29.9.2009 | 17:28
Á aðbúnaður aldraða að vera lakari en afbrotamanna ?
Ekki þykir tiltökumál að hrúga saman öldruðum í eitt herbergi, sjaldan færri en tveir saman og allt upp í fjóra. Á sama tíma hafa fangelsisyfirvöld áhyggjur af því, að tveir afbrotamenn þurfi að gista saman í klefa.
Stjórnvöld mættu forgangsraða þessum málum upp á nýtt, og tryggja öldruðum nægjanlegt hjúkrunarrými, þannig að hver einstaklingur hafi sitt herbergi, nema þegar um hjón er að ræða. Frekar mætti troða afbrotamönnum inn í það rými sem fyrir er í landinu, og láta það vera hluta af refsingunni.
Það á ekki að vera refsivert að vera gamall og sjúkur.
Tíu starfsmönnum sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Bjarni.
Það er SKÖMM hvernig er búið að þeim sem gáfu allt sitt í að gera þessa þjóð hvað hún er (fyrir utan hrunið).
Nei, þeir öldruðu eiga að njóta:
Virðingu, umhyggju, nærgætni, og blessunar !
Þakka þér Bjarni fyrir það að koma inn á þetta mikilvæga málefni .
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:53
Sæll Þórarinn.
Ég tek heilshugar undir þetta með þér. Aldraðir foreldrar mínir máttu búa við það meðan þau lifðu, og dvöldu á þjónustudeild aldraða, að deila herbergi með allt upp í þrem einstaklingum. Ágætis fólki, enda er það ekki málið, heldur vantaði að virða einkalíf þeirra, og annarra sem þurfa að sætta sig við slíkar aðstæður. Að geta haft persónulega muni hjá sér í herberginu, og rætt við afkomendur sína án áheyrenda.
Bjarni Líndal Gestsson, 1.10.2009 kl. 14:00
Sæll Bjarni Sirrý frænka hér, ég verð nú að taka undir með ykkur þar sem við og tengdafjölskyldan mín er eimitt að standa í svipuðum málum. Hérna í Keflavík er ekki mikið af plássi og eru þá einstaklingarnir settir á dvalarheimili í öðru sveitarfélagi. Makinn hins vegar upp á aðra kominn með að heimsækja makann sinn í annað sveitarfélag þar sem öllum "skrokkunum" hefur verið safnað saman. Þetta veldur því að fólk einangrast og veslast upp. Þetta er ömurlegt ástand og hægt að sjá glögglega að peningarnir sem flæddu í "góðærinu" fóru í allt annað en velferðakerfið. Þarna er verið að ganga á sjálfsvirðingu fólks þegar Það þarf mest á henni að halda og virðing fyrir manngildinu engin. Ég vil ganga svo langt að flokka þetta undir visst ofbeldi á öldruðum þar sem að ráðamenn þjóðarinnar mættu mín vegna troða sér í fangelsin hjá hinum glæpamönnunum.
Annars bið ég nú bara að heilsa heim og hafið það gott :)
Kveðja frá okkur í Keflavík
Sirrý (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 23:33
Sæl Sirrý mín, gaman að heyra frá þér. Þetta er hræðilegt ástand hjá ykkur í öldrunarmálum. Reyndar held ég að það sé verið að gera þetta líka hér, að flytja gamalt fólk á milli byggðakjarna. Með því er verið að rífa fólk upp með rótum, og sannarlega er það ofbeldi.
Kveðja til ykkar allra,frá okkur hér.
Bjarni Líndal Gestsson, 5.10.2009 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.