Bankasýsla ríkisins.

Frumvarp fjármálaráðherra um Bankasýslu ríkisins er góðra gjalda vert, sem bráðabyrgða lausn á yfirstjórn ríkisbankanna. Með því er gerð tilraun til að halda pólitíkusum frá stjórnum þeirra. En hvaða rekstrarform á að taka við eftir þau fimm ár sem Bankasýslan á að starfa? Ríkisrekstur skóp pólitíska spillingu að margra mati. Samvinnurekstur, ónefndur stjórnmálaflokkur eignaði sér það form, og spillti. Einkarekstur, úr varð glæpastarfsemi sem er spilling í huga okkar almennings að minnsta kosti. Hvað er þá eftir? Jú almenningshlutafélaga formið, hef grun um að það sé rekstrarformið sem stjórnvöld stefni að. En kaupa þá ekki kjölfestufjárfestar (eins og þeir heita á fínu og saklausu máli) hlutabréfin af almenningi og eignast bankanna á ný. Vandlifað í þessum mafíu-heimi.


mbl.is Kafka og Kundera í Bankasýslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband