Sjóðurinn tæmist..............

Hvernig væri að rýmka aðeins til á vinnumarkaðnum með því að greiða þeim sem eru orðnir 67 ára og eldri lífvænleg eftirlaun?  Til dæmis mætti skilyrða hærri eftirlaun frá Tryggingastofnun við það að viðkomandi hætti vinnu. Gaman væri að vita hve mörg störf myndu lostna við slíka aðgerð. Hvert prósent  færri atvinnulausra er þjóðfélagslega dýrmætara, en hækkun eftirlauna til þeirra sem skilað hafa sínu ævistarfi. Einkum þegar um er að ræða unga einstaklinga sem ekki hafa atvinnu, og geta haft varanlegan skaða af.

mbl.is Sjóðurinn tæmist á næsta ári að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álit Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Ég vil byrja á því að taka fram, að ég hef ekki lesið umrætt álit. Ég heyrði einhverstaðar útundan mér að megin niðurstaðan hafi verið, að lífskjör muni versna og fólk flytja úr landi í auknum mæli. Ef þetta er rétt er augljóst að ósk um álit frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands varð eingöngu til að tefja afgreiðslu málsins, og tefja afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á næsta lánapakka.

Íslensk alþýða þurfti ekki álit hagfræðinga Háskólans til að boða okkur versnandi lífskjör vegna mikilla skulda þjóðarinnar. Við sem eldri erum gerðum okkur strax í upphafi bankahrunsins grein fyrir því. Okkar ágæti félagsmálaráðherra brást snarlega við og skerti lífskjör okkar eldriborgara til að mæta aukinni skuldsetningu þjóðarinnar.Reyndar eru almannatryggingarnar að fá endurgreitt of greiddan lífeyri, sem nemur skerðingunni, og tvöfaldar þannig sparnaðinn.

Raunhæfasti kosturinn er að auka tekjur þjóðarinnar með því að taka þá áhættu að veiða meira. Stofna auðlindasjóð og setja í hann 100.000 þorskígildistonn og leigja út.

 

 

 


mbl.is Staðfestir heildarmyndina um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja ára vinna til einskis.


Svona fór nú það. Tveggja ára vinna endurskoðunarnefndar almannatrygginga hent út um gluggann. Skilja má á viðtali við félagsmálaráðherra í Morgunblaðinu í dag, að engar forsendur séu fyrir því að fara að tillögum nefndarinnar. Ekki vil ég trúa því að það hafi verið ætlun Jóhönnu þegar hún skipaði þessa nefnd og setti henni starfsreglur, að hundsa niðurstöðu hennar á bættum og skilvirkari almannatryggingum. Og hvað skyldi störf nefndarinnar hafa kostað?

Tillögur nefndarinnar á hækkun frítekjumarka á fjármarkstekjur og á greiðslum úr lífeyrissjóðum eru réttlætismál sem löngu eru tímabær, og krepputal afsakar ekki frestun á þeirri niðurstöðu nefndarinnar.

Frítekjumark fjármagnstekna eru nú rúm 8000 krónur á mánuði, þannig að sparifé lífeyrisþega sem er umfram  eina milljón er betur geymt undir koddanum en í banka.( Flestir reyna að eiga fyrir jarðaförinni).

Varðandi frítekjumark lífeyristekna sem munu vera 10.000 krónur á mánuði frá 1.júlí s.l. er það að segja, að nýta sér lífeyrissjóðina til að halda lífeyrisþegum undir fátækramörkum, hefur ætíð verið óásættanlegt. Með því er verið að ræna lífeyrisþegum lífeyrissjóðanna áunnum réttindum.

Frítekjumark atvinnutekna var lækkað 1. júlí s.l. úr rúmum 1.300.000 krónum á ári, niður í 480.000.- Það var réttlætanleg aðgerð miðað við atvinnuleysið sem nú er í landinu. Enn, þá verður að gefa þeim eldriborgurum sem eru komnir, eða komast á eftirlaunaaldur kost á því að fara út af vinnumarkaðnum, með því að tryggja þeim viðunandi lífeyrir.

Mikil eftirvænting hefur verið eftir niðurstöðum nefndarinnar hjá eldriborgurum og öryrkjum. Því er dapurlegt til þess að hugsa, að þær verði hundsaðar og settar niður í skúffu í Félagsmálaráðuneytinu, til brúkunar eftir mörg ár og verða þá væntanlega úreltar.

Haft er eftir félagsmálaráðherra í þessari frétt, ''að unnið verði að heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins í samráði við hagsmunaaðila.''   Ég veit ekki betur að nefndin sem hér um ræðir og Stefán Ólafsson prófessor fór fyrir, hafi verið skipuð hagsmunaðilum og ætlað að skila heildarendurskoðun á kerfinu.

 


mbl.is Vilja hærra frítekjumark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eru þeir að skapa þjóðinni vandræði.

Höfuð stjórnmálaflokkarnir í núverandi stjórnarandstöðu afhentu fjöregg fjármálalífs á Íslandi í hendurnar á ævintýramönnum meðan þeir sátu í ríkistjórn. Núna standa þeir í vegi fyrir endurreisn fjármálakerfisins með því að spila pólitík í Icesave-málinu, eingöngu til að reyna fella ríkistjórnina, sem er að hreinsa upp skítinn eftir þá.

Þeir reyndust hættulegir þjóðinni í ríkistjórn og ætla halda því áfram í stjórnarandstöðu. Enn bera þeir ábyrgð á, að allt siglir í strand vegna ákvörðunar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Það hefur alltaf leigið ljóst fyrir að afhending lána frá AGS, og frá þeim þjóðum sem lofað hafa lánum til Íslands tengjast lausn Icesave-málsins. Það liggur líka ljóst fyrir að við verðum að borga, og það þýðir ekkert að tala um hótanir, þrýsting eða spyrja eftir vina þjóðum vegna þessa máls. Það erum við sem berum ábyrgð á gjörðum ríkistjórnar Davíðs Oddsonar og afleiðingar einkavinavæðingar bankana.

Það er grátlegt að þjóðin skuli standa í þessum sporum vegna frjálshyggjuaðdáunar núverandi stjórnarandstöðu, og ævintýramennsku flokksbræðra þeirra í fjármálum. Þeir fóru í víking til annarra landa og rændu fé, þó það hafi ekki verið ætlunin. Þessum peningum verðum við að skila, ef Ísland á að eiga von til að endurheimta traust á meðal þjóðanna.Það gerum við með því að Alþingi samþykki frumvarpið um ríkisábyrgð, og þiggi þau lán sem samið var um við Breta og Hollendinga til að endurgreiða þeim þetta illa fegna fé.

Síðan þurfa stjórnvöld að tryggja, að eignir þeirra sem ábyrgð bera verði frystar, og gerðar upptækar til að greiða upp í skuldirnar.

 


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listaverkasafn bankanna.

Ef ríkisjóður þarf að leggja bönkunum til fjármagn svo milljörðum skiptir til  endurreisnar, hlýtur sú krafa verða sjálfsögð, að listaverkasafn þeirra verði eign þjóðarinnar í staðin, án annars endurgjalds.

mbl.is Verðmati á listaverkum bankanna ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurskoðunarnefnd almannatrygginga.


Samkvæmt þessari frétt, var Landssamband Eldriborgara að bregðast við skýrslu frá endurskoðunarnefnd almannatrygginga. Ef þetta er sú nefnd sem Jóhanna Sigurðardóttir skipaði sem félagsmálaráðherra í fyrri ríkistjórn, var henni ætlað að koma með tillögur að einföldun kerfisins og hvernig megi draga úr víxl-skerðingum milli lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar. Ef ég skil svar LEB rétt, virðist nefndin hafa snúið sér að því, að finna leiðir til sparnaðar, en ekki að bæta hag ellilífeyrisþega. Þá má skilja á svarinu, að nefndin leggi til að grunnlífeyrir geti fallið niður undir vissum aðstæðum, og að ekki sé meiningin að hækka ellilífeyri í samræmi við hækkun launa á vinnumarkaðnum.

Í síðasta bloggi mínu benti ég á samspil þess að ellilífeyrisþegar komist af fjárhagslega, og geti farið út af vinnumarkaðnum, og minnkað með því atvinnuleysið. Spurningin er hvort sé betra að moka peningum í atvinnuleysistryggingasjóð, eða fjármagna ellilífeyrir frá Tryggingastofnun?

Minna má á, að þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir fyrir nær fjörtíu árum, var þeim ætlað að greiða lífeyrir í viðbót við lífeyrir almannatrygginga og standa með því undir framfærslukostnaði lífeyrisþega. Illa þenkjandi ríkistjórnir þessara áratuga í garð eldriborgara, hafa komist upp með að ræna áunnum réttindum sjóðfélaga lífeyrissjóðanna, með því að skerða lífeyrir almannatrygginga. Því verður ekki trúað að núverandi ríkistjórn ætli að höggva í sama knérunn.

Í það minnsta er ástæða til að félagsmálaráðherra verði við þeirri kröfu LEB að 100.000 króna frítekjumark verði sett á tekjur úr lífeyrissjóðum, áður enn til skerðingar kemur hjá Tryggingastofnun. Aftur á móti er eðlilegt að mínum dómi að minnka frítekjumark atvinnutekna eins og gert hefur verið á meðan að  stórfellt atvinnuleysi ríkir í landinu.

Gerum öldruðum fjárhagslega kleift að fara af vinnumarkaðnum, og minnkum með því atvinnuleysið.

 


mbl.is LEB andvígt því að grunnlífeyrir falli niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að reka eldri borgara út á vinnumarkaðinn.

Háttvirtur félagsmálaráðherra núverandi, ákvað að taka til baka stóran hluta af þeim umbótum sem Jóhanna Sigurðardóttir kom á fyrir ellilífeyrisþega sem félagsmálaráðherra. Með því kom bakslag í rýmkun á vinnumarkaði. Margir sem eru að komast á svo kallaðan ''löggildann'' aldur, munu hætta við að fara út af vinnumarkaðnum, og þeir sem þegar hafa hætt vinnu munu leita þangað aftur.

Það sem gerist við þetta, er að færri störf losna fyrir þá sem eru atvinnulausir og á atvinnuleysisbótum. Því vaknar sú spurning, hvort sé betra að skerða ellilífeyrir og spara hjá Tryggingastofnun, eða moka peningum í Atvinnuleysistryggingasjóð þegar hann tæmist, sem mun verða í haust ef allt fer sem horfir. Það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmara að gera eldriborgurum fært að hætta vinnu og fækka með því atvinnulausu fólki.

Eitt verða stjórnvöld að átta sig á, að æskudýrkun sem hér hefur verið á vinnumarkaði er að dvína, og atvinnurekendur líta öðrum augum á atvinnureynslu eldra fólks, en þrek og úthald hinna yngri, sem vinnumarkaðurinn í mörgum tilvikum þarf ekki eins á að halda og áður vegna tækniframfara. Forsætisráðherrann okkar er gott dæmi um hvað ''löggildur'' eldri borgari getur gert, ef heilsan er í lagi.

Eitt er það sem Jóhanna Sigurðardóttir kom á, og var ekki tekið af nú, er lágmarks trygging tekna ellilífeyrisþega fyrir skatt, sem munu vera 180 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling, og 153.500 fyrir hjón hvort um sig. En því miður er þetta langt undir framfærslukostnaði, sem mun vera nálægt 300 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling. Þannig að hjón rétt ná því að hafa samanlagt sem lágmarkstekjur framfærslukostnað einstaklings. Það gefur auga leið að þessar lágmarks tekjur eru langt frá því að vera fullnægjandi fyrir þá ellilífeyrisþega sem njóta lægstu tekna, sem er stór hópur fólks. Þetta veldur því að þessi hópur og þeir sem hafa ívið hærri laun, halda áfram að vinna meðan heilsan leifir, sem er ekki æskilegt við þær aðstæður sem nú eru á vinnumarkaði.

Nú er það ekki svo, að eldra fólk sé ekki reiðubúið að taka þátt í að endurreisa efnahag þjóðarinnar með því að halda áfram að vinna og gefa frat í eftirlaun Tryggingastofnunar, ef skortur væri á vinnuafli. En svo er ekki, og því meira áríðandi að fólk sem á að vera á vinnumarkaðnum en ekki á bótum, gangi fyrir allri vinnu. Rétt er að geta þess að greiðslur ellilífeyris frá lífeyrissjóðum greiðast að fullu þótt viðkomandi vinni fulla vinnu.

Hluti af atvinnuleysisvandamáli okkar í dag, er að tryggja að ellilífeyrisþegar komist sæmilega af með sín eftirlaun og geti hætt vinnu. Sú kynslóð sem nú er að komast á ellilífeyrisaldur hefur vanist þeim lífsgæðum, að geta rekið og viðhaldið sínu húsnæði, átt og rekið bíl og farið í orlof, en ekki eingöngu haft ofan í sig og tæplega það.

Núverandi ríkistjórn með Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi félagsmálaráðherra sem forsætisráðherra, og lofaði að standa vörð um velferðakerfið, ætti að skoða áhrif þess sem að ofan greinir. Og hvort sé dýrara fyrir ríkisjóð, að auka réttindi ellilífeyrisþega hjá Tryggingastofnun, eða endurfjármagna Atvinnuleysistryggingasjóð þegar hann tæmist.

 


Aðildarumsókn samþykkt.

Ég var þess aðnjótandi að sitja á þingpöllum þegar atkvæðagreiðslan um að leggja inn aðildarumsókn í  ESB fór fram, og vera þar með vitni að einni afdrifa ríkustu ákvörðun sem Alþingi Íslendinga hefur tekið.

Vonandi verður væntanlegur samningur við Efnahagsbandalagið ásættanlegur, en í því efni eru sjávarútvegsmálin þýðingarmest. Ef við höldum ekki yfirráðum yfir fiskimiðum okkar og höldum  einkarétti á veiðum í okkar landhelgi, mun ég greiða atkvæði gegn samningnum.

Athyglisvert var hve margir þingmenn voru hlynntir tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu og ánægjulegt að vita af því, að hér eftir fáum við að kjósa um öll þjóðhagslega mikilvæg mál í framtíðinni. Það er til dæmis löngu tímabært að þjóðin fái að kjósa um kvótakerfið. Vill þjóðin núverandi kvótakerfi við stjórn fiskveiða eða ekki? Stórvirkjanir og einkavæðing á þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum s.s. bönkum vonast ég til að verði ákveðin með þjóðaratkvæðagreiðslu, svo dæmi sé tekið.

 

 

 

 

 


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að láta dómstól dæma okkur til að skila stolnu fé.

Ég sit dolfallinn eftir að haf horft á þáttinn Málefnið endurtekinn á SKJÁEINUM í dag. Davíð Oddsson í sínu drottningar viðtali staglaðist á því að Íslendingar eigi ekki að borga icesave-skuldirnar nema íslenskur dómstóll dæmi okkur til þess. Ég skil ekki hvernig lögfræðingurinn Davíð og hans félagar í Sjálfstæðisflokknum ætlast til þess að dómstóll þó íslenskur sé, dæmi okkur í vil. Hér er um að ræða illa fengið fé frá breskum og hollenskum sparifjáreigendum, aflað með gylliboðum af íslenskum banka með íslenska stjórnendur og eigendur, undir eftirliti Seðlabanka Íslands og íslenska Fjármálaeftirlitsins, innstæðutryggingasjóður stofnaður með íslenskum lögum.

Stundum eru mál þannig að þau eru fyrirfram töpuð og í þessu tilviki yrði það okkur Íslendingum ansi dýrkeypt. Skuldin yrði gjaldfallinn um leið og dómur félli,hvernig borgum við þá. Jú við gætum til dæmis selt allar okkar auðlindir til erlendra aðila, veiðiheimildir á Íslandsmiðum þar með,og dygði jafnvel ekki til.

Nei, samningaleiðin er farsælust og sá samningur sem fyrir liggur ásættanlegur. Það sem gerir hann ásættanlegan er fyrst og fremst sjö ára biðtíminn, rétturinn til að minka höfuðstólinn jafn óðum og eignir Landsbankans innheimtast og ekki síst að geta tekið upp samningsþráðinn að nýu ef greiðslugeta ríkisins verður ekki nægjanleg þegar þar að kemur.

Það er hábölvað að íslenska þjóðin skuli þurfa að skuldbinda sig til borga skuldir, sem stofnað var til af áhættusjúkum mönnum og fégráðugum. Ákvarðanir þeirra um að stofna icesave-reikninganna endaði sem ránsfengur frá almennum sparifjáreigendum í þessum löndum.

Dómstólaleiðina á þjóðin að fara gegn þessum mönnum og gera eignir þeirra upptækar hvar sem þær eru í heiminum, og nota þær til að greiða upp í þessa skuld. Það er ekki ásættanlegt að þeir haldi sínum auði á meðan þjóðinni blæðir um ókomin ár.


Trillukarlar brosa breitt.

Strandveiðarnar fara vel af stað og trillukarlarnir brosa breitt. Líf færist yfir hafnir landsins. Atvinna eykst og þjóðartekjur um leið. Nógur fiskur og menn eiga í vandræðum með að stilla sig af með 800 kílóin. Rifa er komin á spillt fiskveiðistjórnunarkerfi. Allt eins og best verður á kosið.
mbl.is 22 tonn af þorski á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband