Kostnaður vegna þingmanna sem hættu.

Samkvæmt þessari frétt, er sótt um aukafjárveitingu á fjáraukalögum fyrir þetta ár, til að greiða þingmönnum  biðlaun og aðrar greiðslur vegna þess að þeir hættu á Alþingi í kjölfar kosninganna í vor. Ég vil gera greinarmun á því, hvort fólk hættir á Alþingi af frjálsum og fúsum vilja, eða fellur í kosningum. Annars vegar er viðkomandi að segja upp vinnu sinni hjá þjóðinni. Hins vegar er það þjóðin sem segir viðkomandi upp störfum.
 
Ef þjóðin rekur fólk úr starfi þingmanns með því að  fella það í kosningum, eru biðlaun sanngjörn í 1 - 3 mánuði. Í hinu tilvikinu eiga engin biðlaun að koma til, enda viðkomandi búin að ráða sig í annað starf í flestum ef ekki öllum tilvikum.
 
Þingmenn mættu líta sér nær þegar verið er að skera niður útgjöld ríkisins. Minna má líka á ,að mótframlag ríkisins í lífeyrissjóð þessa fólks, er 50 - 60% hærra en hjá öðrum atvinnurekendum, vegna ríkisábyrgðar á Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna.

mbl.is 95 milljóna kostnaður vegna þingmanna sem hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tek það fram strax að ég er ekki talsmaður biðlauna almennt, en þegar starfsmanni er sagt upp störfum er sá uppsagnarfrestur alla jafna tengdur starfsaldri og lífaldri viðkomandi. Það er því sanngirnismál að þingmenn sen falla í kosningum njóti ekki skemmri uppsaganarfrests en gerist samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna

Tek undir með þér um biðlaun þingmanna sem hætta að eigin frumkvæði, að því undanskyldu að þeir ættu að njóta launa sem svarar til orlofstíma til jafns við það það sem kveðið er á um í kjrasamningum opinberra starfsmanna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2009 kl. 01:33

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæl Hólmfríður.

Takk fyrir athugasemdina. Ég tek undir með þér, orlof eiga allir rétt á. Sanngjarnt er að miða við kjarasamninga opinberra starfsmanna, eins þegar fólk fellur út af Þingi í kosningum.

Bjarni Líndal Gestsson, 9.10.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband