Innköllun kvóta er ekki afnám veiðiheimildar.

Ólína Þorvarðardóttir og Friðrik Arngrímsson tókust á í Kastljósinu í kvöld um innköllun kvótans. Ólína stóð sig vel eins endranær. Henni tókst að upplýsa Friðrik um, að ekki ætti að taka af útgerðinni veiðiheimildirnar þótt kvótinn verði innkallaður. Friðrik lét sem þetta væru ný sannindi fyrir hann, en auðvitað veit hann betur. Aftur á móti hafa útvegsmenn notað það í áróðursskini, að með því að taka af þeim kvótann, sé verið að banna þeim að veiða. Auðvitað þarf heimildin til að veiða fisk ekki vera bundinn við, að útgerðin eigi svo og svo mikið af óveiddum fiski í sjónum, sem hún geti ráðstafað af vild, hvort sem er með sölu eða leigu. Þjóðin á þessa auðlind og á að  ákveða ráðstöfun hennar, hvort sem það yrði gert með nýju fiskveiðistjórnunarkerfi, útleigu á kvóta eða leifa frjálsar veiðar. Gott tilefni til þjóðaratkvæðagreiðslu.
 
 Ólína sagði að ef útvegsmenn framkvæmdu hótun sína að  sigla  í land og binda skipin við bryggju  væri það hryðjuverk. Hún taldi að stjórnvöld yrðu að bregðast við með því að úthluta öðrum veiðiheimildirnar, sem ekki hefðu kvóta í dag. Þetta er rétt hjá henni, nóg er af sjómönnum og skipum sem ekki hafa rétt til að veiða,  og geta sótt þetta lítilræði sem leyft er að veiða á þessu ári.
 
Það er svo annað mál að með hótun sinni sýnir LÍÚ óþjóðhollustu ,og að útvegsmenn innan þeirra raða er ekki treystandi fyrir auðlindinni. Enda hafa þeir braskað með hana, og gert íslenska útgerð stór skulduga  erlendis, veðsett kvótann og þar með fiskimiðin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bjarni þetta er alveg hárrétt hjá þér.  Ólína stóð sig þarna eins og hetja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2010 kl. 23:30

2 identicon

Hef aldrei verið aðdáandi hennar Ólínu en hún stendur sig vel í

kvótamálunum.Vonandi að menn fari að nota þetta sem þjóðareign. Það væri

líka gott ef menn fengu bónus fyrir að nota minni olíunotkun á hvert veitt

kíló en ekki þessi línutvöföldun? Því minni olíu sem við förum með á kíló

því meiri arður.

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband