19.5.2009 | 11:42
Hagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins heldur áfram á Alþingi.
Formaður Sjálfstæðisflokksins og nýr þingmaður flokksins í norðvestur kjördæmi mættu í ræðustól Alþingis í gærkvöld, með tilskipun frá LÍÚ um að verja kvótakerfið. Bjarni Benediktsson sagði m.a., að stjórnarflokkarnir lifðu í fortíðinni og lét í það skína, að það sem gerst hefði vegna kvótakerfisins myndi ekki gerst í framtíðinni. Það hlýtur öllum að vera ljóst, að sala á kvóta og byggðaröskun því samfara verður við lýði, meðan óbreitt kerfi varir. Núverandi handhafar kvótans koma til með að vilja hætta útgerð í framtíðinni, þó ekki verði nema vegna aldurs, og munu þá selja kvótann hæst bjóðanda og stinga auðæfunum í vasann.
Ásbjörn Óttarsson þuldi upp LÍÚ áróðurinn um að útgerð í landinu yrði sett í uppnám ef fyrningarleiðin yrði farin. Hann talaði eins og núverandi handhafar kvótans ætli að hætta veiða fisk ef sú leið yrði farin. Gott og vel,þá munu aðrir leigja kvótann af ríkinu og veiða fiskinn.
Ljóst er af ræðum þessara manna að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að hætta hagsmunagæslu sinni á alþingi fyrir auðmenn og sægreifa.
Stefnuræða forsætisráðherra var málefnaleg og dró enga dul á erfiðleikana framundan. Steingrímur var sannfærandi eins og hann er vanur og sló þjóðnýtingar áróður formanns Sjálfstæðisflokksins á kvótanum út af borðinu. ''Maður þjóðnýtur ekki það sem þjóðin á,'' sagði hann.
Aðrar ræður voru vel fluttar, en misjafnar eins og gengur.
Átta jómfrúrræður í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.