Hræðsluútreikningur.

 Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ vitnar í reiknimeistara sinn frá Vestmanneyjum, sem reiknað hefur út, að ef aflaheimildir verða innkallaðar um 5% á ári, verði útgerðafyrirtækin komin í þrot að sjö árum liðnum. Þessi hræðsluútreikningur hlýtur að byggja á því, að viðkomandi fyrirtæki ætla ekki að veiða meira  en sem nemur þeim kvóta sem eftir stendur hjá þeim árlega. Sem sagt ætla ekki að leigja kvóta frá ríkinu. Ef svo er, fara þeir bara í þrot. Það verða alltaf til menn, sem róa til fiskjar á Íslandi. Á þeim byggist útgerðin, en ekki flippaklæddum mönnum í landi hvort, sem þeir sitja í stól útgerðafyrirtækis eða banka.

Hræðslureiknimeistari var Sölvi Helgason, sem hótaði vinnukonu einni að reikna í hana tvíbura, og ekki nóg með það, heldur yrði annar svartur og hinn hvítur. Vinnukonan trúði því að þetta væri hægt, og varð skelfingu lostin. Engin myndi trúa  þessari reiknikúnst í dag. Sama gildir um hræðsluútreikninga LÍÚ-liða.

 


mbl.is Mun setja bankana aftur í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir hvert orð sem þú skrifar. Þú kemst vel að orði líka.....

Björn Blöndal (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 15:52

2 identicon

Mjög gott hjá.

Þorsteinn Traustason (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband