Bygging hjúkrunarheimila (í skoðun).

Þetta er ánægjuleg frétt svo langt sem hún nær. Það sem fer orðið í taugarnar á mér, er sú árátta hjá þessari annars ágætu ríkistjórn, að hafa allt í skoðun, í stað þess að taka ákvarðanir fljótt og vel.

Vonandi verður Árni Páll jafn fljótur að taka ákvörðun í þessu máli, og þegar hann fyrstur allra ráðherra í ríkistjórninni ákvað að skera niður í sínu ráðuneyti, með því að skerða lífeyrir eldriborgara 1.júlí s.l. Svo ég tali ekki um að skila ekki almennum launahækkunum til þessa hóps, eins og honum ber samkvæmt lögum.

Ef hann bregst fljótt við, og heimilar byggingu hjúkrunarheimila strax, mun ég fyrir mitt leiti fyrirgefa honum aðför hans að hagsmunum eldriborgara á þessu ári.

þá vil ég benda núverandi meirihluta í bæjarstjórnar Ísafjarðarkaupstaðar á, að nú er lag fyrir þá að krefjast byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði eins og lofað var af fyrri ríkistjórn. Þau þurfa ekki halda pólitískum hlífðarskyldi fyrir þessa ríkistjórn eins og þá fyrri, þar sem þeirra flokkar eru nú í stjórnarandstöðu á Alþingi.

Krafan er eitt gott rými fyrir hvern einstakling á hjúkrunarheimili fyrir aldraða.

 

 


mbl.is Bygging hjúkrunarrýma í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Bjarni.

Afstaða bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar til byggingar hjúkrunarheimilis hefur ekkert með pólitík að gera. Þar eru meiri og minnihluti sammála um þörfina og hafa allir bæjarfulltrúar unnið að því að fá þetta mál í gegn. Þar hafa Svanlaug Guðnadóttir og Sigurður Pétursson farið fremst með setu í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis sem vann mjög gott starf og skilaði skýrslu þar sem þörfin kom skírt fram.

Þetta mál hefur alfarið strandað á ríkinu, og það þrátt fyrir þrýsting úr héraði. Samt liggur fyrir ákvörðun Sifjar Friðleifsdóttur fyrrv. heilbrigðisráðherra um að byggja skuli 10 rýma heimili á Ísafirði. Þörfin á næstu árum er þó allt að 35 rými.

Ingólfur H Þorleifsson, 14.10.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Ingólfur.

Þakka þér upplýsingarnar. Það er gott að vita af því að allir flokkar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skulu standa saman í þessu máli. En verra, að það skuli ekki duga til.

Vonandi mun núverandi heilbrigðisráðherra fylgja eftir ákvörðun Sifjar. En til þess þarf örugglega að halda áfram þeim þrýstingi sem þú talar um.

Ef þörfin er ekki nema 35 rými  næstu árin til að einsetja hvert þeirra, eigum við að krefjast þess að þau verði byggð. Ekki sætta okkur við 10 rými. 

Bjarni Líndal Gestsson, 14.10.2009 kl. 20:50

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Miðað við fréttir svæðisútvarpsins í dag þá er Ísafjarðarbær ekki inní þessum nýju tillögum ríkisstjórnarinnar. Það er náttúrulega afleitt og óskiljanlegt með öllu. Því hlýtur að verða mótmælt harðlega.

Ingólfur H Þorleifsson, 14.10.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband