21.1.2010 | 21:56
Kvóti í hendi í dag,seldur á morgun í annað byggðalag.
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að aldrei í þúsund ára sögu byggðar í Eyjum hafi ríkt jafn mikil óvissa um afkomu íbúa þar og nú. Tilefni þessara orða er ákvörðun stjórnvalda að innkalla kvótann á 20 árum.
Það er meiri óvissa falin í kvótakerfinu. Ef allur kvóti yrði keyptur frá Vestmannaeyjum, hvernig færi þá fyrir Eyjum og því ágæta fólki sem þar býr. Óraunhæft segir einhver, en staðreyndin er sú, að þessi möguleiki er falinn í kerfinu. Myndu útgerðamenn í Eyjum standast ofur tilboð í kvótann, ef nógu fjárhagslega sterkir aðilar gerðu þeim tilboð. Engin hefur enn staðist að stinga milljörðum í vasann, þótt afleiðing þess sé hörmuleg fyrir byggðalagið. Engum er treystandi fyrir þessu fjöreggi þjóðarinnar, sem óveiddur fiskur er, nema þjóðinni sjálfri.
Aldrei ríkt eins mikil óvissa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Skrítið var ekki meiri óvissa þegar gosið var í eyjum???
Fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 22:04
Fæstir af þeim handhöfum núverandi kvóta fengu hann úthlutaðan í byrjun heldur hafa þurft að kaupa hann fyrir gríðarlega fjármuni. Þessu kerfi er ekki hægt að kollavarpa með einu pennastriki, heldur þarf að hefja hægfara breytingar. Óveiddan kvóta mætti innkalla til ríkisins, banna mætti framsal, banna mætti frekari sölu kvóta og fleiri atriði en að fara fyrningarleið og ætla að fáum árum að innkalla allan kvóta er ekkert annað en banabiti fyrirtækja sem í dag eiga kvótann. Útgerðin er í dag að borga auðlindargjald og hærra tryggingargjald, sjómannaafslátt er verið að afnema í áföngum sem þýðir væntanlega að útgerðir þurfa að bæta sjómönnum það upp í hækkun launa, þannig að ég sé ekki að hægt sé að ganga nærri útgerðinni.
Jón Óskarsson, 21.1.2010 kl. 22:04
S æll Bjarni.
Þetta getur ekki verið skýrara, takk fyrir .
Kær kveðja
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 22:04
þá þarf einhver að vilja selja og einhver annar að vilja kaupa kvótann.
veistu Bjarnir útafhverju og hvenær flestar sölur á sjávarútvegsfyrirtækjum hafa átt sér stað? vegna hótana stjórnmálamanna um afnám og fyrrningu og rétt fyrir alþingiskosningar. núna virðst sem þú og aðrir séu að sanna það að þeir sem seldu kvótann frá sér og frá byggðunum sem þeir komu frá, breyttu rétt. þeir komust út úr kerfinu með peninga. hinir sem voru svo vitlausir, t.d. útgerðarmenn í Vestmannaeyjum að vilja starfa í sjávarútvegi og vinna að hag lands og þjóðar, fá höggið.
þú og aðrir eru að segja að það beri að refsa þeim sem vinna í sjávarútvegi. ástæðan: útaf því að þetta sé svo ósanngjarnt kerfi. að kvótinn sé þýfi og þar fram eftir götunum. það hefur eitt land farið í svona aðgerðir sem felast í eignarupptöku og endurúthlutun. í því landi ríkti í kjölfarið óðaverðbólga upp á hundrið milljóna prósenta, 6% þjóðarinnar hefur atvinnu, þriðjungur hennar hefur flúið landið til nágranna ríkjanna. þetta land var eitt sterkasta efnahagskerfi álfunnar með velmenntað vinnuafl, sterkar útfluttningsgreinar og iðnað sem var verið að byggja upp. Landið heitir Zimbabwe.
Fannar frá Rifi, 21.1.2010 kl. 22:18
Þetta er að sjálfsögðu rétt að í kvótakerfinu bý dauði sjávarbyggðanna um land allt. Ég man ekki betur en að boðið hafi verið í mest allan kvóta eyjamanna af Bakkarvararbræðrum hálftíma fyrir hrun. Hvað kom í veg fyrir sölu þá er mér ekki ljóst en það stóð tæpt um tíma. - kannski var fjármögnunin ekki nógu traustvekjandi.
Gísli Ingvarsson, 21.1.2010 kl. 22:19
Nú standa menn frammi fyrir því að reyna að nýta makríl næsta sumar. Vill einhver lána 250 milljónir til þess að eiga séns á að frysta hann?
Svarið er nei... Vegna þess að bankar hafa ekki og munu ekki taka veð í öðru en því sem byggir á afkomu þeirra fyrirtækja sem byggja á veiðum. Stál er einskis virði, sjáið til að einu sinni þá kostuðu skip 2- 3- fjórfallt stálverðið. Þá mátti ekki byggja ný skip vegna þess að... Jú það var ekki pláss fyrir fleiri og flotinn var rekinn með tapi. Til að geta endurnýjað skip þurfti að kaupa ónýt skip á morð fé. Þá eins og nú var hægt að selja skipið úr byggðalaginu. Engin breyting þar á þó kvótinn hafi komið til sögunnar.
Til þess að koma skikki á ruglið og neyða menn til þess að einbeita sér að magninu sem hægt var að veiða (þá var það sagt; án þess að ganga á stofnana), þá var málið EINFALDAÐ og ákveðið að í stað þess að keppast við að veiða sem mest á veiðidögunum, þá skipti það engu máli hvernig staðið væri að veiðunum sjálfum. Útgerðum var í sjálfsvald sett hvernig flotastýringin yrði.
Við græddum öll, á þessari breytingu og núna þegar loksins er hægt að gera áætlanir, stýra veiðum með helmingi færri skipum en áður osfrv. þá dettur parinu sem á sér enga hliðstæðu neinstaðar í veröldinni, nema þá mögulega hjá Hugo Shavez að feta sömu braut.
Þessi fyrning gerir það fyrst og fremst að verkum að hætt verður að fjárfesta í nýsköpun í iðnaðinum. Á því tapa allir en fyrst þeir sem þjónusta greinina, s.s. Háskólamenntað fólk og iðnaðarmenn. Er þetta það sem á að bjarga heimilunum? Jafna kjör landsmanna? En samt eingöngu þeirra sem eru á höfuðborgarsvæðinu því fjármagnið kemst aldrei út fyrir Elliðár. Dæmið hér að ofan með makrílinn er raunverulegt, svo einfallt er það. Það má síðan að bæta því við að ótrygg vinna, endurkoma verkstjórans á kassanum sem segir þú, þú og ekki þú, sé ekki langt undan, því óvissan mun gera það að verkum að allt verður skorið við nögl. Fólk einnig.
Sindri Karl Sigurðsson, 21.1.2010 kl. 23:03
Nú fær þjóðin aftur kvótann og þó fyrr hefði verið.
Þeir geta þakkað fyrir að sleppa við að borga gífurlegar skaðabætur sem eru háværastir núna. Það verður það næsta ef þeir ætla að vera með endalaust væl yfir að hafa fengið að ráðskast með þjóðar-afkomuna svona lengi. Kanski skynsamlegt af þeim að hafa sig hæga. Þeir ráða þessu ekki lengur.
Þeir verða þá bara að kæra til mannréttinda-dómstólsins eins og aðrir ef þeir telja sig hlunnfarna. Það liti nú aumingjalega út hjá þeim Þeir verða að sitja við sama borð og aðrir Íslendingar núna. M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.1.2010 kl. 23:08
Já þetta er alveg rétt hjá þér Anna.
Þetta snýst nefnilega um hefnd, er það ekki tilfellið? Engin praktík eða svoleiðis, bara hefnd...
Sindri Karl Sigurðsson, 21.1.2010 kl. 23:13
Mörg verk núverandi ríkisstjórnar snúast um "hefnd" og blint "hatur" á fyrra fyrirkomulagi. Þetta má til dæmis sjá á mörgum stöðum í breytingum á skattalögum sem samþykkt voru rétt fyrir jól. Fyrirhugaðar breytingar á sjávarútvegsstefnu virðast ætla að taka mið af einhverjum "hugsjónum" sem ekki hafa verið hugsaðar til enda, frekar en af skynsemi og yfirvegun.
Jón Óskarsson, 21.1.2010 kl. 23:26
Komið þið sæl öll, og takk fyrir innlitið og athugasemdir. Þó ég nefni Vestmannaeyjar í bloggi mínu hér fyrir ofan, getur þessi staða komið upp í hvaða sjávarbyggð sem er, og hefur reyndar gerst, að stærsti kvótinn hafi verið seldur burt. Ég er ekkert sérstaklega hlynntur þeirri fyrningarleið sem boðuð er, og hef áður nefnd það. Sú fyrning tekur allt of langan tíma. Best væri að innkalla kvótann á einni nóttu, eins og gert var hér áður þegar gengið var fellt. Leifa handhöfum kvótans síðan að veiða hann áfram næstu 10-20 árin gegn vægu gjaldi fyrstu árin, meðan menn væru að aðlagast þeirri staðreynd að óveiddur fiskur í sjónum væri orðin þjóðareign.
Varðandi það að menn hafi keypt kvóta og skuldsett útgerðina þess vegna, er það eitt að segja, menn vissu allan tíman að slík viðskipti væru áhættu fjárfesting, og að kvótinn yrði aflagður hvenær sem er. Skuldir sjávarútvegsins er eitt dæmið um ruglið sem fylgir þessu kerfi og öll hagræðingin við að gera út innan þess speglast í skuldunum.
Ekki má gleyma því að Mannréttindanefnd Sameiniðuþjóðanna hefur úrskurðað kvótakerfið sem mannréttindabrot. Jafnframt hefur alla tíð leigið fyrir að kerfið er brot á stjórnarskránni, vegna hafta á atvinnufrelsi manna.
Þegar mynnst er á HEFND liggur hún hjá þeim sem misstu völdin eftir síðustu kosningar, og er þvælingur Framsóknar og Sjálfstæðiflokks í Þinginu í Icesave-málinu besta dæmið um það. Þá má ekki síður benda á pólitísk skrif ritstjóra Morgunblaðsins.
Ríkistjórnin er að hreinsa upp eftir þessa menn, og hækkun skatta og aukin niðurskurður er afleiðing á mistökum þeirra.
Að lokum þetta, ástæðan fyrir því að útvegsmenn berjast hatramri baráttu fyrir kvótakerfinu er fyrst og fremst það, að tyggja útgöngu sína úr greininni með offjár í vasanum.
Bjarni Líndal Gestsson, 22.1.2010 kl. 11:23
Eg er alveg gáttaður á sumu fólki. Er þið ekki stödd á Íslandi? Veit engin hvað hefur gerst hér á síðasta ári? Er ekki verið að reyna að rétta þetta við? Eg get engan vegin séð að það þurfi ekki allir að taka þátt í því. Sumir eru fastir í því að líkja Íslandi við Simbabwe ef hróflað verður við kvótakerfinu, mér finnst að þeir sem það gera ættu að fara þangað og vera þar í svona 2-4 ár. Heiðarlegt fólk sem hefur starfað í sjávarútvegi hefur þurft að svíkja, stela, og svindla tíl þess að geta komist af. þetta er það versta í þessu kerfi, sem er ekkert alslæmt og gæti nýst við að stjórna fiskveiðum. En misvitrir stjórnmálamenn gráðugir bankamenn og margir óheiðarlegir útgerðarmenn eru búnir að afskræma kvótakerfið, þeir eru sjálfir búnir að eyðaleggja þetta innanfrá. Það hefur ekki þurft neinn frá Simbabwe eða tunglinu til að hjálpa þeim. Eg óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótann, leifum fólkinu að kjósa um þetta. Við erum búin að rífast um þetta í 20 ár og stöndum í sömu sporum. Stjórnmálamenn ráða ekki við þetta, kvótinn er ekkert minna hita mál heldu en iceseyf. Virkjum lýðræðið. Er það ekki i tísku í dag?
Bjarni Kjartansson, 23.1.2010 kl. 10:41
Fiskveiðistjórnunarkerfið sem slíkt er gott kerfi og það var bráðnauðsynlegt að koma því á, á sínum tíma. Hins vegar er það vonda við kerfið það brask sem viðgengist hefur með kvótann. Hitt er annað mál að í dag eiga sjálfsagt afar fáir þann kvóta sem fengu úthlutun á honum á sínum tíma. Mér hefur alla tíð þótt einkennilegt að þegar veiðiheimildir hafa verið auknar að þá skuli aflaheimildir þeirra sem þær "eiga" aukast sjálfkrafa. Eðlilegra hefði verið að menn þyrftu að "kaupa" viðbótina af ríkinu. Það að ætla núna að fara að taka kvótann af handhöfum hans í áföngum er ekkert annað en eignaupptaka.
Mig langar að setja það í annað samhengi: Tökum dæmi um bíl sem foreldrar gefa barninu sínu eftir að það fær bílpróf, (þó nokkuð er um að slikt sé gert). Nokkrum árum síðar selur viðkomandi barn bílinn til einhvers þriðja aðila og sá borgar fyrir bílinn markaðsverð á þeim tíma. Nokkru síðar koma svo foreldarnir sem gáfu barninu sínu bílinn og heimta að fá hann aftur frá þessum þriðja aðila án þess að greiða fyrir hann. Hætt er við að þeir sem tjá sig um að það sé sjálfsagt að þjóðnýta kvótann væru ekki sáttir við að vera bíleigandinn í þessu dæmi.
Það þarf að finna leiðir til þess að gera þessa hluti með öðrum hætti.
Jón Óskarsson, 23.1.2010 kl. 11:06
Bjarni K.: Gaman væri að sjá upptalningu frá þér á því sem núverandi stjórnvöld eru búin að gera á síðasta ári. Það sem gert hefur verið hefur ýmist tekið óratíma (dæmi endurreisn bankana og frágangur stofnefnahagsreiknings og uppgjörs okt-des.2008), menn hafa farið í marga hringi í sama máli (dæmi fæðingarorlof, vsk, ofl.), tillögur komið seint og illa unnar (dæmi skattmálin og tengd lög), málum þjösnað í gegnum þingið án eðlilegar umfjöllunar (skattamálin og fleira er dæmi um það.
Bjarni L.G.: Fjölmargt í nýbreyttum lögum um tekjuskatt og tengdum lögum sem drifin voru í gegn á ofurhraða, eftir að hafa verið lögð fram mörgum vikum of seint byggir á hefndarhug og menn verið frekar að vinna "hugmyndafræðilega sigra" en að hafa praktískar lausnir að leiðarljósi. Rústun á staðgreiðslukerfi skatta og stórkostlega auknu flækjustigi á ýmsum þáttum skattamála eru að skila hreinu "klinki" í ríkissjóð í stað þess sem hægt hefði verið að ná fram með öðrum hætti. Skattahækkanir sem hækka skatta á þá sem hafa eingöngu bætur til framfærslu um allt að 70% er varla það sem þurfti til að rétta þjóðarskútuna af. Skattahækkun á mann sem hefur atvinnuleysisbætur sem í dag eru kr. 149.523 fyrir meðalmánuð er 70,94% - Þessi hækkun "norrænu velferðarstjórnarinnar" á sköttum hinna lægst launuðu hlýtur að vera Framsókn og Sjálfstæðisflokki að kenna. Er það ekki ?
Jón Óskarsson, 23.1.2010 kl. 11:17
Jón Ó: Eg þarf ekkert að telja það upp, þú veist það jafn vel og eg. Eg er als ekkert sáttur, ekki frekar en þú. Eg sé að þú ert mjög litaður í pólitík, hvað myndir þú vilja gera í stöðunni? Ekki hef eg svörin? Mér þykir það miður hvað vinstri menn voru gráðugir í að taka við þessu ómokaða fjósi, auðvitað áttu þetta fólk sem var í flórnum að taka til eftir sig. Ert þú ekki sammála því? Ef þú mundir kúka í buxurnar mynduðu láta annan þrífa það? fullorðin maðurinn. Ef þú værir að kaupa bíl fyrir barnið þitt, sem búið væri að taka bílpróf og í kaupsamningnum stæði " Samkv lögum myndar þessi samningur ekki beint eignarhald yfir bílnum og hann gæti verið tekin af þér seinna" myndir þú kaupa bílinn? Þessi lög eru menn með á bakinu þegar þeir hafa verið að kaupa kvóta.
Bjarni Kjartansson, 23.1.2010 kl. 13:32
Það er fljótgert að telja það upp sem áunnist hefur af kröfur þeirra sem stóðu að "búsáhaldabyltingunni": a) Davíð farinn úr Seðlabankanum b) Ríkisstjórn Geirs Haarde féll. Þar með upptalið.
Ekkert bólar á aðgerðum fyrir skuldsett heimili. Ekkert er gert til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Þvert á móti er þrengt svo að atvinnustarfsemi með skattabreytingum að 86% af 400 stærstu fyrirtækjum landsins gera ráð fyrir að fækka fólki eða í besta falli halda í sama fjölda og nú er við störf. Verið er að gera sjálfstætt starfandi einstaklingum ókleift að starfa. Og nú á að rústa mikilvægustu útflutningsatvinnugreininni. Það virðist greinilega ekki vera nóg komið af gjaldþrotum, því nú á að stefna sjávarútveginum í gjaldþrot ásamt sjálfstætt starfandi einstaklingum og skuldsettum heimilum auk þeirra fjölda fyrirtækja sem þegar eru komin í þrot.
Ég veit ekki hvaða pólitískan lit þú sérð á mér, en skattabreytingar og fleira sem ég fjalla um eru á mínu þekkingarsviði og í mínu starfsumhverfi. Afleiðingar af röngum ákvörðum á því sviði blasa við mér daglega.
Ég get verið sammála þér Bjarni K í því að ákveðin blind valdagræðgi hafi valdið því að VG settist í ríkisstjórn í stað þess að segja við hina 3 flokkana: Þið berið allir ábyrgð á því hvernig fór og þið skulið gjöra svo vel og moka ykkar flór. Samfylking fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki vorið 2007 og mestu vandamálin sem við stöndum frammi fyrir hófust eftir þann tíma, en ráðherrum SF þóttu stólarnir svo góðir að þeir sofnuðu í þeim í stað þess að koma ferskir inn í stjórn og taka þar til og taka alvarlega viðvörunarbjöllur sem allsstaðar hringdu. Mér fannst með ólíkindum hvað sá flokkur fékk mikið af atkvæðum í síðustu kosningum því kjósendur hefðu átt á refsa þeim fyrir svefninn. Mörg mistök voru gerð á árum áður en það þýðir ekki endalaust að skella skuldinni á fyrri stjórnir, heldur áttu menn að laga agnúa. Skattastefna fyrri ríkisstjórna hefur ekki verið gallalaus og þar til að mynda var "góðærið" ekki nýtt til þess að safna í sjóði atvinnuleysistrygginga. Meira að segja þegar allt var hér komið í strand þá datt mönnum ekki í hug að hækka tryggingargjald og það var óbreytt frá 2007 til 30.júní 2009.
Varðandi kvótann þá hefði hann aldrei átt að vera veðsetjanlegur og um sölu hans átt að gilda strangar reglur þar sem ríki og sveitarfélög ættu að hafa haft forkaupsrétt. Kvóti á ekki að mynda eignarrétt, en þar sem hann hefur í raun gert það þá verða menn að fara varlega í breytingar. Það er ekki rétti tíminn núna til þess að ráðast að þeim fyrirtækjum sem eru að skapa verðmæti í landinu og veita fólki atvinnu. Því miður virðast margar ákvarðanir stjórnvalda vera til þess að annað hvort að tefja og koma í veg fyrir framkvæmdir eða valda því að fyrirtæki verða að segja upp fólki. Á sama tíma breyta stjórnvöld lögum um atvinnuleysistryggingar þannig að í raun er verið að falsa tölur um raunverulegt atvinnuleysi því verið er að útiloka ýmsa hópa frá því að eiga rétt til atvinnuleysisbóta. Sjávarútvegsmálin eru flókin og í þeim engin ein auðveld lausn. Gera þarf fjölmargar breytingar og lagfæringar en þær þarf að vinna í fullri sátt allra sem að málinu þurfa að koma og þar er útilokað að undanskilja hagsmunaaðila eins og varaformaður SF vill að gert sé, sbr. viðtal sem hann á sjónvarsstöðinni ÍNN. Breytingar sem gerðar verða þurfa að koma til framkvæmda í áföngum og dreifast yfir langan tíma.
Í atvinnu og skattamálum þá var það versta sem hægt var að gera að hækka skatthlutföll og fastar álögur á skattstofna sem dregist hafa saman. Þvert á móti hefði þurft að annað tveggja halda álagningarhlutföllum óbreyttum eða lækka þau. Breikka þarf skattstofna og stækka þá og þannig fá inn meiri tekjur, örva atvinnulífið og hvetja til atvinnuskapandi verkefna. Slíkt dregur úr óarðbærum útgjöldum ríkisins og eykur tekjur
Jón Óskarsson, 23.1.2010 kl. 14:36
Jón: Síðasta færsla þín er góð, eg get verið sammála þér í flestum tilfellum. Eg hef ekki sagt, og mæli ekki með að taka neitt af neinum útgerðamanninum , þeim hefur verið gefin kostur á að vinna eftir þessu kerfi, og auðvitað reyna menn að fara eins langt og mögulegt er, en margir farið yfir strikið óáreittir, þess vegna verður aldrei sátt um þetta óbreitt.
Bjarni Kjartansson, 23.1.2010 kl. 15:52
Jón Óskarsson! Mikið rétt skattahækkanir og ekki bara á lægstu laun eru Sjálfstæðisflokknum og Framsókn að kenna. Þeirra var stjórnleysið á löngum valdatíma og viðskilnaður. Það er ekki bara að þeir beri ábyrgð á skattahækkunum, heldur líka þeim mikla niðurskurði ríkisútgjalda sem gera þarf, og ekki síst hörmulegu ástandi heimilanna í landinu, svo eitthvað sé nefnt.
Varðandi forkaupsrétt sveitarfélaga á kvótanum, held ég að hann sé enn fyrir hendi í lögunum um stjórn fiskveiða. Málið er að sveitastjórnirnar í landinu hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að nýta sér hann. Líka það, að útgerðamenn sáu strax leið fram hjá þessu ákvæði laganna. Dæmi um slíkt var þegar Hrönn hf. á Ísafirði var sameinuð Samherja hf. á Akureyri, og kvóti Guðbjargar ÍS-46 var á þann hátt innlimaður á flota Samherja, þegar útgerð Guðbjargar var lögð niður. Þannig myndaðist engin forkaupsréttur hjá Ísafjarðarbæ. Bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson gat flutt aftur norður, hann hafði lokið sínu verki.
Ég vil svo þakka þér og Bjarna Kjartanssyni fyrir ágæt skoðunarskipti hér að ofan. Því miður komst ég ekki í tölvuna fyrr en núna til að lesa ykkar ágæta innlegg.
Með kveðju,
Bjarni Líndal Gestsson, 24.1.2010 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.