Eina stjórnarmynstrið sem er í augsýn.

 

 

Ekki er hægt annað en taka undir þessi orð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, eftir að hafa hlustað á umræður um stefnuræðu hennar á Alþingi í kvöld. Hún tíundaði rækilega þann vanda sem við stöndum frammi fyrir og nauðsyn þess að leysa Icesave-málið. Sú skuld virðist vera hjóm eitt miðað við aðrar skuldir sem greiða þarf vegna fjármálahrunsins.

Formaður Framsóknarflokksins hélt uppteknum hætti og skammaðist yfir aukinni skuldasöfnun sem yki vandann, án þess að benda á raunhæfar lausnir. Hann sem taldi sig vera búin að útvega okkur 2000 þúsund miljarða lán frá Norðmönnum. Eins og það  myndi ekki auka skuldabyrðina eins og önnur lán.

Formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði tillögur um lausnir mála á þessu haustþingi, en nefndi aðeins aukna framleiðni í stað niðurskurðar og skattahækkana. Það er hægt að taka undir með Bjarna, að við þurfum að auka framleiðni og þar með auknar gjaldeyristekjur. Fljótlegasta leiðin til þess er að auka veiðiheimildir og leigja þær út, og minka atvinnuleysið um leið. Ég óttast að nafni minn sé ekki tilbúinn til að samþykkja þá lausn, enda myndi kvótaverðið og veðheimildir lækka hjá LÍÚ um leið.

Allar ræður stjórnarliða voru byggðar á raunsæi, og lýstu vilja til að finna lausn á erfiðleikum okkar.

Sumar ræður minnihlutans voru hátíðarræður en ekki pólitík, og þær sem fjölluðu um pólitík inni héldu hvað ætti ekki að gera, en engar lausnir.

Niðurstaðan er: Þetta stjórnarmynstur verður að halda út kjörtímabil.


mbl.is Eina stjórnarmynstrið sem er í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið rétt hjá þér að þetta er eina stjórnarmynstrið sem er í boði. Og eina leiðin fyrir okkur til að ná tökum á samfélaginu og gera á því bráðnauðsynlegar breytingar. Það gremst auðvitað þeim sem teljast formenn helmingaskiptaflokkanna. Ekki er hægt að treysta á flokklausa fólkið sem segja má að liggi við opið. Ég hef fulla trú á að stjórnin haldi velli, þrátt fyrir stöðugann áróður um annað

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.10.2009 kl. 02:52

2 identicon

Sammála! (enda vel upp alin)

Guðný Kristín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband