Afköst Alþingis.

Það væri synd að segja að afköst Alþingis séu mikil þessa daganna. Stjórnarandstaðan heldur uppi málþófi um ríkisábyrgð vegna icesave samningsins, og misnotar þingsköp til að tefja fyrir málinu. Þrátt fyrir margra mánaða þras hefur stjórnarandstaðan enga aðra lausn en að fresta málinu. Þegar hlustað er á stjórnarandstöðu þingfólkið, fær maður á tilfinninguna að þetta ágæta fólk haldi að við Íslendingar getum einhliða ákveðið hvernig samningurinn eigi að hljóða. En svo er ekki, Bretar og Hollendingar eru  viðsemjendur okkar, hvort sem okkur líkar betur eða ver. Þeir voru sterki aðilinn við samningaborðið og höfnuðu dómstólaleiðinni sem var okkar eina von. Sú von var þó veik, því líkurnar á að dómstólar hérlendis sem erlendis myndu dæma okkur í vil voru því miður afar litlar. Og eftir að dómur hefði fallið okkur í óhag, hefði samningsstaða okkar versnað um allan helming.
 
Haft var eftir Ingibjörgu Sólrúnu í fjölmiðlum fyrir stuttu, að Íslendingar hefðu sest við samningaborðið sem sakamenn og mátti skilja hana þannig, að með því hefði ekki náðst betri samningar. Sannleikurinn er nú einu sinni sá að Íslensku samninga mennirnir voru fulltrúar sakamanna. Þeir voru mættir til að semja um að skila illa fengnu fé, sem vinir Davíðs og að öllum líkindum meðlimir Sjálfstæðisflokksins og fjárhagsleg stoð hans, höfðu svikið  út úr sparifjáreigendum í Hollandi og Bretlandi með gylliboðum um ávöxtun.
 
Stjórnarandstaðan kveinkar sér yfir að þurfa sitja fram á nótt vegna eigin málþófs. Fjármálaráðherra sagðist ekki óska þess að lenda á sjó eða sauðburði með þeim sem ekki vilja vinna fram á kvöld. Hann myndi þá væntanlega ekki vilja lenda í sjávarháska með þessu ágæta fólki. Hætta væri á, að engin kæmi sér saman um hvernig best væri að bjarga sér í land. Þrátt fyrir þá staðreynd að Þjóðarskútan er löskuð, neitar stjórnarandstaðan að horfast í augu við þá staðreynd að lengra verður ekki komist með icesave, og nauðsynlegt að snúa sér að öðrum málum til bjargar skútunni.
 
Auðvitað vill engin Íslendingur greiða icesave-skuldina, og ekki síður alltof háa vexti, en lengra verður ekki komist með þetta mál, og því verður að ljúka svo Alþingi komist í eðlileg afköst og geti fjallað um, og afgreitt brýnustu mál fyrir jól.
 
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki vikið sér undan því, að bera undirliggjandi ábyrgð á icesave-málinu og  fégræðgivæðingu sem spratt upp úr frjálshyggjustefnu flokksins á valdatíma hans og Framsóknar. Því hvílir sú ábyrgð á honum flokka mest, að leysa þjóðina út úr vandanum, og hætta að tefja fyrir björgunarliðinu á Alþingi. Framsóknarflokkurinn lét teyma sig inn í frjálshyggjuna og væri honum sæmt að því, að hætta stuðningi sínum við Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu.

mbl.is Icesave-málið rætt fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmungar Ísafjarðar í sjávarútvegi á kvótatímabilinu.

Fyrirsögn á frétt hjá Skutull.is í gær segir allt sem segja þarf um útreið Ísafjarðarbæjar í sjávarútvegi eftir að framsal kvótans var leifð. En fyrirsögnin er svona:

               Aflaheimildir í Ísafjarðarbæ hafa dregist saman um þriðjung á átján árum

                og tvö af hverjum þremur störfum við fiskveiðar hafa tapast.

Vitnað er í greinagerð með umsókn um byggðakvóta, sem lögð var fram í bæjarráði Ísafjarðarbæjar. Þar kemur fram að árið 1991 var 6,7% aflaheimilda á landinu niðurkomnar hjá útgerðum í Ísafjarðarbæ, en nú er hlutfallið 4,7%.

Úthlutað aflamark í þorski var 29 þúsund tonn, en er nú 12.300 tonn. Afleiðing, fækkun íbúa í þeim byggðalögum sem mynda Ísafjarðarbæ úr 4.894 árið 1991 í 3.968 um síðustu áramót.

Þar kemur líka fram að atvinnutekjur af fiskveiðum á Vestfjörðum hafa lækkað um 36% frá árinu 1998 til 2005, á meðan atvinnutekjur af fiskveiðum á landinu öllu lækkuðu um 16%. Þá hefur starfandi mönnum við fiskveiðar á Vestfjörðum fækkað á síðustu tíu árum úr 860 í 520, eða um 40%, á meðan að sjómönnum á landinu öllu hefur fækkað um 16%. Samdrátturinn er meiri ef bara er litið á Ísafjarðarbæ og mestur ef litið er á Ísafjörð, sem tapaði tveimur af hverjum þrem störfum við fiskveiðar á árabilinu 1998 til 2003.

Síðan er gerð grein fyrir tapaðri hlutdeild aflamarks í hverju byggðarlagi innan Ísafjarðarbæjar frá árinu 1991. Ísafjörður úr 4,2% í 2,2% nú. Þingeyri úr 1,3% í 0,7% nú. Flateyri úr 0,7% í 0,1% nú. Suðureyri úr 0,6% í 0,4% nú. Hnífsdalur úr 1,7% í 1,4% nú.

Hér líkur tilvitnun í frétt Skutull.is.

Ljóst má vera af framanskráðu hve illa Ísafjarðarbær hefur farið út úr kvótakerfinu, einkum eftir að framsalið komst á. Þær skerðingar sem eru umfram landsvísu, má skrifa á sölu kvóta úr bænum. Þrátt fyrir að í lögum um framsalið er ákvæði um að sveitarfélögin eigi forkaupsrétt á þeim kvóta sem boðinn er til sölu, hefur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ekki talið sér fært að nýta sér þann rétt. Áhuginn hefur heldur ekki verið fyrir hendi, að reyna fjármagna slík kaup, þrátt fyrir augljósan hagnað af slíkum  til framtíðar. Reyndar var stór hluti kvótans vélaður burt úr bænum með aðstoð þáverandi bæjarstjóra, sem var stjórnarformaður þess útgerðafyrirtækis sem naut góðs af sameiningu við Hrönn h.f. Sameining, það er sú leið sem útgerðir fundu til að komast hjá því að bjóða sveitarfélögum forkaupsrétt samkvæmt lögum. Sameiningunni fylgir loforð um að skipið sem kvótinn er skráður á, verði áfram gert út frá viðkomandi sveitarfélagi. Loforðið svikið eftir mátulegan umþóttunar tíma, og kvótinn þar með komin í annað byggðalag án þess að lögum um forkaupsrétt  sé fullnægt.

Það er til vansa að núverandi bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar skulu hafa síðast liðið vor lýst yfir stuðningi við kvótakerfið eins og það er í dag, og andstöðu við fyrirhugaðar innkallanir á kvótanum. Þegar Ísafjarðarbær og Vestfirðir allir þurfa mest á því að halda að núverandi ástsandi í fiskveiðimálum verði breitt. Þar fóru saman sérhagsmunir og flokkspólitísk hollusta, en ekki hagsmunir bæjarfélagsins.

 


Hlutverk lífeyrissjóðanna.

Vegna vaxandi eftirspurnar eftir fjármagni lífeyrissjóðanna, er rétt að mynna á hlutverk þeirra í samfélaginu. En það er, að greiða sjóðfélögum sínum ellilífeyrir til æviloka á aldursbilinu 62ja til 70 ára, eftir því sem viðkomandi sjóðfélagi velur. Það er að segja skerta lífeyrir frá 62ja til 67 ára aldurs, og hækkaðan lífeyrir frá 67 til 70 ára. Óskertur ellilífeyrir er greiddur frá og með 67 ára aldri.

Örorkulífeyrir eiga sjóðirnir að greiða, verði sjóðfélagi fyrir slysi eða veikindum sem valda honum orkutapi sem svarar til örorku 50% eða meir. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum á viðkomandi sjóðfélagi rétt á framreikningi áunninna réttinda sinna síðustu 4 árin fyrir orkutap, til 67 ára aldurs.

Makalífeyrir við fráfall sjóðfélaga, sem nemur 50% ellilífeyrisréttinda sjóðfélagans ásamt framreikningi ef fráfall hans hefur orðið fyrir 67 ára aldur. Greiðsla makalífeyris er tímabundin, en þó aldrei styttri en þar til yngsta barn er orðið 20 ára.

Barnalífeyrir greiðist þeim börnum eða kjörbörnum sem ekki hafa náð 18 ára aldri við fráfall foreldris sem greidd  hefur í sjóðinn eða notið örorku- eða ellilífeyris úr honum.

Að framan rituðu má ljóst vera að skuldbindingar sjóðanna eru miklar, bæði til nútíðar og framtíðar. Ávöxtun á iðgjöldum sjóðfélaganna er því mikilvæg, enda stendur hún að miklu leiti undir lífeyrisgreiðslum.

Þeir sem sækjast eftir að höndla með þessa peninga, hvort sem það eru ríkissjóður, sveitarfélög eða fyrirtæki, verða tryggja lífeyrissjóðunum bæði örugga endurgreiðslu og góða ávöxtun. Í raun kemur sjóðunum ekkert við hvort peningarnir eru notaðir í byggingu landsspítala, umferðamiðstöðvar, lagningu vega, eða endurreisnar fyrirtækja, ef ávöxtun er ásættanleg og örugg trygging liggur fyrir afborgunum vaxta og endurgreiðslu. Ef þessum skilyrðum er fullnægt er ekkert því til fyrirstöðu að sjóðirnir láni fjármagnið til margra ára.

Miklar áhættu fjárfestingar hjá lífeyrissjóðunum heyra vonandi sögunni til, eftir stórfalt tap vegna fjármálahrunsins á síðasta ári.


Verðmunur í verslunum.

Í nýrri verðkönnun ASÍ kom í ljós mikill verðmunur á ávöxtum og grænmeti milli verslana. Munurinn var allt upp í 287% á rauðum eplum. Það er ekki óalgengt að verðmunur á milli verslana sé óhóflegur á einstökum vörutegundum.

Það er kominn tími til að  yfirvöld krefji verslanir um útreikninga þeirra á verðlagningu vörutegunda sem skera sig svona úr í verði, eins og rauðu eplin hjá 10-11. Það er ekki lýðandi að verslanir ræni viðskiptavini sína á þennan hátt.

Í kjölfar verðkannanna verður að koma rannsókn á óeðlilegum verðmun.


mbl.is Mikill verðmunur á ávöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

´´Sjávarútvegur og samstaða´´


Þessi fyrirsögn er á pistli Stakks í síðasta tölublaði Bæjarins besta á Ísafirði. Mínar fínustu taugar fara í hnút þegar ég sé blaðagreinar eða heyri áhrifa fólk í vestfirsku samfélagi mæra kvótakerfið í sjávarútvegi. Enginn landshluti hefur farið jafn illa út úr kvótakerfinu og Vestfirðir. Vestfirðingar voru þeir einu sem höfðu einhverja veiðireynslu í grálúðu þegar hún var sett í kvóta. Þrátt fyrir það var kvótanum dreift um landið og vestfirskar útgerðir sátu eftir með lítinn hluta grálúðukvótans.

Eftir að frjálsa framsalið var lögfest,  hefur það stór hluti kvótans verið seldur burt af svæðinu, að sjávarbyggðirnar á Vestfjörðum eru rústir einar, miðað við það sem áður var. Fjöldi fólks sem hafði atvinnu af sjávarútvegi farið burt, og líka þeir sem seldu kvótann, og urðu ofsa ríkir á heimsku þeirra stjórnmálamanna sem létu LÍÚ plata sig til að lögfesta framsalið. Engum dettur í hug að álasa þeim mönnum sem nýttu sér þessar aðstæður, enda margir hverjir búnir að skila góðu verki í sinni heimabyggð. Hver hefði ekki nýtt sér þessa arfa vitleysu sem skapaðist?

Ég ætla aðeins að gípa niður í pistil Stakks: ´´Hér hafa verið dugandi sjómenn og fiskvinnslufólk, sem hvergi hafa dregið af sér og eiga ekki skilið að ráðskast sé með óvarlegum hætti með undirstöðu byggðar á Vestfjörðum.´´

Mikið rétt, en undirstaða byggðar á Vestfjörðum hrundi þegar framsalið á kvótanum var leift, þá töpuðu fjöldi sjómanna og enn fleira fiskvinnslufólk atvinnu sinni, en kvótahafar stungu hundruðum milljóna króna í vasanna.

Áfram skrifar Stakkur:´´Mikil fjárfesting liggur í kvóta útgerðarfyrirtækja og fiskvinnsluhúsum. Að tala um grátkór á þessum tíma þegar atvinnu vantar og verðmætasköpun er lífsnauðsynleg er út í hött.´´

Einn er sá vandi sem kvótakerfið hefur skapað er skuldsetning sjávarútvegsfyrirtækja, þrátt fyrir að stærri útgerðir á Vestfjörðum reka sína starfsemi að stórum hluta á gjafakvóta. Ákafinn við að ryðja sem flestum smærri útgerðum út úr greininni hefur meðal annars skapað þessa skuldastöðu, jafnframt því að geta hagnast á útleigu kvótans. Þessi hvati hefur valdið því að hér á Vestfjörðum hefur lítil sem engin endurnýjun farið fram á stærri skipum flotans. Talandi um ummæli félagsmálaráðherra um grátkór útvegsmanna, er það staðreynd að  fyrrverandi formaður LÍÚ Kristján Ragnarsson sem jafnframt er guðfaðir kvótakerfisins, skapaði þennan kór sem hefur sungið síðan. Engin fyrirtæki nema þá Álverin hafa hagnast eins mikið á gengi krónunnar eins og sjávarútvegsfyrirtækin. Þau hafa þess vegna góð skilyrði til að greiða niður skuldir sínar, ef forsvarsmenn þeirra hefðu ekki hugann við að sölsa undir sig sem mest af kvótanum.

Og en skrifar Stakkur:  ´´Vestfirðingar sem hafa áratugum saman lagt sitt af mörkum í þjóðarbúið og ekki verið kvartsarmir. Þó hefur kvóti verið af mönnum tekin að ráði Hafrannsóknarstofnunar vegna sjónarmiða sem byggjast á verndun fiskstofna. Þetta höfum við látið yfir okkur ganga bótalaust.´´

Undir þetta tek ég heilshugar, en mynni á að kvótakerfið var sett á til að vernda og byggja upp fiskstofnana. Reynslan sýnir að kerfið hefur engu skilað í því efni, ef marka má útreikninga Hafrannsóknarstofnunar ( sem flestir draga í efa að gefi rétta mynd af ástandinu ), og eingöngu skilað þeim árangri, sem braskað hafa með kvótann. LÍÚ hefur ávalt stutt Hafró í hennar álitsgerðum, enda þíðir mynni kvóti hærra sölu- og leiguverð.

Að lokum skrifar Stakkur: ´´Að þola bótalaust skerðingu þar sem verðmæti er greitt hefur verið fyrir eru tekin til baka er engu líkara en að heildsalinn komi í búðina og taki vöru sem hann hefur selt og fengið greitt fyrir aftur og gefi þeim sem eru honum þóknanlegri.´´

Þetta er ekki sambærilegt. Kaupmaðurinn hefur engan hag af því að liggja með vöruna þar til heildsalinn kemur aftur, en útgerðin er búin að hagnast á því að veiða þann fisk sem kvótinn vísar til, og hafi útgerðin greitt fyrir kvótann ( sem er ekki í öllum tilvikum )var sú greiðsla afhent kollega, en ekki ríkinu, og veitti henni aðeins  rétt á að veiða aftur og aftur viðkomandi magn sem kvótinn vísar til, en ekki eignarétt til eilífðar.

Innköllun á kvótanum eins og stjórnvöld hafa lagt upp með er óraunhæf. Sársaukaminnst væri að gera eins og gert var á árum áður, þegar sjávarútvegurinn pantaði gengisfellingu hjá viðkomandi ríkistjórn, að þá var gengið fellt á einni nóttu. Eins ætti að gera við innköllun á kvótanum, og leifa mönnum að halda áfram veiðum eins og ekkert hafi í skorist, gegn vægu gjaldi hvert kíló til ríkisins ( Auðlindasjóð ). Nauðsynlegt er að tvöfalda það magn sem veiða má í dag, þjóðin þarf á því að halda að sú áhætta sé tekin, og útgeriðin til að veiða upp í skuldir, og auka atvinnu.

 

 

 

 


Eigum við að borga Icesave?

Ef við hugsum okkur að Breskur banki hafi opnað útibú í Reykjavík, og boðið Íslendingum að leggja peninga inn á öruggan innlánsreikning, með hærri vöxtum en innlendir bankar bjóða. Bankinn komist í greiðsluþrot og ekki getað greitt út innistæðurnar, en ríkissjóður Íslands gripið inn í, og greitt þær út.

Spurningin er hvort við Íslenskir skattgreiðendur hefðum krafið okkar ríkistjórn um að innheimta af Bretum þessi fjárútlát. Ef svarið er já, ber okkur siðferðisleg skylda að greiða Icesave-skuldina.

Líka má benda á að stjórnendur og eigendur Landsbankans gerðu þjóð sinni þann grikk,að reka bankastarfsemi í Bretlandi og Hollandi sem útibú, en ekki dótturfyrirtæki, sem hefði komið ábyrgðinni á tryggingarsjóð innstæðueigenda viðkomandi landa. Regluverkið er ekki meira gallað en það.

Samningurinn sem gerður var milli landana um endurgreiðslu Íslenska tryggingarsjóðsins, var ásættanlegur. Óttinn um að þessar þjóðir gangi svo hart fram í innheimtunni að ekki verði hægt að semja um greiðslufrest eða lengingu lánstímans er ástæðulaus. Enda skilst mér að það sé gert ráð fyrir því í samningnum, að ef við lendum í erfiðleikum með greiðslur, sé sest að samningaborði á ný.

Það er niðurlægjandi fyrir okkur Íslendinga hvernig Alþingi hefur meðhöndlað þetta mál. Tafið framgang þess með fyrirvörum á ríkisábyrgðinni, sem vita mátti að viðsemjendur okkar myndu ekki geta sætt sig við. Nú er málið komið fyrir Alþingi á ný, og vonandi til endanlegrar afgreiðslu.

Við verðum að fara komast út úr þeirri stöðnun sem þetta mál hefur valdið okkur, svo að hjól atvinnulífsins geti farið að snúast á ný. Segja má að tafir á lausn Icesave-deilunnar hafi haldið þjóðinni í gíslingu, vegna afstöðu AGS og þeirra þjóða sem lofað hafa okkur lánum, svo ekki sé minnst á stjórnarandstöðuna á Alþingi Íslendinga.


mbl.is Icesave til fjárlaganefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bygging hjúkrunarheimila (í skoðun).

Þetta er ánægjuleg frétt svo langt sem hún nær. Það sem fer orðið í taugarnar á mér, er sú árátta hjá þessari annars ágætu ríkistjórn, að hafa allt í skoðun, í stað þess að taka ákvarðanir fljótt og vel.

Vonandi verður Árni Páll jafn fljótur að taka ákvörðun í þessu máli, og þegar hann fyrstur allra ráðherra í ríkistjórninni ákvað að skera niður í sínu ráðuneyti, með því að skerða lífeyrir eldriborgara 1.júlí s.l. Svo ég tali ekki um að skila ekki almennum launahækkunum til þessa hóps, eins og honum ber samkvæmt lögum.

Ef hann bregst fljótt við, og heimilar byggingu hjúkrunarheimila strax, mun ég fyrir mitt leiti fyrirgefa honum aðför hans að hagsmunum eldriborgara á þessu ári.

þá vil ég benda núverandi meirihluta í bæjarstjórnar Ísafjarðarkaupstaðar á, að nú er lag fyrir þá að krefjast byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði eins og lofað var af fyrri ríkistjórn. Þau þurfa ekki halda pólitískum hlífðarskyldi fyrir þessa ríkistjórn eins og þá fyrri, þar sem þeirra flokkar eru nú í stjórnarandstöðu á Alþingi.

Krafan er eitt gott rými fyrir hvern einstakling á hjúkrunarheimili fyrir aldraða.

 

 


mbl.is Bygging hjúkrunarrýma í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár pólitískar stefnur á Alþingi.

Ímyndunar pólitík hefur bæst við hægri og vinstri pólitík á Alþingi. Þessi nýja stefna virðist vera þverpólitísk, og ná inn í alla flokka á Alþingi. Hún felst í því, að ótrúlega margir þingmenn ímynda sér: Að við eigum ekki að borga Icesave-skaðann, ekki semja við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, ekki taka önnur lán erlendis, ekki nýta auðlindir okkar með því að virkja og veiða meiri fisk, ekki  reisa álver á Bakka og helst að stöðva uppbyggingu álversins í Helguvík, og hægt sé að reka þjóðarbúið með ferðaþjónustu.

Raunveruleikinn er aftur á móti sá, að við verðum að borga, semja, þiggja þau erlendu lán sem eru í boði, nýta allar okkar auðlindir, klára  álverin í Helguvík og Bakka og að fjölga ferðamönnum.

Vonandi er það ímyndun, en mér finnst eins og þessi nýja stefna í pólitík sé mest áberandi hjá alþingiskonum, svo ég tali ekki um hina ungu forustumenn Framsóknarflokksins.


Kostnaður vegna þingmanna sem hættu.

Samkvæmt þessari frétt, er sótt um aukafjárveitingu á fjáraukalögum fyrir þetta ár, til að greiða þingmönnum  biðlaun og aðrar greiðslur vegna þess að þeir hættu á Alþingi í kjölfar kosninganna í vor. Ég vil gera greinarmun á því, hvort fólk hættir á Alþingi af frjálsum og fúsum vilja, eða fellur í kosningum. Annars vegar er viðkomandi að segja upp vinnu sinni hjá þjóðinni. Hins vegar er það þjóðin sem segir viðkomandi upp störfum.
 
Ef þjóðin rekur fólk úr starfi þingmanns með því að  fella það í kosningum, eru biðlaun sanngjörn í 1 - 3 mánuði. Í hinu tilvikinu eiga engin biðlaun að koma til, enda viðkomandi búin að ráða sig í annað starf í flestum ef ekki öllum tilvikum.
 
Þingmenn mættu líta sér nær þegar verið er að skera niður útgjöld ríkisins. Minna má líka á ,að mótframlag ríkisins í lífeyrissjóð þessa fólks, er 50 - 60% hærra en hjá öðrum atvinnurekendum, vegna ríkisábyrgðar á Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna.

mbl.is 95 milljóna kostnaður vegna þingmanna sem hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave-þolinmæðin þrotin.

Þingflokksfundur Vinstri grænna stendur nú yfir þegar þetta er ritað. Þeim eru sendar góðar óskir um sátt og samlindi, og að þau sýni okkur hinum stjórnarsinnum, að boðuð vinátta þeirra í millum bjargi stjórnarsamstarfinu.

Þau verða átta sig á því að þolinmæðin útaf Icesave er þrotin. Við sem tilheyrum þeim hópi þjóðarinnar, sem gerðu sér strax grein fyrir því, að við yrðum að bæta sparifjáreigendum í Hollandi og Bretlandi, þann skaða sem þeir urðu fyrir vegna stjórnvaldsákvarðana við einkavæðingu Landsbankans, krefjumst þess að málið verði leyst. Þannig að þau lán sem okkur hefur verið lofað erlendis frá, fari að skila sér. Svo hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftum, lækka stýrivexti og styrkja krónuna.

Auðvitað verðum við að greiða þessi lán niður eins hratt og mögulegt verður, til að draga úr vaxtakostnaði og vinna okkur út úr erfiðleikunum. Til þess þurfum við ekki bara að skera niður og hækka skatta, heldur líka auka gjaldeyristekjur. Fljótlegasta leiðin er að fiska meira og minka atvinnuleysið um leið.

Áfram nú Vinstri grænir og Samfylking.


mbl.is Búist við löngum fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband