25.4.2009 | 09:13
Almannatryggingar - Lífeyrissjóðir = léleg lífsgæði.
Eftir því sem lífeyrissjóðunum hefur vaxið fiskur um hrygg, og sjóðfélagar aukið réttindi sín, hefur Tryggingastofnun ríkisins skert sínar greiðslur til þeirra sem njóta lífeyris úr sjóðunum. Þannig hafa lífeyrissjóðirnir sparað Tryggingastofnun ríkisins peninga, þrátt fyrir að þeim væri ætlað í upphafi að vera viðbót við bætur hennar. Þegar lífeyrissjóðirnir hafa aukið réttindi og hækkað lífeyrisgreiðslur vegna góðrar ávöxtunar (greitt bónus), hefur Tryggingastofnun lækkað sinn lífeyrir til viðkomandi sjóðfélaga. Nú liggur fyrir að flestir lífeyrissjóðir þurfa að skerða verulega réttindi sjóðfélaga, og lækka greiðslur til þeirra sem nú njóta lífeyris úr sjóðunum. Því verður að telja eðlilegt og sjálfsagt að Tryggingastofnun bæti þeim að fullu skerðinguna. Lífeyrissjóðirnir eiga það inni hjá þeirri ágætu stofnun, eftir áralanga misnotgun á réttindabótum sjóðanna. Til dæmis mætti hafa sama frítekjumark vegna lífeyrisjóðstekna og atvinnutekna, það er að segja kr. 100.000.- á mánuði. Það skal tekið fram að ekki er við Tryggingastofnun ríkisins að sakast hvernin þessum málum er háttað, heldur er það Alþingi sem hér ræður för.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.