Færsluflokkur: Evrópumál

Skoskir sjómenn og makríllinn

Ég er sammála sjómönnum í Skotlandi. Það kemur ekki til greina að íslendingar fái að veiða makríl innan Evrópskrar fiskveiðilögsögu. Enda myndi það kalla á gagnkvæm viðskipti.  En við spyrjum heldur ekki Evrópusambandið að því, hvað við veiðum innan okkar lögsögu, eða hve mikið við veiðum.

 


mbl.is ESB hleypi Íslendingum ekki inn í lögsöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgum ekki ! Gæti orðið Íslendingum dýrkeypt.

Í lögfræðiáliti frá bresku lögmannsstofnunni Mishcon de Reya, segir meðal annars:

''Hafni Alþingi lagafrumvarpinu kunni Ísland og Bretland að leita dómsúrskurðar. Niðurstaða slíks úrskurðar kunni að vera meira íþyngjandi en ákvæði Icesave-samkomulagsins og hugsanlega yrði Íslandi gert að greiða skuldbindingar að fullu án tafar. Hins vegar gæti slíkur málarekstur tekið langan tíma.''

Við sem styðjum það að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave-samninginn höfum aldrei efast um að dómstólaleiðin sé stór hættuleg fyrir okkur Íslendinga, þar sem líkurnar á því að vinna málið fyrir dómstólum séu litlar sem engar. Meira segja yrði íslenskur dómstóll að dæma okkur í óhag,vegna þess hvernig málið er til komið. Þá ekki síst Alþjóðadómstóllin, þar sem málið myndi enda eftir einhver ár.

Hættan á dómstólaúrskurði yrði sá, að við yrðum dæmd til að greiða allan skaðann, sem mun vera tvöfaldur Icesave-samningurinn og hann yrði gjaldfelldur strax. Það þarf enga lögfræðinga til að átta sig á þessu. Ég hef áður bent á þessa hættu í bloggi mínu.

 


mbl.is Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta ólán þjóðarinnar.

Það var ömurlegt að hlusta á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra í kastljósinu í kvöld, draga úr stefnu stjórnarinnar varðandi innköllun kvótans, sem er þó ekki nema hænuskref til 20 ára. Nefndin sem hann skipaði og vitnaði til, getur aldrei komið með tillögur sem öll þjóðin getur sætt sig við. Þar innandyra eru útvegsmenn sem ekki koma til með að sætta sig við breytingar í þá veru að þeir myssi kvótann og réttinn til að braska með hann. Stór hluti þjóðarinnar getur heldur ekki sætt sig við að þeir haldi þeim rétti.
 
Stórasta ólán þjóðarinnar virðist ætla verða það, að í stól sjávarútvegsráðherra setist aldrei maður sem hefur kjark til að leiðrétta þau hræðilegu mistök sem gerð voru í sjávarútvegi fyrir aldarfjórðungi síðan. Einkum og sér í lagi, þegar útvegsmönnum var leift að leigja, selja og veðsetja kvótann.
 
Ef til vill er þetta klókindi hjá Jóni, hann veit sem er að kvótaandstæðingar munu ekki greiða atkvæði með inngöngu í Efnahagsbandalagið með óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi. En eins og allir vita er hann á móti inngöngu í það þjóðarbandalag.
 
Ég sé ekki fram á annað enn að kvótaandstæðingar í öllum flokkum verði að bindast samtökum og berjast gegn þessu óréttláta kerfi mannréttindabrota með kjafti og klóm.
 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband