Bjarni Benediktsson afhjúpar vilja sinn.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við Reuters fréttastofuna að þjóðaratkvæðagreiðslan muni snúast um líf ríkistjórnarinnar. Þar höfum við það, hvert takmark Sjálfstæðisflokksins hefur verið allan tíman sem hann hefur þvælst fyrir ríkistjórninni í lausn Icesave-deilunnar. Hvað ætlar maðurinn að snúast í marga hringi í þessu máli. Greinilegt er að hann er í það minnsta orðinn snar ringlaður.

Í viðtali við sjónvarpið eftir fund Jóhönnu Sigurðardóttur með formönnum allra flokka, lýsti formaður Framsóknarflokksins því yfir, að breið samstaða milli flokkana í málinu kæmi ekki til greina, nema stjórnarflokkarnir lýstu því yfir að Icesave-samningurinn væri óásættanlegur. Eftir að hafa talað fyrir því, að nauðsynlegt væri að ná breiðri samstöðu, slær hann á útrétta sáttarhönd Jóhönnu. Það er fráleitt að ætlast til  afneitunar þessara flokka á samningi, sem þeir hafa undirritað og lýst yfir að séu ásættanlegir, og að lengra verði ekki komist.

Þessi hringlanda háttur formannsins segir manni að tilgangur Framsóknar hafi allan tímann verið sá sami og hjá Sjálfstæðisflokknum að nota Icesave-málið til að fella ríkistjórnina.


mbl.is Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ríkistjórnin er nú ósjaldan búin að segja þetta sjálf og tengja þetta saman, nú síðast Gylfi Magnússon sjálfur sem sagði að ríkistjórnin færi frá ef þessi samningur no. 2 verði felldur af okkur. Svo hann er bara að segja það sem Ríkistjórnin er sjálf búin að gefa út.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.1.2010 kl. 22:10

2 Smámynd: Auðun Gíslason

 

skarfur

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave

11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008

Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar  dynja á núverandi ríkisstjórn.  Svona hófst í raun þessi samningaruna.  Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls!  Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð.  Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!

Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:35

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú snýrð nú faðirvorinu upp á fjandann hér. Bjarni og Sigmundur buðu þeim grið, ef þau fengju rænu og leggðust á sveif með þjóðinni en því var greinilega hafnað á fundinum í stjórnarráðinu í gær. Þá tekur plan A við aftur.  Það er enginn vilji til sátta né samstöðu af hendi ríkistjórnarinnar og það verður hennar banabiti.  Þið getið þá þakkað ykkur fyrir ef Framsókn og Sjálfstæði ná völdum í næstu kosningum. Líklegast verður samt mynduðutanþingsstjórn eða Þjóðstjórn til að byrja með.  Það á að knýja okkur í efnahagslegt og réttarfarslegt fjöldasjálfsmorð og ástæðan fyrir því er áfergja Samfylkingarinnar í Evrópubandalagsaðild, sem ekkert er á leiðinni, enda meirihlutinn gegn henni líka. Þetta fólk hefur misst allt veruleikaskyn. Það er málið. Stjórnarandstaðan er samkvæm sjálfri sér aftur á móti.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 22:47

4 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæl Ingibjörg! Ég hef ekki heyrt Jóhönnu eða Steingrím segja að ríkistjórnin færi frá, ef lögin verða felld úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Gylfi Magnússon getur ekki ákveðið að stjórnin segi af sér, en hann getur hætt sjálfur eins og Ögmundur. Nafni minn Bjarni Ben er búin að tala út og suður í þessu máli, því verður ekki á móti mælt.

Sæll Auðun! Þakka þér fyrir að rifja upp hverjir hófu samningaferlið. Það má ekki gleymast að flokkurinn sem ber pólitíska ábyrgð á málinu, ber einnig ábyrgð á því að farin var samningaleiðin.

Sæll Jón Steinar! Það er ekki rétt að boð þeirra félaga hafi verið hafnað, þó þeir vilji láta líta svo út. Jóhanna sagði eftir fundinn að fundað yrði áfram um hvort hægt væri að ná samstöðu. Engin veit hvað gerist eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, en ég er komin á þá skoðun að hvorki megi stjórnin víkja, eða forsetinn að segja af sér eftir því sem kosningin fer. Ef það gerist er búið að eyðileggja þjóðaratkvæðagreiðslur í framtíðinni.

Að lokum þakka ég ykkur öllum fyrir athugasemdirnar, ég met það mikils að fá viðbrögð við skrifum mínum.

Bjarni Líndal Gestsson, 13.1.2010 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband