Borgum ekki ! Gæti orðið Íslendingum dýrkeypt.

Í lögfræðiáliti frá bresku lögmannsstofnunni Mishcon de Reya, segir meðal annars:

''Hafni Alþingi lagafrumvarpinu kunni Ísland og Bretland að leita dómsúrskurðar. Niðurstaða slíks úrskurðar kunni að vera meira íþyngjandi en ákvæði Icesave-samkomulagsins og hugsanlega yrði Íslandi gert að greiða skuldbindingar að fullu án tafar. Hins vegar gæti slíkur málarekstur tekið langan tíma.''

Við sem styðjum það að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave-samninginn höfum aldrei efast um að dómstólaleiðin sé stór hættuleg fyrir okkur Íslendinga, þar sem líkurnar á því að vinna málið fyrir dómstólum séu litlar sem engar. Meira segja yrði íslenskur dómstóll að dæma okkur í óhag,vegna þess hvernig málið er til komið. Þá ekki síst Alþjóðadómstóllin, þar sem málið myndi enda eftir einhver ár.

Hættan á dómstólaúrskurði yrði sá, að við yrðum dæmd til að greiða allan skaðann, sem mun vera tvöfaldur Icesave-samningurinn og hann yrði gjaldfelldur strax. Það þarf enga lögfræðinga til að átta sig á þessu. Ég hef áður bent á þessa hættu í bloggi mínu.

 


mbl.is Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er hreint bull.Það er öruggt að íslenskur dómstóll dæmir okkur ekki til greiðslu, og er það samkvæmt EES samningnum.Þú og fleiri sem þykist geta borgað, viljið að breskir dómstólar fái dómsvald yfir Íslandi.Landráða og afætustjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verður dæmd af sögunni.

Sigurgeir Jónsson, 21.12.2009 kl. 20:42

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og þú ættir að vita að ef við samþykkjum ekki að málið fari fyrir Alþjóðadómstólinn þá fer það ekki þangað.

Sigurgeir Jónsson, 21.12.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bretar hafa hingað til alls ekki viljað að málið færi fyrir dómstóla.

Ef tryggingasjóðuruinn yrði dæmdur til að borg yrði hann dæmdur til að borga í íslenskum krónum

Tryggingasjóðurinn er ekki með ríkisábyrgð og þess vegna er verið að samþykkja hana eða hafna á alþingi.

 Íslenska ríkið gæti aldrei  borgað alla þessa upphæð nema hér verði sár fátækt næstu 40 ár svo það er hreint bull að tala um að við borgum meira þegar við getum ekki einu sinni borgað þetta, þó við vildum

Sigurður Þórðarson, 21.12.2009 kl. 20:58

4 identicon

Ég spyr - hvað ef málinu væri öfugt farið og við hefðum tapað á Icesave, myndum við vera sátt við að fá ekki greitt til baka með vöxtum og vaxtavöxtum? Ég held ekki, við værum vafalaust mætt út með her af lögfræðingum til að innheimta skuldina með góðu eða illu og myndum ekkert spá í hvort við dæmdum aðra í fátækt með aðgerðum okkar.  - tja nema íslendingar séu allt í einu orðnir bljúgir og hjálpsamir.....

Jóna Símonía (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 21:57

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Bjarni. Hefur þú á takteinum þínúm, hvernig íslendingar eigi að borga þessar upphæðir? það er búið að spyrja þessarar spurningar víða en ekkert svar hefur borist ennþá.!!! Þetta er einungis spurning hvort við getum greitt og þá hvernig. Fyrr getum við ekki samþykkt einhvern samning. Við skulum ekki brjóta samninga sem við undirritum. Hvernig eigum við að greiða þennan reikning?

Eggert Guðmundsson, 22.12.2009 kl. 02:50

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Bjarni, hvar eru rök fyrir þessari heimskulegu fullyrðingu: “...líkurnar á því að vinna málið fyrir dómstólum séu litlar sem engar.”

 

Höfnun á Icesave-samningunum báðum, er eina skynsamlega í þessari stöðu. Nýlenduveldin geta þá sótt málið fyrir Íslendskum dómsstólum og sigur okkar er öruggur. Til þess liggja margar ástæður, meðal annars:

 

1.      Engin ríkisábyrgð er á Tryggingasjóðnum, enda er bannað að veita slíka ábyrgð samkvæmt regluverki Evrópusambandsins.

 

2.      Ábyrgð á útibúi Landsbankans var alfarið hjá Bretskum og Hollendskum stjórnvöldum. Ástæðan er sú að Ísland er EFTA-ríki og utan Evrópusambandsins. Ekki gilda sömu reglur um útibú ESB-ríkjanna á Evrópska efnahagssvæðinu og þeirra ríkja sem standa utanvið.

 

3.      Um samninga gilda ákvæði um niðurfellingu, m.a. samkvæmt Vínarsáttmálnum um lagagrunn alþjóðlegra samninga (1969). Þetta ákvæði nefnist Rebus sic stantibus og leyfir niðurfellingu samningsskilmála vegna grundvallar breytinga á aðstæðum. Sjálfstæð ríki eiga auðvelt með að beita þessu ákvæði vegna þess að þau eru fullvalda, sem merkir að allt vald innan þeirra landamæra er að fullu í þeirra höndum.

 

Heimildir: 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.12.2009 kl. 14:00

7 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Ágætu bloggfélagar.

Ef Icesave-samningurinn fer fyrir dómstóla og ef við Íslendingar vinnum málið, skal ég vera fyrsti maður til að hrópa húrra fyrir því, og viðurkenna heimsku mína í þessu máli.

Auðvitað vill enginn Íslendingur borga þessa skuld, en það þýðir heldur ekki að stinga höfðinu í sandinn.

Bjarni Líndal Gestsson, 22.12.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband