Er Framsókn klofin í Icesave-málinu.

Höskuldur Þórhallsson lýsir yfir sigri Framsóknarflokksins vegna ákvörðunar forsetans, að vísa Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu og vill að þjóðin fái að kjósa um málið.

En Sigmundur Davíð formaður flokksins vill breiða samstöðu allra flokka, og hefja viðræður við Breta og Hollendinga að nýju.

Greinilegt er að þessir tveir forustumenn Framsóknarflokksins vilja fara í sitt hvora áttina með málið. Höskuldur vill láta þjóðina ráða í trausti þess að hún felli lögin, og er reiðubúin til að fella ríkistjórnina um leið. En Sigmundur treystir ekki þjóðinni til að taka ákvörðun, enda sýna skoðunarkannanir að meiri hluti er að myndast fyrir því að styðja ríkistjórnina.

Kristján Þór Júlíusson er sendur út á örkina til að boða þann vilja Sjálfstæðisflokksins að mynda breiðu samstöðu Sigmundar Davíðs.

Greinilegt er að allur vindur er farin úr stjórnarandstöðinni og þingmenn þeirra farnir að átta sig á því að málþóf þeirra á Alþingi, og ákvörðun forsetans að staðfesta ekki lögin eru farin að bíta þá sjálfa í afturendann, og þeir gætu setið uppi með málið án þátttöku stjórnarflokkanna.

Verði þeim að góðu.


mbl.is Segir ákvörðun forsetans sigur fyrir framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Ekki gerast glerhústökumaður Bjarni.  Eigum við, ég og þú, ekki að reyna að vera málefnalegir, þó svo að ekki kjósi allir að vera það ?

Sigurður Jón Hreinsson, 9.1.2010 kl. 00:35

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Heill og sæll Sigurður.

Málefnalegir já, það verður ekki sagt um stjórnarandstöðuna sem hefur verið Ragnar Reykhás þessa máls. Ýmist viljað neyta að borga, semja upp á nýtt, fara fyrir dómstóla með málið eða í þjóðaratkvæðagreiðslu, samanber tillögu Péturs H.Blöndal á Alþingi fyrir áramót.

Hvernig sem þjóðaratkvæðagreiðslan fer, skulum við vona að það verði þjóðinni til góðs í framtíðinni. Tafirnar á endurreisn þjóðarinnar vegna framkomu stjórnarandstöðunnar á Alþingi verður ekki bætt, og því best að  leggja þær áhyggjur til hliðar. Endurreisn atvinnulífsins og áframhaldandi atvinnuleysi er borðleggjandi áframhaldandi ástand, sem við skulum gleyma. Skaðinn er hvort sem er skeður, svo er stjórnarandstöðinni fyrir að þakka. Það ágæta lið þarf ekki hafa áhyggjur af atvinnuleysi eða rýrnandi tekjum.

Bestu kveðjur,

Bjarni Líndal Gestsson, 9.1.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband