Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eigum við að borga Icesave?

Ef við hugsum okkur að Breskur banki hafi opnað útibú í Reykjavík, og boðið Íslendingum að leggja peninga inn á öruggan innlánsreikning, með hærri vöxtum en innlendir bankar bjóða. Bankinn komist í greiðsluþrot og ekki getað greitt út innistæðurnar, en ríkissjóður Íslands gripið inn í, og greitt þær út.

Spurningin er hvort við Íslenskir skattgreiðendur hefðum krafið okkar ríkistjórn um að innheimta af Bretum þessi fjárútlát. Ef svarið er já, ber okkur siðferðisleg skylda að greiða Icesave-skuldina.

Líka má benda á að stjórnendur og eigendur Landsbankans gerðu þjóð sinni þann grikk,að reka bankastarfsemi í Bretlandi og Hollandi sem útibú, en ekki dótturfyrirtæki, sem hefði komið ábyrgðinni á tryggingarsjóð innstæðueigenda viðkomandi landa. Regluverkið er ekki meira gallað en það.

Samningurinn sem gerður var milli landana um endurgreiðslu Íslenska tryggingarsjóðsins, var ásættanlegur. Óttinn um að þessar þjóðir gangi svo hart fram í innheimtunni að ekki verði hægt að semja um greiðslufrest eða lengingu lánstímans er ástæðulaus. Enda skilst mér að það sé gert ráð fyrir því í samningnum, að ef við lendum í erfiðleikum með greiðslur, sé sest að samningaborði á ný.

Það er niðurlægjandi fyrir okkur Íslendinga hvernig Alþingi hefur meðhöndlað þetta mál. Tafið framgang þess með fyrirvörum á ríkisábyrgðinni, sem vita mátti að viðsemjendur okkar myndu ekki geta sætt sig við. Nú er málið komið fyrir Alþingi á ný, og vonandi til endanlegrar afgreiðslu.

Við verðum að fara komast út úr þeirri stöðnun sem þetta mál hefur valdið okkur, svo að hjól atvinnulífsins geti farið að snúast á ný. Segja má að tafir á lausn Icesave-deilunnar hafi haldið þjóðinni í gíslingu, vegna afstöðu AGS og þeirra þjóða sem lofað hafa okkur lánum, svo ekki sé minnst á stjórnarandstöðuna á Alþingi Íslendinga.


mbl.is Icesave til fjárlaganefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bygging hjúkrunarheimila (í skoðun).

Þetta er ánægjuleg frétt svo langt sem hún nær. Það sem fer orðið í taugarnar á mér, er sú árátta hjá þessari annars ágætu ríkistjórn, að hafa allt í skoðun, í stað þess að taka ákvarðanir fljótt og vel.

Vonandi verður Árni Páll jafn fljótur að taka ákvörðun í þessu máli, og þegar hann fyrstur allra ráðherra í ríkistjórninni ákvað að skera niður í sínu ráðuneyti, með því að skerða lífeyrir eldriborgara 1.júlí s.l. Svo ég tali ekki um að skila ekki almennum launahækkunum til þessa hóps, eins og honum ber samkvæmt lögum.

Ef hann bregst fljótt við, og heimilar byggingu hjúkrunarheimila strax, mun ég fyrir mitt leiti fyrirgefa honum aðför hans að hagsmunum eldriborgara á þessu ári.

þá vil ég benda núverandi meirihluta í bæjarstjórnar Ísafjarðarkaupstaðar á, að nú er lag fyrir þá að krefjast byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði eins og lofað var af fyrri ríkistjórn. Þau þurfa ekki halda pólitískum hlífðarskyldi fyrir þessa ríkistjórn eins og þá fyrri, þar sem þeirra flokkar eru nú í stjórnarandstöðu á Alþingi.

Krafan er eitt gott rými fyrir hvern einstakling á hjúkrunarheimili fyrir aldraða.

 

 


mbl.is Bygging hjúkrunarrýma í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár pólitískar stefnur á Alþingi.

Ímyndunar pólitík hefur bæst við hægri og vinstri pólitík á Alþingi. Þessi nýja stefna virðist vera þverpólitísk, og ná inn í alla flokka á Alþingi. Hún felst í því, að ótrúlega margir þingmenn ímynda sér: Að við eigum ekki að borga Icesave-skaðann, ekki semja við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, ekki taka önnur lán erlendis, ekki nýta auðlindir okkar með því að virkja og veiða meiri fisk, ekki  reisa álver á Bakka og helst að stöðva uppbyggingu álversins í Helguvík, og hægt sé að reka þjóðarbúið með ferðaþjónustu.

Raunveruleikinn er aftur á móti sá, að við verðum að borga, semja, þiggja þau erlendu lán sem eru í boði, nýta allar okkar auðlindir, klára  álverin í Helguvík og Bakka og að fjölga ferðamönnum.

Vonandi er það ímyndun, en mér finnst eins og þessi nýja stefna í pólitík sé mest áberandi hjá alþingiskonum, svo ég tali ekki um hina ungu forustumenn Framsóknarflokksins.


Icesave-þolinmæðin þrotin.

Þingflokksfundur Vinstri grænna stendur nú yfir þegar þetta er ritað. Þeim eru sendar góðar óskir um sátt og samlindi, og að þau sýni okkur hinum stjórnarsinnum, að boðuð vinátta þeirra í millum bjargi stjórnarsamstarfinu.

Þau verða átta sig á því að þolinmæðin útaf Icesave er þrotin. Við sem tilheyrum þeim hópi þjóðarinnar, sem gerðu sér strax grein fyrir því, að við yrðum að bæta sparifjáreigendum í Hollandi og Bretlandi, þann skaða sem þeir urðu fyrir vegna stjórnvaldsákvarðana við einkavæðingu Landsbankans, krefjumst þess að málið verði leyst. Þannig að þau lán sem okkur hefur verið lofað erlendis frá, fari að skila sér. Svo hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftum, lækka stýrivexti og styrkja krónuna.

Auðvitað verðum við að greiða þessi lán niður eins hratt og mögulegt verður, til að draga úr vaxtakostnaði og vinna okkur út úr erfiðleikunum. Til þess þurfum við ekki bara að skera niður og hækka skatta, heldur líka auka gjaldeyristekjur. Fljótlegasta leiðin er að fiska meira og minka atvinnuleysið um leið.

Áfram nú Vinstri grænir og Samfylking.


mbl.is Búist við löngum fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina stjórnarmynstrið sem er í augsýn.

 

 

Ekki er hægt annað en taka undir þessi orð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, eftir að hafa hlustað á umræður um stefnuræðu hennar á Alþingi í kvöld. Hún tíundaði rækilega þann vanda sem við stöndum frammi fyrir og nauðsyn þess að leysa Icesave-málið. Sú skuld virðist vera hjóm eitt miðað við aðrar skuldir sem greiða þarf vegna fjármálahrunsins.

Formaður Framsóknarflokksins hélt uppteknum hætti og skammaðist yfir aukinni skuldasöfnun sem yki vandann, án þess að benda á raunhæfar lausnir. Hann sem taldi sig vera búin að útvega okkur 2000 þúsund miljarða lán frá Norðmönnum. Eins og það  myndi ekki auka skuldabyrðina eins og önnur lán.

Formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði tillögur um lausnir mála á þessu haustþingi, en nefndi aðeins aukna framleiðni í stað niðurskurðar og skattahækkana. Það er hægt að taka undir með Bjarna, að við þurfum að auka framleiðni og þar með auknar gjaldeyristekjur. Fljótlegasta leiðin til þess er að auka veiðiheimildir og leigja þær út, og minka atvinnuleysið um leið. Ég óttast að nafni minn sé ekki tilbúinn til að samþykkja þá lausn, enda myndi kvótaverðið og veðheimildir lækka hjá LÍÚ um leið.

Allar ræður stjórnarliða voru byggðar á raunsæi, og lýstu vilja til að finna lausn á erfiðleikum okkar.

Sumar ræður minnihlutans voru hátíðarræður en ekki pólitík, og þær sem fjölluðu um pólitík inni héldu hvað ætti ekki að gera, en engar lausnir.

Niðurstaðan er: Þetta stjórnarmynstur verður að halda út kjörtímabil.


mbl.is Eina stjórnarmynstrið sem er í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á aðbúnaður aldraða að vera lakari en afbrotamanna ?

Ekki þykir tiltökumál að hrúga saman öldruðum í eitt herbergi, sjaldan færri en tveir saman og allt upp í fjóra. Á sama tíma hafa fangelsisyfirvöld áhyggjur af því, að tveir afbrotamenn þurfi að gista saman í klefa.

Stjórnvöld mættu forgangsraða þessum málum upp á nýtt, og tryggja öldruðum nægjanlegt hjúkrunarrými, þannig að hver einstaklingur hafi sitt herbergi, nema þegar um hjón er að ræða. Frekar mætti troða afbrotamönnum inn í það rými sem fyrir er í landinu, og láta það vera hluta af refsingunni.

Það á ekki að vera refsivert að vera gamall og sjúkur.


mbl.is Tíu starfsmönnum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta ólán þjóðarinnar.

Það var ömurlegt að hlusta á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra í kastljósinu í kvöld, draga úr stefnu stjórnarinnar varðandi innköllun kvótans, sem er þó ekki nema hænuskref til 20 ára. Nefndin sem hann skipaði og vitnaði til, getur aldrei komið með tillögur sem öll þjóðin getur sætt sig við. Þar innandyra eru útvegsmenn sem ekki koma til með að sætta sig við breytingar í þá veru að þeir myssi kvótann og réttinn til að braska með hann. Stór hluti þjóðarinnar getur heldur ekki sætt sig við að þeir haldi þeim rétti.
 
Stórasta ólán þjóðarinnar virðist ætla verða það, að í stól sjávarútvegsráðherra setist aldrei maður sem hefur kjark til að leiðrétta þau hræðilegu mistök sem gerð voru í sjávarútvegi fyrir aldarfjórðungi síðan. Einkum og sér í lagi, þegar útvegsmönnum var leift að leigja, selja og veðsetja kvótann.
 
Ef til vill er þetta klókindi hjá Jóni, hann veit sem er að kvótaandstæðingar munu ekki greiða atkvæði með inngöngu í Efnahagsbandalagið með óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi. En eins og allir vita er hann á móti inngöngu í það þjóðarbandalag.
 
Ég sé ekki fram á annað enn að kvótaandstæðingar í öllum flokkum verði að bindast samtökum og berjast gegn þessu óréttláta kerfi mannréttindabrota með kjafti og klóm.
 


Ríkisábyrgð á Iceseve eftir 2024 ef með þarf.

Annað hvort tökum við sem þjóð ábyrgð á greiðslu lána vegna Iceseve eða ekki. Það var í upphafi vitleysa að takmarka ríkisábyrgðina við árið 2024 þegar lánin eiga að vera uppgreidd. Ef okkur tekst ekki að greiða upp lánin á þeim tíma, verður ekki komist hjá því að semja um framlengingu, og þá verður krafist ríkisábyrgðar á eftirstöðvum lánanna, eða lætur íhald og framsókn sér detta annað í hug.

Nei, þeir vita betur, allt  fyrirvara klúður þeirra hefur fyrst og fremst snúist um að tefja nauðsynleg störf ríkistjórnarinnar,  og skapa skilyrði fyrir því að koma henni frá. Þeim væri nær að  taka ábyrgð á,  að hafa komið þjóðinni í þessi vandræði með einkavæðingu Landsbankans, og reka heiðarlega stjórnarandstöðu á Alþingi.


mbl.is Ríkisábyrgð tekur ekki gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólutísk skemmdaverk.


Ríkisútvarpið fjallaði í morgun um skrif varaformanns fjárlaganefndar á heimasíðu hans frá því í gær. RÚV hefur eftir honum að ætlun stjórnarandstöðunnar sé eingöngu að fella ríkistjórnina en ekki að finna lausn á Icesave-málinu. Og að hann tali um pólitískt skemmdaverk í því sambandi.

Hann heldur áfram og segir að það leynist engum að þingliði stjórnarandstöðunnar sé skemmt vegna þeirra erfiðleika sem Vinstri græn eigi í málinu. Það sé hinsvegar fásinna að ætla að stjórnarandstaðan muni koma að eða liðka fyrir lausn þess. Ætlun þess safnaðar sé eingöngu að fella ríkistjórnina, reka fleyg í raðir stjórnaflokkanna og vinna pólitískt skemmdarverk gegn sinni eigin þjóð. Markmið sjálfstæðis-og framsóknarmanna sé að hreiðra um sig á ný í stjórnarráðinu og þeir beiti öllum brögðum til að ná því marki.

Þetta eru orð að sönnu. Í bloggi mínu 30. júlí s.l. bendi ég á þetta sama, að markmið stjórnarandstöðunnar sé fyrst og fremst að fella ríkistjórnina. Og að höfuð flokkarnir í stjórnarandstöðunni (þ.e.s. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur) hafi verið hættulegir þjóðinni í ríkistjórn og halda því áfram í stjórnarandstöðu.

Haft var eftir formanni fjárlaganefndar í hádegisfréttum útvarps að beðið væri eftir tillögum frá stjórnarandstöðunni, sem virðist bíða eftir hinu sama frá stjórnarliðinu.  Það er aðdáunarverð þolinmæði sem hann er búin að sýna stjórnarandstöðunni og þeim stjórnarliðum sem hafa lýst andstöðu sinni á samningnum, en nú er mál að linni. Ef frumvarpið um ríkisábyrgðina verður fellt í þinginu og samningurinn þar með, taka þeir flokkar við málinu sem rétt er að hreinsi upp sinn eigin skít.

Ekkert í umræðunni um þetta mál hefur sannfært mig um að við sem þjóð getum komist hjá því að borga, eða réttara sagt tekið þátt í að skila innstæðueigendum Icesave-reikningunum sparifé sínu. Ótrúlegt er að einhver dómstóll hvar sem er í heiminum geti dæmt okkur í vil. Það er ekki af ástæðulausu sem vinaþjóðir okkar vilji að við gerum upp þetta mál, enda hægt að flokka þessa skuld sem þýfi, og að við endurheimtum ekki traust þeirra nema með því að ábyrgjast skil á því.

Ég sé fyrir mér að þegar eignir Landsbankans hafa skilað sér, og ljóst verður hve mikið fellur á ríkissjóð,-þ.e.s. ef samningurinn yrði samþykktur,- að þá yrði samið við lífeyrissjóðina og aðra þá sem tiltækir verða, að kaupa ríkisskuldabréf til jafnmargra ára og ríkisjóður þyrfti á að halda til að skerða sem minnst lífskjör í landinu. Þessi ríkisskuldabréf yrðu að vera verðtryggð og með 5-6% vöxtum til að teljast góð fjárfesting og mættu þess vegna taka ríkisjóð 30-40 ár að greiða þau upp.


Niðurskurður á utanríkisþjónustunni.

Ánægjulegt er að lesa þessa frétt, eftir að hafa bloggað í morgun um nauðsyn þess að fækka ráðuneytum. Selja á 5 embættisbústaði og fækka sendiherrum. Sendiskrifstofum fækkað á þessu ári og næsta. Össur.' nú treystir þjóðin á, að þú standir við þessa áætlun.
mbl.is Sendiherrum fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband