Til hamingju stjórnarandstaða og Co

Greinilegt er að forusta stjórnarandstöðunnar þora ekki að taka við stjórnartaumunum og vilja að stjórnin sitji áfram. Ef meirihluti þjóðarinnar segir nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, verður stjórnin að segja af sér og afhenda Bjarna Ben og Sigmundi Davíð að leysa Icesave - deiluna við Breta og Hollendinga. Þótt viðtöl við þessa ágætu menn sýni að þeir eru hræddir við að þurfa taka við, verða þeir að sætta sig við það. Þeir hafa unnið til þeirra verðlauna. Vissulega yrði gaman að sjá þann samning sem þeir myndu færa þjóðinni sem ráðherrar.

Nú er það svo að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa skapað fordæmi fyrir því, að kippa settum lögum til baka og láta þau ekki fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkistjórnin getur valið þá leið, og forðað þjóðinni frá því, að hruna flokkarnir kæmust til valda. Eftir stæðu lögin frá í sumar, og Bretar og Hollendingur myndu þá væntanlega segja samningnum upp. Þannig myndi skapast tækifæri til að hefja samningaviðræður að nýju. Ef svo færi legg ég til að forusta stjórnarandstöðunnar ásamt Ögmundi yrðu í þeirri samninganefnd.

 


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eg er alveg sammála nafni, það er alveg nauðsynlegt að forusta stjórnarandstöðunnar verði skipuð í nýja samninganefnd. Hinir geta þá farið að gera einkvað annað þarfara á meðan.   Tryggum lýðræðið.

Bjarni Kjartansson, 5.1.2010 kl. 13:26

2 identicon

Verð nú samt að minna á að samfylkingin var búin að vera í ríkisstjórn í meira en ár þegar hrunið varð og klúðraði algjörlega sínum málum. Hún var jú annar flokkurinn í ríkisstjórn sem var ekki bara arga hægrisinnuð heldur féll líka vegna óánægju lýðsins ;)

Vinstri stjórn hvað? Ég hélt að til þess þyrftu báðir flokkar að vera á vinstri væng ríkisstjórnar... :)

Aðalbjörn (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:40

3 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll nafni! Alveg rétt hjá þér, vinnufriður kæmist vonandi á Alþingi meðan þeir væru að rembast við að semja við Breta og Hollendinga.

Sæll Aðalbjörn! Það er nú einu sinni svo að báðir flokkarnir í ríkistjórninni eru til vinstri, enda stefna þeirra byggð á jafnrétti og bræðralagi. En því verður ekki á móti mælt að Ingibjörg Sólrún setti ljótan blett á Samfylkinguna með því að semja við Geir um stjórnarsamstarf og sofa með honum á verðinum. Ekki má gleyma því að allir sváfu á verðinum, öll þjóðin svaf því miður.

Bjarni Líndal Gestsson, 5.1.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband