Icesave-málið og Ögmundur.

Heyra mátti á Ögmundi Jónassyni fráfarandi heilbrigðisráðherra í Kastljósinu í gærkvöld, að hann hafi fallið fyrir fölskum vilja  stjórnarandstöðunnar að leysa Icesave-málið. Það er deginum ljósara að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu allt kapp á að tefja málið á Alþingi í sumar, og knúðu fram fyrirvara á samþykki ríkisábyrgðar, sem augljóslega yrðu ekki samþykktir af Hollendingum og Bretum.

Enda var það tilgangurinn að ríkistjórnin yrði að segja af sér í kjölfarið. Það sem undirstrikar þetta álit mitt er, að þingmenn flokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins á þinginu, eftir að hafa sett mark sitt á frumvarpið í Fjárlaganefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að þeir sætu hjá vegna þess að þetta væri alfarið mál ríkistjórnarinnar að leysa. Hún á að taka hann á orðinu og semja við Hollendinga og Breta um viðeigandi lausn á málinu án samráðs við sjálfstæðismenn, og hraða því samkomulagi í gegnum þingið með meirihlutavaldi stjórnarflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn málaði sig út í horn með hjásetu sinni og ummælum formannsins.

 Framsóknarflokkurinn virðist eiga erfitt með að hætta elta Sjálfstæðisflokkinn í því að reyna fella ríkistjórnina, og er því ekki samráðshæfur í Icesave-málinu.

 


mbl.is Icesave-athugasemdir víðtækari en fram hefur komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Bjarni.  Alþingi er búið að afgreiða þetta mál og það er framkvæmdavaldsins að fara að þeim lögum. 

Ögmundur er gegnheill maður.  Meira en hægt er að segja um þitt lið.

Sigurður Jón Hreinsson, 1.10.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Sigurður.

Það er rétt hjá þér Alþingi er búið að afgreiða málið og klúðra því. 

 Sæll Sigurður.

Það er rétt hjá þér Alþingi er búið að afgreiða málið, og klúðra því. Annað hvort ætlum við að borga þessa skuld, eða ekki. Það er búið að ákveða að borga, hvað sem líður fyrirvörum Alþingis. Stjórnarandstöðunni er ekki treystandi til að taka á málinu af ábyrgð. Það sýndi sumarþingið ótvírætt með málþófi stjórnarandstöðunnar og kröfum um endalausar innkallanir (sér)fræðinga til Fjárlaganefndar. Barist var með kjafti og klóm að ganga þannig frá málinu að Hollendingar og Bretar myndu seigja nei, og að stjórnin félli í kjölfarið. Ekki segja mér að stjórnarandstaðan hafi unnið af heilindum í sumar, ég fylgdist með umræðum á Alþingi og gerði mér ljóst hvert takmarkið var.

Þið Framsóknarmenn viljið ekki borga, sem þýðir að skuldin yrði innheimt eftir öðrum leiðum, án greiðsluaðlögunar og þeim vöxtum sem nú eru í samningnum, auk innheimtukostnaðar. Auk þess myndum við loka okkur af gagnvart samskiptum við aðrar þjóðir. Einn Framsóknarmaður í Norska þinginu getur ekki ákveðið að lána okkur peninga. Það liggur fyrir að lánið frá Norðmönnum er skilyrt Icesave, eins er með aðrar þjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Ögmundur er heiðursmaður, en virðist vera trúgjarn pólitíkus, ef hann heldur að hægt sé að ná samstöðu í Þinginu um lausn þessa máls. Það er full reynt.

Þess vegna verður ríkistjórnin að taka af skarið, semja um breytingar á ríkisábyrgðarlögunum leggja fyrir Þingið og takamarka þann tíma sem þingið fær það til afgreiðslu. Þá kemur í ljós hvort grænliðar í VG séu tilbúnir til að afhenda stjórnartaumana í hendur stjórnarandstöðunni.

Bjarni Líndal Gestsson, 3.10.2009 kl. 13:21

3 identicon

Sæll Bjarni.

Ég segi eins og þú, það er búið að ákveða að borga.

 En meinið verður alltaf hjá sendinefnd Svavars og hans samningamanna. Þar fór allt úr böndunum, að mínu mati.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 16:34

4 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Bjarni.

Þú veist vonandi að heimurinn er ekki svart-hvítur.  Það eru ekki bara vondir karlar í stjórnarandstöðunni og góðir karlar í stjórn.  Og hefur aldrei verið þannig.  Enginn hefur algerlega rétt fyrir sér og fáir algerlega rangt fyrir sér.

Það kann vel að vera að Íslendingar neyðist til að borga sukk bankamanna vegna Icesave og viðlíka vitleysu.  Hinsvegar eru samningarnir við Hollendinga og Breta ekki gallalausir eins og þeir voru gerðir.  Þeir skánuðu þó í meðferð Alþingis. 

Ábyrgð á skuldum Icesave er hinsvegar ekki algerlega Íslendinga.  Fjármálaeftirlit Bretlands og Hollands bera líka ábyrgð.  Og Bretar bera mikla ábyrgð á því hvernig fór með beitingu hryðjuverkalaga á Íslendinga.  OG að möguleikum Íslendinga á málsókn vegna þess er eytt með Icesave-samningunum.  Það eitt og sér gerir samningana óásættanlega.

Sigurður Jón Hreinsson, 4.10.2009 kl. 11:23

5 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sælir báðir tveir og þakka ykkur innlitið. Sigurður minn samningnum var ekki breitt í meðferð Alþingis, heldur voru settir óaðgengilegir fyrirvarar  fyrir ríkisábyrgð.

Sá sem veldur skaða viljandi sem óviljandi ber ætíð ábyrgð á, að bæta fyrir hann. Við sem þjóð berum ábyrgð á okkar stjórnvöldum, sem einkavæddu Landsbankann og afhentu hann fjárglæframönnum sem höfðu ekkert vit á bankarekstri.

Að Bretar beittu okkur hryðjuverkalögum á að vera geymt, en ekki gleymt.

Bjarni Líndal Gestsson, 5.10.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband