Enn eru þeir að skapa þjóðinni vandræði.

Höfuð stjórnmálaflokkarnir í núverandi stjórnarandstöðu afhentu fjöregg fjármálalífs á Íslandi í hendurnar á ævintýramönnum meðan þeir sátu í ríkistjórn. Núna standa þeir í vegi fyrir endurreisn fjármálakerfisins með því að spila pólitík í Icesave-málinu, eingöngu til að reyna fella ríkistjórnina, sem er að hreinsa upp skítinn eftir þá.

Þeir reyndust hættulegir þjóðinni í ríkistjórn og ætla halda því áfram í stjórnarandstöðu. Enn bera þeir ábyrgð á, að allt siglir í strand vegna ákvörðunar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Það hefur alltaf leigið ljóst fyrir að afhending lána frá AGS, og frá þeim þjóðum sem lofað hafa lánum til Íslands tengjast lausn Icesave-málsins. Það liggur líka ljóst fyrir að við verðum að borga, og það þýðir ekkert að tala um hótanir, þrýsting eða spyrja eftir vina þjóðum vegna þessa máls. Það erum við sem berum ábyrgð á gjörðum ríkistjórnar Davíðs Oddsonar og afleiðingar einkavinavæðingar bankana.

Það er grátlegt að þjóðin skuli standa í þessum sporum vegna frjálshyggjuaðdáunar núverandi stjórnarandstöðu, og ævintýramennsku flokksbræðra þeirra í fjármálum. Þeir fóru í víking til annarra landa og rændu fé, þó það hafi ekki verið ætlunin. Þessum peningum verðum við að skila, ef Ísland á að eiga von til að endurheimta traust á meðal þjóðanna.Það gerum við með því að Alþingi samþykki frumvarpið um ríkisábyrgð, og þiggi þau lán sem samið var um við Breta og Hollendinga til að endurgreiða þeim þetta illa fegna fé.

Síðan þurfa stjórnvöld að tryggja, að eignir þeirra sem ábyrgð bera verði frystar, og gerðar upptækar til að greiða upp í skuldirnar.

 


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Síðan þurfa stjórnvöld að tryggja, að eignir þeirra sem ábyrgð bera verði frystar, og gerðar upptækar til að greiða upp í skuldirnar."

Hear Hear !

Fair Play (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband