Lýðskrum stjórnarandstöðunnar.

Það varð uppi fótur og fit þegar það barst út um landsbyggðina, að ríkistjórn vinstri flokkanna væri búin að lækka vasapeninga eldri borgara á hjúkrunarheimilum landsins. En ljóst má vera samkvæmt þessari frétt, að hér er um að ræða útúrsnúning og lýðskrum af hálfu stjórnarandstöðunnar. Hvar sem maður kom við í dag, var verið að ræða hvað vinstristjórnin legðist lágt að ráðast á eldri borgara á þennan hátt. Fólk sem kosið hefur þessa flokka heyrðist lýsa því yfir að þeir fengju ekki sitt atkvæði framar.

Ljóst var að lýðskrum stjórnarandstöðunnar var strax farið að bera árangur, og segja má að varla verði lagst lægra í pólitískum tilgangi. Sannleikurinn er sá að vasapeningar hafa hækkað frá árinu 2007 úr 28.591.- í 41.895 krónur. Auðvitað verður að stefna að því, að hætta taka fjárráðin af þessu fólki og greiða full eftirlaun eftir að lagst er inn á hjúkrunarheimili, eins og Verkefnastjórn um endurskoðun almannatrygginga hefur lagt til.

 


mbl.is Upphæð vasapeninga lækkar ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bjarni.

Ég lét glepjast af fyrstu fréttinni , sem birtist hér á blogginu, og bloggaði í samræmi við þá frétt ! En nú veit ég betur. Engu að síður þurfum við Bjarni minn, að vera á verði yfir VELFERÐ ÞEIRRA  sem að gengu á undan okkur !

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Þórarinn.

Ég sá það eftir að ég bloggaði í gær að þú lést glepjast eins og þú segir. Ég gerði það líka í fyrstu, og tók undir með þeim sem ég hitti, að nú hefði ríkistjórnin gengið of langt. Með þessu væri hún búin að setja svartan blett á jafnaðarstefnuna. En sem betur fer reyndist þetta vera rangtúlkað af hálfu stjórnarandstöðunnar. Tek undir það með þér að gæta þarf að velferð þeirra sem gengu á undan okkur. Krafan er að það haldi sínum eftirlaunum og geti borgað fyrir sig sjálft. Eins að hjúkrunarheimilin séu þannig búin, að fólk geti verið útaf fyrir sig.

Kær kveðja Þórarinn minn og gleðileg jól.

Bjarni Líndal Gestsson, 23.12.2009 kl. 15:48

3 identicon

Sæll Bjarni minn.

Við komumst báðir að kjarna málsins. Og þeð er gott, ég vissi líka hvaða mann þú hefur að geyma. Já, gleymum ekki að gera það besta fyrir gamla fólkið.

Kær kveðja á þig og þína Bjarni

og svo óskir til þín og allra þinna um gleðilega hátíð.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 16:49

4 identicon

Gleðileg jól Bjarni það er gott hérna á Kanarí lítið af fólki og fínn hiti. Á ekki að fara hætta að blogga hjá honum Davíð og fara bara á feisið? Við erum samverkamenn ég og Davíð. Við höfum víst sama atvinnurekanda.

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 22:51

5 identicon

Smá skot frá kanarí

http://www.youtube.com/watch?v=2M5ZxtWqHYA

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 01:49

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Gott að þið eruð ánægðir,og ekkert hefur hallað á aldraða.

Eyjólfur G Svavarsson, 1.1.2010 kl. 17:34

7 identicon

Ég held að enginn sé ánægður með stöðu eldri borgara. Frekar en stöðu verkafólks eða stöðu hins almenna Íslendings.

Við stöndum í skít upp fyrir höfuð,sem fyrverandi stjórnvöld eru ábyrg fyrir.

Við vinnum okkur upp úr þessu eins og við höfum gert fyrr, en í guðana bænum munið þá hver kom okkur í þessa stöðu.

Sjálfstæðismenn vilja taka skattinn strax af lífeyrisgreiðslunum sem þýðir að þegar mín kynslóð fer á bætur þá fær ríkiskassinn

mikið minni tekjur þar sem stór hluti þjóðarinnar verður komin á eftirlaun.

Við megum vera sátt við hvað við höfum.Lítið á hvernig aðrar þjóðir hafa það? Gamalt fólk í USA það er látið deyja drotti sínum

þegar þau fá sjúkdóma þar sem tryggingin nær ekki yfir svo dýra sjúkdóma.

Gamalt fólk í asíu er alveg komið uppá ættingjana. Það betlar á götunum því fjölskyldan er flutt í burtu. Er í þrælabúðum heimshyggjunar.

Ég er sáttur hvernig við höfum það og vonandi munið þið hvað gerðist og hverjir sköpuðu það umhverfi,og hverjir notfærðu sér þessar aðstæður.

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband