Icesave-þolinmæðin þrotin.

Þingflokksfundur Vinstri grænna stendur nú yfir þegar þetta er ritað. Þeim eru sendar góðar óskir um sátt og samlindi, og að þau sýni okkur hinum stjórnarsinnum, að boðuð vinátta þeirra í millum bjargi stjórnarsamstarfinu.

Þau verða átta sig á því að þolinmæðin útaf Icesave er þrotin. Við sem tilheyrum þeim hópi þjóðarinnar, sem gerðu sér strax grein fyrir því, að við yrðum að bæta sparifjáreigendum í Hollandi og Bretlandi, þann skaða sem þeir urðu fyrir vegna stjórnvaldsákvarðana við einkavæðingu Landsbankans, krefjumst þess að málið verði leyst. Þannig að þau lán sem okkur hefur verið lofað erlendis frá, fari að skila sér. Svo hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftum, lækka stýrivexti og styrkja krónuna.

Auðvitað verðum við að greiða þessi lán niður eins hratt og mögulegt verður, til að draga úr vaxtakostnaði og vinna okkur út úr erfiðleikunum. Til þess þurfum við ekki bara að skera niður og hækka skatta, heldur líka auka gjaldeyristekjur. Fljótlegasta leiðin er að fiska meira og minka atvinnuleysið um leið.

Áfram nú Vinstri grænir og Samfylking.


mbl.is Búist við löngum fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband