Frjálslindir fagna þjóðaratkvæðagreiðslu.

Auðvitað hefði forsetinn átt að skrifa undir lögin um ríkisábyrgð á Icesave-skuldinni, en ég verð að taka undir með frjálslindum að lögfesta þarf heimild til að auka rétt þjóðarinnar til að kveða upp dóm í umdeildum málum. Ég vil líka bæta við, að tryggja þarf betur málsskotsrétt forsetans, þannig að Alþingi geti ekki kippt slíkum málum til baka, og komið þannig í veg fyrir að vilji forsetans nái fram að ganga. Hann er þjóðkjörinn á sama hátt og Alþingi, og á að gæta hagsmuna þjóðarinnar gagnvart Alþingi.

Enginn forseti lýðveldisins hefur haft kjark til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar þar til nú, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert það tvívegis. Gott dæmi um mál sem skjóta hefði átt til þjóðarinnar er setning kvótalagana á sínum tíma. Þáverandi forseti hefði mátt grípa í taumana, þar sem ljóst mátti vera að ákvörðun Alþingi var gegn hagsmunum þjóðarinnar. Einkavæðing eða þjóðnýting mikil vægra fyrirtækja fyrir þjóðarbúið á einnig að leggja í dóm þjóðarinnar.

Þrátt fyrir að miklar líkur eru á, að síðasta ákvörðun forsetans um að neita að skrifa undir lög, geti skaðað hagsmuni þjóðarinnar vegna þeirrar tafa sem verða á lausn málsins, verður sú þjóðaratkvæðagreiðsla að fara fram. Ákvörðun forsetans í þessu efni má ekki hindra, og síst af öllu að afnema þennan rétt forsetaembættisins.

Varðandi hótanir um stjórnarslit, verð ég að taka undir með Frjálslindaflokknum að það er ekki rétt að vera með slíkar hótanir, né að krefjast afsagnar forsetans. Eftir að hafa hlustað á Ólaf Ragnar spjalla við blaðamenn á Bessastöðum, þar sem hann benti meðal annars á að slíkar hótanir myndu eyðileggja aukið lýðræði, sem fellst í þjóðaratkvæðagreiðslum um einstök málefni. Þá hef ég skipt um skoðun, þrátt fyrir að hafa haldið því fram að stjórnin ætti að segja af sér ef þjóðin ákveður að fella lögin úr gildi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um einstök mál, eða lög frá Alþingi, mega ekki snúast um stöðu ríkistjórna né forseta.


mbl.is Frjálslyndir fagna þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Gott að sjá Bjarni, að skynsemin er að ná völdum hjá þér.

Bráðlega sér þú líka að sökudólgar þessa máls er ekki íslenska þjóðin.  Þá fattar þú væntanlega líka að skynsemin felst ekki í því að játa á sig annara sök, heldur að berjast fyrir sannleikanum.  Í þessu tilfelli á það eftir að spara okkur gríðarlegann gjaldeyri á komandi árum.

Sigurður Jón Hreinsson, 9.1.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband