Ingibjörg Sólrún

Það fer vel á því að Ingibjörg Sólrún fundi með þingflokki Samfylkingarinnar. Stærstu pólitísku mistök hennar voru að draga flokk sinn inn í ríkistjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ég skrifaði í blogg-færslu mína í gær, að ''vítin væru til að varast þau''. Það hefði hún átt að gera, og gefa því gaum að Framsóknarflokkurinn var, og er reyndar enn í sárum eftir óralangt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Og hún hefði líka átt að kynna sér sögu Alþýðuflokksins sáluga, sem blæddi næstum út eftir 12 ára samstarf við þann flokk í svokallaðri Viðreisnarstjórn. Enginn flokkur virðist geta unnið með þeim flokki án þess  að tapa trausti kjósenda sinna. Ég gerði mér ljóst kvöldið fyrir þær kosningar þegar Ingibjörg gerði hosur sínar bláar fyrir Geir Haarde, hvað hún ætlaði sér þegar hún dró til baka í beinni útsendingu sjónvarps eitt aðal stefnumál flokksins í þeim kosningum, sem var fyrning aflaheimilda. Það varð til þess að ég treysti mér ekki til að kjósa flokk minn daginn eftir. Því miður reyndist ég sannspár í þetta sinn, og er feginn að hafa sloppið við að bera ábyrgð á þeirri stjórn með atkvæði mínu.

Auðvitað tók Ingibjörg ekki ein ákvörðun um að sverta flokkinn með aðild að þessari ríkistjórn, en eftir höfðinu dansa limirnir. Grasrótinn í Samfylkingunni bíður eftir því að bætt verði fyrir þessi mistök í núverandi ríkisstjórn, með því að bjarga heimilum sem eru á vonarvöll, eiða biðröðum fólks eftir mat, bæta kjör öryrkja- og ellilífsþega og setja ný lög um réttlát fiskveiðistjórnunarkerfi svo eitthvað sé nefnt.


mbl.is Fundað með Ingibjörgu Sólrúnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband