Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bókhaldsbrellur útvegsmanna.

Haft er eftir endurskoðanda hjá KPMG, að afskrifa þurfi aflaheimildir sem menn hafa keypt vegna þess, að taka eigi 5% á ári í 20 ár af fyrirtækjum. Hafi endurskoðendur gert þau mistök að skrifa upp á reikninga, þar sem veiðiheimildir eru eignfærðar, verða þeir að leiðrétta það strax. Það getur ekki verið heimilt að eignfæra í bókhaldi eign annarra, þ.e.s. eign þjóðarinnar í þessu tilfelli.

Samkvæmt þessari frétt má ljóst vera að eignarstaða útgerðarinnar í landinu er ofmetin um 150 - 200 milljarða króna. Þegar ég lærði bókfærslu fyrir nokkrum tugum ára, hefði ég fengið stórt rautt V yfir bókhaldverkefni, þar sem ég hefði fært rekstrarlið inn í efnahagsreikning. Keypt aflaheimild er ekkert annað en rekstrarkostnaður, og hafi löggjafinn heimilað  að eignfæra og veðsetja slíkan kostnað, ber þeim að leiðrétta það strax. 

Varðandi hlut bankanna í þessu, hafa þeir ekki bara lánað vildarvinum og eigendum sínum án veðs, heldur lánað útgerðinni út á reksturskostnað. Af þessu öllu að dæma má ljóst vera að senda þarf bankamenn og endurskoðendur í endurhæfingu.

Atli Gíslason alþingismaður VG virðist vera búin að kokgleypa áróður LÍÚ, samkvæmt fréttinni, um að ekki verði hægt að veiða fisk á arðbæran hátt þegar kvótinn verður innkallaður. Ástæða er til að benda honum og öðrum alþingismönnum á, að það sem útvegsmenn eru að verja, er að geta leigt eða selt kvótann þegar þeir fara út úr fyrirtækjunum og stungið auðæfum í vasann. Áhyggjur þeirra af rekstri fyrirtækja sinna, atvinnu fólksins og byggðalögum er yfirskin til að fela hina raunverulegu ástæðu. Það segir okkur reynslan af kvótakerfinu, og að fiskstofnarnir hafa minkað en ekki aukist eins og stefnt var að.

 


mbl.is Afskrifa kvóta úr bókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins heldur áfram á Alþingi.

Formaður Sjálfstæðisflokksins og nýr þingmaður flokksins í norðvestur kjördæmi mættu í ræðustól Alþingis í gærkvöld, með tilskipun frá LÍÚ um að verja kvótakerfið. Bjarni Benediktsson sagði m.a., að stjórnarflokkarnir lifðu í fortíðinni og lét í það skína, að það sem gerst hefði vegna kvótakerfisins myndi ekki gerst í framtíðinni. Það hlýtur öllum að vera ljóst, að sala á kvóta og byggðaröskun því samfara verður við lýði, meðan óbreitt kerfi varir. Núverandi handhafar kvótans koma til með að vilja hætta útgerð í framtíðinni, þó ekki verði nema vegna aldurs, og munu þá selja kvótann hæst bjóðanda og stinga auðæfunum í vasann.

Ásbjörn  Óttarsson þuldi upp LÍÚ áróðurinn um að útgerð í landinu yrði sett í uppnám ef fyrningarleiðin yrði farin. Hann talaði eins og núverandi handhafar kvótans ætli  að hætta veiða fisk ef sú leið yrði farin. Gott og vel,þá munu aðrir leigja kvótann af ríkinu og veiða fiskinn.

Ljóst er af ræðum þessara manna að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að hætta hagsmunagæslu sinni á alþingi fyrir auðmenn og sægreifa.

Stefnuræða forsætisráðherra var málefnaleg og dró enga dul á erfiðleikana framundan. Steingrímur var sannfærandi eins og hann er vanur og sló þjóðnýtingar áróður formanns Sjálfstæðisflokksins á kvótanum út af borðinu. ''Maður þjóðnýtur ekki það sem þjóðin á,'' sagði hann.

Aðrar ræður voru vel fluttar, en misjafnar eins og gengur.   


mbl.is Átta jómfrúrræður í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um kvótakerfið út frá viðtali í þættinum Silfri Egils.


Í Silfri Egils í gær sunnudag, var viðtal við Eirík Stefánsson fyrrum verkalýðsforingja um kvótakerfið. Hann benti á ýmislegt sem gert hefur verið í kerfinu s.s. hvernig óveiddur fiskur í sjónum er seldur fyrir offjár og hvernig skilnaður hjóna veldur því að skipta þarf andvirði fisks í sjónum milli þeirra. Eða þegar erfingjar sem engan áhuga hafa á sjávarútvegi fá í hendur stórar upphæðir til að leika sér með.

Þá gaf hann nýrri stétt manna nafn, sem urðu til í kvótakerfinu og kallaði þá ''Sófakommonista'', en það eru menn sem lífa lúxus lífi á því að leigja frá sér kvóta, og þegar þeir hafa leigt það sem leyfilegt er vegna veiðiskyldu, leigja þeir bátinn með kvótanum. Þannig er veiðiskyldunni fullnægt þar sem aflin er seldur á nafni bátsins.

Varðandi innköllun aflaheimilda og tap þeirra útgerðamanna sem keypt hafa kvóta, benti Eiríkur réttilega á, að það væri eins og að tapa á hlutabréfakaupum. Með hliðsjón af lögum um stjórn fiskveiða  getur engin gengið að því vísu að fá úthlutað kvóta árlega. Þeir sem fjárfesta í kvóta líðandi árs eru í raun að stunda áhættufjárfestingu. Í reynd eru allar aflaheimildir í höndum ríkjandi stjórnvalda 1. september ár hvert, og gætu því breytt reglum um úthlutun með einfaldri lagasetningu. Rétt er að undirstrika að úthlutun á kvóta árlega myndar ekki varanlegan eignarétt 

Að lokum benti Eiríkur á þann möguleika að innkalla allan kvótann með einu pennastriki og skuldirnar með. Ríkið myndi síðan endurleigja kvótann á 50 - 60 krónur kílóið og greiða með því skuldirnar. Hann gat þess að gaman væri að fá útreikning á slíku dæmi, og benti á að menn hafa verið að leigja fyrir allt að 200 krónur kílóið. 

Engar skuldir, sanngjörn leiga. Hvað er hægt að hugsa sér betra?

 


Hræðsluútreikningur.

 Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ vitnar í reiknimeistara sinn frá Vestmanneyjum, sem reiknað hefur út, að ef aflaheimildir verða innkallaðar um 5% á ári, verði útgerðafyrirtækin komin í þrot að sjö árum liðnum. Þessi hræðsluútreikningur hlýtur að byggja á því, að viðkomandi fyrirtæki ætla ekki að veiða meira  en sem nemur þeim kvóta sem eftir stendur hjá þeim árlega. Sem sagt ætla ekki að leigja kvóta frá ríkinu. Ef svo er, fara þeir bara í þrot. Það verða alltaf til menn, sem róa til fiskjar á Íslandi. Á þeim byggist útgerðin, en ekki flippaklæddum mönnum í landi hvort, sem þeir sitja í stól útgerðafyrirtækis eða banka.

Hræðslureiknimeistari var Sölvi Helgason, sem hótaði vinnukonu einni að reikna í hana tvíbura, og ekki nóg með það, heldur yrði annar svartur og hinn hvítur. Vinnukonan trúði því að þetta væri hægt, og varð skelfingu lostin. Engin myndi trúa  þessari reiknikúnst í dag. Sama gildir um hræðsluútreikninga LÍÚ-liða.

 


mbl.is Mun setja bankana aftur í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru róttækar breytingar?

Að innkalla aflaheimildir um 5% á ári næstu 20 árin, kallar Morgunblaðið róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hvað kallast þá sú aðgerð að setja kvótakerfið og framsalið á, gegn vilja meirihluta þjóðarinnar á sínum tíma, landráð ég bara spyr? Ef ekki verður strax stígið jafn lítilfjörlegt skref og fram kom í stefnu stjórnarflokkanna fyrir kosningar, er það ekki bara kosningasvik heldur heigulsháttur. Tækifærið er núna, vegna þess að veðin í kvótaskuldunum eru í eigu ríkisins. Kjark mesta aðgerðin hefði verið, að innkalla kvótann allan á jafnlöngum tíma og hann var afhentur útgerðinni. Efnahagsástand þjóðarinnar hefur ekkert með þetta mál að gera nema síður væri, ef  tekjur af kvótaleigu  rynnu til ríkisins. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að bæta verði útgerðinni að einhverju marki innköllun kvótans, eins og ég hef áður rætt um í bloggi mínu, og bent á hvernig það yrði best gert með útgáfu ríkisskuldabréfa til nokkra áratuga. Að lokum ætla ég bara vona, að þessi frétt Morgunblaðsins sé framlag blaðsins í áróðurstríði útvegsmanna, og hafi enga merkingu varðandi ákvörðun ríkisstjórnarflokkana.


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegsráðherrann og innköllun aflaheimilda.

Í síðasta tölublaði Bæjarins Besta hér á Ísafirði, er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegsráðherra, að hann sjái ekki fram á að gerðar verði breytingar á úthlutun aflaheimilda á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1.september. Lengri tíma þurfi að gefa sér í að undirbúa breytingar á kerfinu. Það eru heilir fjórir mánuðir eftir af þessu fiskveiðiári, sem ætti að vera nægur tími til að taka jafn einfalda ákvörðun og að halda eftir litlum 5% við næstu úthlutun. Ekkert liggur á að endurúthluta þessum litla hlut, þar sem nægur kvóti verður eftir hjá útgerðinni til að hefja veiðar á nýju fiskveiðiári. Nægur tími ætti  að vera til að stofna auðlindasjóð og afhenda honum þessi 5% til endurúthlutunar. En eins og ég hef áður sagt í bloggi mínu, verða menn að gera sér grein fyrir, að nauðsynlegt getur orðið að veita núverandi handhöfum kvótans forgang á að leigja til sín það sem af þeim er tekið fyrst um sinn. Einnig er haft eftir Steingrími, að hann leggi áherslu á að verkefni nýrrar ríkisstjórnar sé að móta nýja sjávarútvegsstefnu og að því borði þurfi að koma m.a. útgerðamenn, sjómenn og fulltrúar sjávarbyggðanna.  Við vitum að útvegsmenn vilja viðhalda núverandi kerfi, Sjómannasamband Íslands hefur lýst yfir stuðning við kerfið fram að þessu, og ef mið er tekið af afstöðu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, Vestmanneyja og Snæfellsbæjar, og að þeir spegli afstöðu annarra sveitarfélaga á landsbyggðinni, má ljóst vera að núverandi kvótabrask fær að grassera um ókomna tíð. En fremur segir Steingrímur: ''Ég legg meiri áherslu á að grundvallafyrirkomulagið sé gott, gagnist okkur, búi útgerðinni lífvænleg skilyrði en um leið stuðli að meiri sátt í sjávarútvegi. Afrakstur af góðum og vel reknum sjávarútvegi skilar sér alltaf á endanum til þjóðarinnar.'' Þetta sjónarmið heyrðist ekki fyrir kosningar og greinilegt að ekki hefur verið ætlunin að innkalla aflaheimildir. Ef Steingrímur ætlar ekkert að gera nema í sátt við útvegsmenn verður engin breyting. Þeir munu aldrei sætta sig við kerfi sem þeir geta ekki grætt á og braskað með. Varðandi afraksturinn, verður að teljast eðlilegt að sá sem hefur afnot af eignum þjóðarinnar greiði hóflegt gjald fyrir. Ef sjávarútvegurinn stendur ekki undir því, er hann einfaldlega illa rekinn. Minna má á að til eru útvegsmenn, sem gera út á leigukvóta og greiða lénsherrum sínum okurleigu án þess að væla. Ætla má að það séu menn sem kunna að gera út, annars væru þeir komnir á hausinn. Að lokum vil ég minna á fiskverkafólk sem hefur farið verst út úr núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Hvernig væri að Steingrímur biði fulltrúum þeirra að sáttarborðinu.  Ef Samfylkingin er sömu skoðunar að fresta beri innköllun aflaheimilda, má líta svo á að fyrsta skrefið sé tekið til að svíkja kosningaloforð flokkanna í kvótamálum. En vonandi reynist það ekki rétt.


Rætist draumurinn um vinstri stjórn?

Það var stórkostlegt að upplifa glæsilegan sigur vinstri flokkanna, og geta látið sig dreyma um áframhaldandi velferðastjórn. En svo vaknar maður við það, að sá draumur rætist að öllum líkindum ekki, frekar en flestir mínir draumar. Reyndar kom fram hjá Lilju Mósesdóttur í hádegisfréttum í dag, að Vinstri Græn eru klofin í ESB-málinu. Vonandi verður ESB-liðið í flokknum í meirihluta svo hægt verði að gera stjórnarsáttmála, og hefja aðildarviðræður sem fyrst. Þjóðin á heimtingu á að fá að kjósa um samning við ESB, þ.e.r.s.ef samningar takast. Líkurnar á því að við göngum í ESB eftir slíkar kostningar eða ekki, eru líklega nokkuð jafnar, en úr þessu þarf að fá skorið sem allra fyrst.
mbl.is Óbrúuð gjá í ESB-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almannatryggingar - Lífeyrissjóðir = léleg lífsgæði.

Eftir því sem lífeyrissjóðunum hefur vaxið fiskur um hrygg, og sjóðfélagar aukið réttindi sín, hefur Tryggingastofnun ríkisins skert sínar greiðslur til þeirra sem njóta lífeyris úr sjóðunum. Þannig hafa lífeyrissjóðirnir sparað Tryggingastofnun ríkisins peninga, þrátt fyrir að þeim væri ætlað í upphafi að vera viðbót við bætur hennar. Þegar lífeyrissjóðirnir hafa aukið réttindi og hækkað lífeyrisgreiðslur vegna góðrar ávöxtunar (greitt bónus), hefur Tryggingastofnun lækkað sinn lífeyrir til viðkomandi sjóðfélaga. Nú liggur fyrir að flestir lífeyrissjóðir þurfa að skerða verulega réttindi sjóðfélaga, og lækka greiðslur til þeirra sem nú njóta lífeyris úr sjóðunum. Því verður að telja eðlilegt og sjálfsagt að Tryggingastofnun bæti þeim að fullu skerðinguna. Lífeyrissjóðirnir eiga það inni hjá þeirri ágætu stofnun, eftir áralanga misnotgun á réttindabótum sjóðanna. Til dæmis mætti hafa sama frítekjumark vegna lífeyrisjóðstekna og atvinnutekna, það er að segja kr. 100.000.- á mánuði. Það skal tekið fram að ekki er við Tryggingastofnun ríkisins að sakast hvernin þessum málum er háttað, heldur er það Alþingi sem hér ræður för.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband