingliði stjórnarandstöðunnar sé skemmt vegna þeirra erfiðleika sem Vinstri græn eigi í málinu. Það sé hinsvegar fásinna að ætla að stjórnarandstaðan muni koma að eða liðka fyrir lausn þess. Ætlun þess safnaðar sé eingöngu að fella ríkistjórnina, reka fleyg í raðir stjórnaflokkanna og vinna pólitískt skemmdarverk gegn sinni eigin þjóð. Markmið sjálfstæðis-og framsóknarmanna sé að hreiðra um sig á ný í stjórnarráðinu og þeir beiti öllum brögðum til að ná því marki.

Þetta eru orð að sönnu. Í bloggi mínu 30. júlí s.l. bendi ég á þetta sama, að markmið stjórnarandstöðunnar sé fyrst og fremst að fella ríkistjórnina. Og að höfuð flokkarnir í stjórnarandstöðunni (þ.e.s. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur) hafi verið hættulegir þjóðinni í ríkistjórn og halda því áfram í stjórnarandstöðu.

Haft var eftir formanni fjárlaganefndar í hádegisfréttum útvarps að beðið væri eftir tillögum frá stjórnarandstöðunni, sem virðist bíða eftir hinu sama frá stjórnarliðinu.  Það er aðdáunarverð þolinmæði sem hann er búin að sýna stjórnarandstöðunni og þeim stjórnarliðum sem hafa lýst andstöðu sinni á samningnum, en nú er mál að linni. Ef frumvarpið um ríkisábyrgðina verður fellt í þinginu og samningurinn þar með, taka þeir flokkar við málinu sem rétt er að hreinsi upp sinn eigin skít.

Ekkert í umræðunni um þetta mál hefur sannfært mig um að við sem þjóð getum komist hjá því að borga, eða réttara sagt tekið þátt í að skila innstæðueigendum Icesave-reikningunum sparifé sínu. Ótrúlegt er að einhver dómstóll hvar sem er í heiminum geti dæmt okkur í vil. Það er ekki af ástæðulausu sem vinaþjóðir okkar vilji að við gerum upp þetta mál, enda hægt að flokka þessa skuld sem þýfi, og að við endurheimtum ekki traust þeirra nema með því að ábyrgjast skil á því.

Ég sé fyrir mér að þegar eignir Landsbankans hafa skilað sér, og ljóst verður hve mikið fellur á ríkissjóð,-þ.e.s. ef samningurinn yrði samþykktur,- að þá yrði samið við lífeyrissjóðina og aðra þá sem tiltækir verða, að kaupa ríkisskuldabréf til jafnmargra ára og ríkisjóður þyrfti á að halda til að skerða sem minnst lífskjör í landinu. Þessi ríkisskuldabréf yrðu að vera verðtryggð og með 5-6% vöxtum til að teljast góð fjárfesting og mættu þess vegna taka ríkisjóð 30-40 ár að greiða þau upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Hver er varaformaður fjárlaganefndar og hvar bloggar hann?

AK-72, 10.8.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Björn Valur Gíslason heitir hann og er þingmaður VG. Ég veit ekki hvar eða hvort hann bloggar. RÚV  var að vitna í skrif á heimasíðu hans.

Bjarni Líndal Gestsson, 10.8.2009 kl. 18:25

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sælir.

Björn Valur Gíslason dettur í þá sömu grifju og margir aðrir að upphefja sig með því að gera lítið úr öðrum.  Hann sakar Framsóknar og Sjálfstæðismenn um að ætla sé að vinna pólutískt skemmdarverk gegn sinni eigin þjóð (hvað sem það á nú er).  Auk þess að saka þessa sömu tvo flokka um að bera ábyrgð á Icesave-ástandinu.

Já, eigum við ekki aðeins að spóla til baka.  Landsbanki Íslands lagði af stað í Icesave-leiðangurinn snemma árs 2008.  Þá var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við völd og Björgvin nokkur G. Sigurðusson ráðherra bankamála, sem af einhverjum ástæðum er hvítþveginn í dag ???

Í heilt ár fyrir hrunið, vöruðu framsóknarmenn við þeirri þróun sem var að verða á fjármálamarkaðinum á heimsvísu.  Ekki sáu Samfylkingarmenn ástæðu til að bregðast við frekar en þeir bláu.

Þau lög og reglur sem gilda á Íslandi varðandi bankastarfsemi eru Evrópskar, sem Nota-bene, er fyrirheitnaland Samfylkingarmanna.  Sérstaklega þess vegna er það athygglisvert að Samfylkingin forðast það eins og heitann eldinn að gera athugasemdir við regluverkið.

Miðað við þær skuldbindingar sem Ísland stendur frammi fyrir, er það verulega ólíklegt að þjóðin muni getað staðið við Icesave-samkomulagið að auki.  Undir þeim kringumstæðum er því algert ábyrgðarleysi að samþykkja samninginn.

Það er líka óásættanlegt að samþykkja þennan samning án þess að benda á ábyrgð þeirra laga og reglna sem Evrópusambandið sendi til okkar.  Þjófarnir voru Íslenskir en þeir fóru eftir Evrópskum reglum.

Þess vegna vil ég meina, að Ísland eigi ekki að samþykkja Icesave samninginn eins og hann er.  Í samninginn vantar að Evrópusambandið taki á sig ábyrgð á regluverkinu.  Í samninginn vantar að Bretar sæti ábyrgð á beitingu hryðjuverkalaga á Ísland.  Og aðalforsenduna vantar, sem er sú að við getum staðið undir skuldbindingunum.

Sigurður Jón Hreinsson, 10.8.2009 kl. 22:03

4 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Sigurður.

Ekki man ég nú eftir því að framsóknarmenn vöruðu við hættunni af að einkavæða bankanna enda fengu þeir sinn skerf af kökunni þ.e.s. Búnaðarbankann. Það er ef til vill rétt að fleiri beri ábyrgð á afleiðingum þessa gjörnings, vegna andvaraleysis gagnvart því sem var að gerast. Þar sváfu fastast Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur þó þeir reyni að sannfæra þjóðina eftir á, að þeir hafi varað við því sem var að gerast.

Regluverk ESB afsakar ekki það sem þessir menn gerðu, að tæla hollenska og breska sparifjáreigendur að leggja inná þessa reikninga með gylliboðum. Og halda því áfram án þess að innistæðutryggingasjóður gæti staðið undir lágmarkstryggingavernd.

Innistæðutryggingarsjóður er íslenskur og þjófarnir íslenskir ein og þú segir, því berum við ábyrgðina því miður. Þó ESB hafi opnað leiðina til að stela, báðu þeir ekki um að það yrði gert. Það ræðst af siðgæðisvitund þeirra sem nýttu sér regluverkið.

Við þurfum ekki annað en snúa þessu við þannig, að ef Íslendingar hefðu lagt fé inn á reikninga í breskum eða hollenskum bönkum hvort við hefðum þá ekki beitt öllum brögðum til innheimtu, hefðu viðkomandi bankar farið í þrot.

Kv. BLG.

Bjarni Líndal Gestsson, 11.8.2009 kl. 00:59

5 identicon

Það er vitleysa að þeir hafi byrjað á Icesafe 2008: Það er mun lengra síðan en þeir fóru til Hollands og fleiri landa 2008.og þar hefði stjórnvöld átt að bregðast við.

En þar sem seðlabankinn hafði sumar upplýsingarnar og aðrar lágu í fjármálaeftitlitinu.Þá var erfitt að fá heilstæða mynd á því sem var að gerast í bönkunum.

Fárálegt að láta sama málaflokk fara í tvö ráðuneyti. þessi breyting var gerð á valdatíma Davíðs að hans undirlagi svo þið getið ekki kennt Samfylkinguni um það.

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 16:43

6 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sælir.  Hér er fróðleg lesning.

http://www.hvitbok.vg/Profilar/Landsbankinn/GatuEkkiStodvadIcesave/

"Hollenski seðlabankinn (DNB) gat lítið sem ekkert beitt sér til að stöðva vöxt Icesave-reikninganna í Hollandi þar sem eftirlit með þeim, og Landsbankanum, heyrði undir íslenska Fjármálaeftirlitið (FME). Því voru það stjórnendur Landsbankans og FME sem báru ábyrgð á vextinum. Þetta kemur fram í skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar um vöxt Icesave-reikninganna í Hollandi sem var kynnt neðri deild hollenska þingsins í gær. Rannsóknin sneri að því hvort eftirlit DNB hefði brugðist, en fjármálaeftirlit landsins heyrir undir seðlabankann. Samkvæmt niðurstöðu rannsakendanna, lagaprófessoranna Adrienne de Moor-van Vugt og Edgar du Perron, þá gat DNB ekki með nokkrum hætti leyft sér að vara við stöðu Landsbankans og Icesave. Slík aðvörun var ekki einungis lagalega óleyfileg, heldur var hún heldur ekki raunhæf þar sem hún hefði nánast örugglega orsakað áhlaup á Icesave og Landsbankann, ekki bara í Hollandi, heldur hvar sem hann starfaði. Í skýrslunni kemur einnig fram að DNB gat heldur ekki veitt Landsbankanum aukaaðild að innstæðutryggingakerfi landsins þar sem slíkt stríddi gegn löggjöf Evrópusambandsins (ESB). 

Rannsóknarnefndin segir að Icesave-málið sýni að evrópskt fjármála- og eftirlitskerfi þarfnist algerrar endurskoðunar, sérstaklega til að koma í veg fyrir viðlíka alþjóðadeilu og uppgjör, sem Icesave hefur haft í för með sér. DNB sagði í yfirlýsingu í gær að bankinn styddi þá tillögu. Það þyrfti að forðast með öllum tiltækum ráðum að ríki, í þessu tilviki Holland, þyrfti að bera ábyrgð á hruni fjármálafyrirtækis í gegnum innstæðutryggingakerfi sitt."

"296 milljarðar lagðir inn á fjórum mánuðumIcesave-reikningar Landsbankans voru opnaðir sem útibú í Hollandi þann 29. maí 2008. Þegar þeim var lokað í október, rúmum fjórum mánuðum síðar, voru viðskiptavinir þeirra orðnir 114.136 talsins. Innstæður á reikningum þeirra voru 1.674 milljónir evra, eða um 296 milljarðar króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt samkomulagi sem íslenska ríkið gerði við það hollenska fyrir skemmstu mun tryggingasjóður innstæðueigenda á Íslandi greiða 71 prósent af þeirri upphæð. Ef hann getur ekki greitt upphæðina mun íslenska ríkið greiða það sem upp á vantar.  

Restin, um 86 milljarðar króna, mun falla á hollenska tryggingasjóðinn og þar með hollenska skattgreiðendur."

 

http://www.hvitbok.vg/Profilar/Landsbankinn/IcesaveAVilligotum/

"Umræðan um Icesave skuldbindingar ríkisins er á fullkomnum villigötum og það er skylda Alþingis að hafna fyrirliggjandi samningi við Breta og Hollendinga. - Þetta segir Jón Helgi Egilsson, verkfræðingur og doktorsnemi í hagfræði í hörðum pistli á pressunni í dag. Máli sínu til stuðnings bendir hann á “ellefu firrur um Icesave”og er hann fullviss um að íslenska ríkið beri enga ábyrgð á þessum glötuðu innstæðum.""Jón Helgi nefnir að svo virðist sem misskilnings gæti um tryggingasjóð innstæðueigenda, en hann er sjálfseginastofnun og ríkið hvorki beri ábyrgð á því að greiðslur berist í sjóðinn né að upphæðir í sjóðnum dugi til greiðslu á lágmarkstryggingum."

 

"Jón Helgi  tekur undir með flestum öðrum sem tjá sig um Icesave, að tilskipun ESB krefst ekki ríkisábyrgð ef tryggingasjóðurinn tæmist og kerfishrun á sér stað. Regluverk ESB dugði því ekki í tilviki Íslands enda var ekki hugsað fyrir slíku tilviki og í raun sé regluverk ESB er gallað hvað þetta varðar.  Þá minnir hann á að Frakkar tóku sérstaklega fram í sinni útfærslu að í tilviki kerfishruns banka í Frakklandi þá væri ekki hægt að treysta á tryggingarsjóðinn."

"Jón Helgi segir fráleitt ætla að Ísland segi sig úr lögum við siðaðar þjóðir ef íslenska ríkið borgar ekki Icesave. Þvert á móti sé það viðurkennt að regluverk ESB sé gallað og því óeðlilegt að leysa þann galla á kostnað Íslendinga. Það sé auk þess siðaðra þjóða háttur að leysa slíkt fyrir dómstólum. Getur það verið siðaðra þjóða að hafna slíku? spyr Jón Helgi og bendir á að rangt sé að líta svo á að við eigum enga vini erlendis."
 

“Sjaldan áður hefur reynt eins mikið á hlutverk Alþingis og nú.  Alþingi getur með sögulegum hætti komið í veg fyrir möguleg skelfileg og dýrkeypt mistök vegna Icesave.  Það að Alþingi hafni Icesave samningi er hluti af lýðræðinu og nokkuð sem jafnvel ESB verður að sætta sig við.  Slík höfnum Alþingis breytir því ekki að hagur ESB verður áfram að semja við Ísland og vissulega er það einnig okkar hagur að semja um lausn EN við getum ekki og megum ekki samþykkja ríkisábyrgð.”

Bjarni.  ÞAð er verið að tala um framtíð þjóðarinnar.  Verður þjóðin endanlega sett á hausinn eða ætla menn að leita annara leiða og leiðrétta þær villur sem er í löggjöf ESB.

Ef Icesave fellir stjórnina, verður bara að hafa það.  En ég hef nú samt haldið að þessi ríkisstjórn hafi ekki verið stofnuð eingöngu um það mál.

Sigurður Jón Hreinsson, 11.8.2009 kl. 21:43

7 identicon

Góð grein þarna en skrítið að menn geti enn verið framsóknarmenn eftir allt sem þeir hafa gert af sér?

Skifting bankana á milli flokkana og það sem gert var við samvinnutryggingarsjóðinn,og alla spillinguna kringum þá síðustu 20 ár.

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 22:53

8 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Strákar.  Gjörið svo vel að horfa á Kastljósið með Ögmundi.

Icesave-málið er ekki flokks-pólutískt og það er klárt bull að telja það vera slíkt.

Og Fjölnir, ber þú ábyrgð á Baugi og það að Jón Ásgeir hafi sett Glitni á hausinn?  Ég ber amk. ekki ábyrgð á Finni Ingólfssyni eða öðrum framsóknarmönnum. 

Og ég held að við ættum að hafa sem minnstar áhyggjur af Samvinnutryggingarsjóðnum, enda ekkert skrítið að peningar tapist í þvílíkum hamförum.  Eða ætla kanski kratar að bera alla ábyrgð á fyrirsjáanlegu tapi lífeyrissjóðanna??

Sigurður Jón Hreinsson, 12.8.2009 kl. 00:14

9 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sælir drengir og þakka ykkur fyrir innlitið.

Sigurður! Góð, ítarleg og vel skrifuð grein. Það er einmitt málið, verið er að tala um framtíð þjóðarinnar. Hætt er við að ef samningurinn verður felldur með óaðgengilegum fyrirvörum á ríkisábyrgðinni, munum við einangrast frá öðrum þjóðum. Lánalínur sem atvinnuvegirnir þurfa á að halda opnast ekki að nýju, gjaldeyrisvarasjóður yrði ekki til,  jafnvel lendum við í viðskiptaþvingunum. Enda orðin þjóð sem aðrar þjóðir teldu nauðsynlegt að refsa.

Þrátt fyrir allar þær afsakanir sem þú færir ágæt rök fyrir hér að ofan, er glæpurinn siðferðislega á okkar ábyrgð, sem á upphaf sitt í einkavæðingu bankanna. Á sama hátt og upphaf græðgisvæðingar þjóðarinnar má rekja til framsals aflaheimilda í kvótakerfinu.

Ef það kemur í hlut Framsóknarflokksins að semja upp á nýtt um Icesave-skuldina og sá samningur yrði ekki bara pínulítið betri, heldur miklu betri, og jafnvel losi okkur undan þessu oki, skal ég vera fyrsti maður til að óska þér til hamingju Sigurður minn.

Fjölnir! Málið er að það bull sýður á baklandi þingmanna framsóknar og íhalds, vegna þeirra rannsókna sem í gangi eru og hvað þær eiga eftir að leiða í ljós varðandi spillingu á valdatíma Davíðs og Halldórs. 

Þess vegna hvílir sú skilda á þingmönnum þessara flokka að fella ríkistjórnina með öllum tiltækum ráðum, svo þeir geti myndað stjórn og farið að breiða yfir óþægileg spor úr fortíðinni, og losað sig við rannsóknaraðila. Tíminn styttist, rannsóknarnefnd Alþingis á að skila af sér í nóvember n.k.

Vísbending: Þegar lánabók Kaupþings var lekið í fjölmiðla, var fyrsta hugsunin hjá Bjarna Benediktssyni, að sá sem lak hafði brotið lög.

Bjarni Líndal Gestsson, 12.8.2009 kl. 00:40

10 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sigurður þú ert svo duglegur og fljótur að skrifa, að ég hef ekki við. Ég horfði á viðtalið við Ögmund í sjónvarpinu. Greinilegt var að hann lætur sakleysislegan svip stjórnarandstöðunnar villa um fyrir sér, þegar hann talar um að þetta mál sé þverpólitískt. Markmið stjórnarandstöðunnar er að fella ríkistjórnina og það hlakkar í þeim að geta blekkt þrjá þingmenn VG.

Þeir sem einkavæddu bankanna bera pólitíska ábyrgð á tapi Samvinnutryggingarsjóðs og lífeyrissjóðanna.

Kv. BLG.

Bjarni Líndal Gestsson, 12.8.2009 kl. 01:02

11 identicon

Ég er ekki í flokki með Baugi né Jón Ásgeiri . Bara verzlaði í bónus.

Ég er ekki flokksbundinn eins og þú.

Þessir menn sem settu landið á hausin sumir þeirra eiga Framsóknarflokkinn aðrir eiga Sjálfstæðisflokkinn og sumir þeirra halda að þeir eiga Samfylkinguna.

Hvernig er hægt að vera í flokki með mönnum sem komu að þessu og mönnum sem mjólkuðu fyrirtæki í eigin þágu, það skil ég ekki?

Ef það er ekkert vandamál fyrir þig að vera eign þessara valdamanna innan Framsóknarflokksins þá ert

þú engu skárri en þeir. Þessi nýji Framsókn sem menn tala um er bara á yfirborðinu. Hvað gerðist í Reykjavíkurborg?

Þessir menn ráða öllu sem þeir vilja innan Framsóknarflokksins en þar sem sá flokkur hefur engin völd eins og er þá sérst lítið í það vald.

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband