Tveggja ára vinna til einskis.


Svona fór nú það. Tveggja ára vinna endurskoðunarnefndar almannatrygginga hent út um gluggann. Skilja má á viðtali við félagsmálaráðherra í Morgunblaðinu í dag, að engar forsendur séu fyrir því að fara að tillögum nefndarinnar. Ekki vil ég trúa því að það hafi verið ætlun Jóhönnu þegar hún skipaði þessa nefnd og setti henni starfsreglur, að hundsa niðurstöðu hennar á bættum og skilvirkari almannatryggingum. Og hvað skyldi störf nefndarinnar hafa kostað?

Tillögur nefndarinnar á hækkun frítekjumarka á fjármarkstekjur og á greiðslum úr lífeyrissjóðum eru réttlætismál sem löngu eru tímabær, og krepputal afsakar ekki frestun á þeirri niðurstöðu nefndarinnar.

Frítekjumark fjármagnstekna eru nú rúm 8000 krónur á mánuði, þannig að sparifé lífeyrisþega sem er umfram  eina milljón er betur geymt undir koddanum en í banka.( Flestir reyna að eiga fyrir jarðaförinni).

Varðandi frítekjumark lífeyristekna sem munu vera 10.000 krónur á mánuði frá 1.júlí s.l. er það að segja, að nýta sér lífeyrissjóðina til að halda lífeyrisþegum undir fátækramörkum, hefur ætíð verið óásættanlegt. Með því er verið að ræna lífeyrisþegum lífeyrissjóðanna áunnum réttindum.

Frítekjumark atvinnutekna var lækkað 1. júlí s.l. úr rúmum 1.300.000 krónum á ári, niður í 480.000.- Það var réttlætanleg aðgerð miðað við atvinnuleysið sem nú er í landinu. Enn, þá verður að gefa þeim eldriborgurum sem eru komnir, eða komast á eftirlaunaaldur kost á því að fara út af vinnumarkaðnum, með því að tryggja þeim viðunandi lífeyrir.

Mikil eftirvænting hefur verið eftir niðurstöðum nefndarinnar hjá eldriborgurum og öryrkjum. Því er dapurlegt til þess að hugsa, að þær verði hundsaðar og settar niður í skúffu í Félagsmálaráðuneytinu, til brúkunar eftir mörg ár og verða þá væntanlega úreltar.

Haft er eftir félagsmálaráðherra í þessari frétt, ''að unnið verði að heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins í samráði við hagsmunaaðila.''   Ég veit ekki betur að nefndin sem hér um ræðir og Stefán Ólafsson prófessor fór fyrir, hafi verið skipuð hagsmunaðilum og ætlað að skila heildarendurskoðun á kerfinu.

 


mbl.is Vilja hærra frítekjumark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband