1.6.2009 | 12:43
Dalai Lama.
Dalai Lama trúarleiðtogi Tíbeta er friðarsinni og viðurkennir öll trúarbrögð. Þrátt fyrir það ætla íslenskir ráðamenn að hundsa heimsókn hans til Íslands. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson lögðust á fjórar fætur fyrir hönd þjóðarinnar og samþykktu innrás í Írak til að þóknast ráðamönnum Bandaríkjanna. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig skriðið fyrir öðrum þjóðum og hætt að veiða hval, þar til nú.
Því verður ekki trúað að núverandi stjórnvöld á Íslandi hræðist svo félaga sína í Kína, að þeir hitti ekki Dalai Lama og ræði við hann t.d um frið í heiminum. Við eigum ekki að láta viðskiptahagsmuni stjórna því, hverja stjórnvöld eiga að tala við, taka þátt í stríð, eða hvort við veiðum hval. ALDREI.
Dalai Lama í heimsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjarni þeir þorðu ekki að tala við hann.Þetta eru meiri aumingjarnir. Þú hefur kanski gaman að sjá þetta gamlar myndir frá Kanarý http://www.youtube.com/watch?v=qRmRNQL52E0
fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.