Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Tveir flokkar kusu eftir flokkslínum

Við atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær um að ákæra fyrir Landsdómi fjóra fyrrverandi ráðherra í ríkistjórn Geirs H. Haarde, kusu tveir flokkar eftir fyrirfram ákveðinni línu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sammæltust um að greiða atkvæði gegn ákæru. Í tilraun til að bjarga Geir og Árna urðu þeir að hafna ákæru á hin líka. Annað hefði litið illa út fyrir flokkinn.

Hreyfingin hafði greinilega komið sér saman um niðurstöðu, enda flokkur sem er á móti tilveru fjórflokkanna og vill stjórnleysi inn á Alþingi.

Vinstri grænir greiddu allir atkvæði með ákæru á hendur öllum fjórum.  Greinilega pólitískt hatur að baki, enda vildi Geir ekki samstarf við þá er hann myndaði ríkistjórnina, samkvæmt því sem hann upplýsti í kastljósinu í gærkvöld

Framsóknar- og Samfylkingarþingmenn greiddu atkvæði tvist og bast, voru greinilega hver og einn að fara eftir eigin sannfæringu, en ekki eftir fyrirfram ákvörðun þingflokkanna.

En eins og ég hef bloggað um áður var ekki ástæða til að ákæra þetta fólk, ef ekki er hægt að ná til þeirra sem stóðu að einkavæðingu bankanna og tóku ákvörðun um að skipta á milli sinna flokka Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Vinir þeirra sem fengu bankanna í hendur reyndust ekki traustsins verðir.

Fyrst að svona fór, að Geir verður dreginn fyrir Landsdóm, hefði ég viljað sjá bæði Davíð Oddsson sem fyrrverandi forsætisráðherra og síðan Seðlabankastjóra, og Halldór Ásgrímsson hans hægri hönd og viljalaust verkfæri í stjórn hans við hliðina á honum fyrir Landsdómi. Geir þá sem fyrrverandi fjármálaráðherra. Ekki má gleyma fyrrverandi bankamálaráðherra Valgerði Sverrisdóttur.

Enn og aftur hvers vegna ganga meintir bankaræningjar lausir og stunda sína fjárplógsstarfsemi eins og ekkert hafi í skorist, og hafa haft nægan tíma til að dreifa illafengnu fé sínu inn á reikninga víða um heiminn? Er ekki vani að almúgamaðurinn, sem til dæmis rænir banka, sé hafður í gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn stendur?

Að lokum: Stjórnaliðar farið nú að snúa ykkur að alvarlegri málum og leggið fram frumvörp strax á næsta þingi í flýti meðferð, sem slær skjaldborg um heimilin í landinu og komið atvinnulífinu í gang. Atvinnu sem skapa tekjur en ekki atvinnubótavinnu til dæmis með því að auka veiðiheimildir í breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi, og með því að nýta orkuauðlindir landsins.


Skoskir sjómenn og makríllinn

Ég er sammála sjómönnum í Skotlandi. Það kemur ekki til greina að íslendingar fái að veiða makríl innan Evrópskrar fiskveiðilögsögu. Enda myndi það kalla á gagnkvæm viðskipti.  En við spyrjum heldur ekki Evrópusambandið að því, hvað við veiðum innan okkar lögsögu, eða hve mikið við veiðum.

 


mbl.is ESB hleypi Íslendingum ekki inn í lögsöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðuleikasáttmálar

Ef aðilar vinnumarkaðarins telja að ekki hafi verið staðið við síðasta stöðuleikasáttmála, eiga þeir ekki að ganga frá og skrifa undir nýjan kjarasamning, fyrr en svo hefur verið gert.

Þegar stjórnvöld hafa staðið við þann sáttmála, er tímabært að ákveða hvort nauðsyn sé á nýjum stöðuleikasáttmála, og ef svo reynist vera, að tímasetja öll loforð í þeim sáttmála, og skrifa undir með þeim fyrirvara, að ef ekki er staðið við þær tímasetningar, þá sé allur kjarasamningurinn úr gildi fallinn. Þar með talinn samningurinn milli aðila vinnumarkaðarins.

 

 

 


mbl.is Stöðugleikasáttmálinn verði framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KVÓTI.

Kommúnismi og fasismi eru hugtök sem eiga samleið með þeim stjórnarháttum sem orðið KVÓTI stendur fyrir. Annars vegar er hann notaður til að takmarka framleiðslu bænda vegna þess að markaðurinn er of lítill, það er að segja of fáir munnar til að éta afurðir þeirra. Hinsvegar er kvóti notaður til að draga úr nýtingu sjávarafla vegna þess að reiknimeistarar hafa reiknað það út að of lítið sé af fiski í sjónum. Í báðum tilvikum er kvótinn framseljanlegur. Hann er sem sagt verkfæri einokunar og brot á lýðræði.
 
Þeir sem styðja kvótakerfi kommúnismans tilheyra stjórnarháttum frjálshyggju, frelsi til athafna og frjálsa samkeppni á markaði. Sem hafa það á stefnuskrá að sá sem verður undir í samkeppni eigi að fara á hausinn og hætta starfssemi. Þeir styðja líka þann fasisma sem felst í því að einoka grundvallar atvinnugreinar landsins, landbúnað og sjávarútveg. Enginn fær að reka bú, eða útgerð nema hafa keypt kvóta af þeim sem einkaréttinn hafa.
 
Kvóti brýtur stjórnarskrá Íslands og mannréttindi. Hann á því engan rétt á sér í lýðræðisþjóðfélagi og á að leggjast af. Allir þeir sem hafa hug á því að gerast bændur eða útgerðamenn eiga að hafa rétt til þess. Því verður að finna aðra leið til að stýra framleiðslu getu þessara atvinnugreina.

Kvóti í hendi í dag,seldur á morgun í annað byggðalag.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að aldrei í þúsund ára sögu byggðar í Eyjum hafi ríkt jafn mikil óvissa um afkomu íbúa þar og nú. Tilefni þessara orða er ákvörðun stjórnvalda að innkalla kvótann á 20 árum.

Það er meiri óvissa falin í kvótakerfinu. Ef allur kvóti yrði keyptur frá Vestmannaeyjum, hvernig færi þá fyrir Eyjum og því ágæta fólki sem þar býr. Óraunhæft segir einhver, en staðreyndin er sú, að þessi möguleiki er falinn í kerfinu. Myndu útgerðamenn í Eyjum standast ofur tilboð í kvótann, ef nógu fjárhagslega sterkir aðilar gerðu þeim tilboð. Engin hefur enn staðist að stinga milljörðum í vasann, þótt afleiðing þess sé hörmuleg fyrir byggðalagið. Engum er treystandi fyrir þessu fjöreggi þjóðarinnar, sem óveiddur fiskur er, nema þjóðinni sjálfri.


mbl.is Aldrei ríkt eins mikil óvissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innköllun kvóta er ekki afnám veiðiheimildar.

Ólína Þorvarðardóttir og Friðrik Arngrímsson tókust á í Kastljósinu í kvöld um innköllun kvótans. Ólína stóð sig vel eins endranær. Henni tókst að upplýsa Friðrik um, að ekki ætti að taka af útgerðinni veiðiheimildirnar þótt kvótinn verði innkallaður. Friðrik lét sem þetta væru ný sannindi fyrir hann, en auðvitað veit hann betur. Aftur á móti hafa útvegsmenn notað það í áróðursskini, að með því að taka af þeim kvótann, sé verið að banna þeim að veiða. Auðvitað þarf heimildin til að veiða fisk ekki vera bundinn við, að útgerðin eigi svo og svo mikið af óveiddum fiski í sjónum, sem hún geti ráðstafað af vild, hvort sem er með sölu eða leigu. Þjóðin á þessa auðlind og á að  ákveða ráðstöfun hennar, hvort sem það yrði gert með nýju fiskveiðistjórnunarkerfi, útleigu á kvóta eða leifa frjálsar veiðar. Gott tilefni til þjóðaratkvæðagreiðslu.
 
 Ólína sagði að ef útvegsmenn framkvæmdu hótun sína að  sigla  í land og binda skipin við bryggju  væri það hryðjuverk. Hún taldi að stjórnvöld yrðu að bregðast við með því að úthluta öðrum veiðiheimildirnar, sem ekki hefðu kvóta í dag. Þetta er rétt hjá henni, nóg er af sjómönnum og skipum sem ekki hafa rétt til að veiða,  og geta sótt þetta lítilræði sem leyft er að veiða á þessu ári.
 
Það er svo annað mál að með hótun sinni sýnir LÍÚ óþjóðhollustu ,og að útvegsmenn innan þeirra raða er ekki treystandi fyrir auðlindinni. Enda hafa þeir braskað með hana, og gert íslenska útgerð stór skulduga  erlendis, veðsett kvótann og þar með fiskimiðin.

Óunninn fiskur úr landi. Nei takk.

Ég tek undir með Útvegsbændafélaginu Heimaey, að ekki eigi að skerða aflaheimildir þeirra útgerða sem selja afla á erlendum ferskfisksmörkuðum. Heldur ætti að banna allan útflutning á óunnum fiski á meðan atvinnuleysi ríkir í landinu. Og als ekki flytja hann til Bretlands, með þakklæti fyrir hryðjuverkalögin.
 
Þjóðin á fiskinn í hafinu og hlýtur að gera þá kröfu að allur fiskur sé unninn hér á landi. Draga með því úr atvinnuleysinu, sem þýðir minni atvinnuleysisbætur og auknar skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Það er ekki réttlætanlegt að leyfa útflutning á ferskum fiski á meðan aflaheimildir eru ekki meiri en þær eru í dag. Jafnvel þótt fáist hærra verð á erlendum mörkuðum en innan lands.
 
Ef Vestmanneyingar komast ekki yfir að vinna þann afla sem til þeirra berst, er skylda þeirra að sigla með hann á fiskmarkaði upp á landi. 

mbl.is Mótmælir kvótaskerðingu vegna útflutnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutverk lífeyrissjóðanna.

Vegna vaxandi eftirspurnar eftir fjármagni lífeyrissjóðanna, er rétt að mynna á hlutverk þeirra í samfélaginu. En það er, að greiða sjóðfélögum sínum ellilífeyrir til æviloka á aldursbilinu 62ja til 70 ára, eftir því sem viðkomandi sjóðfélagi velur. Það er að segja skerta lífeyrir frá 62ja til 67 ára aldurs, og hækkaðan lífeyrir frá 67 til 70 ára. Óskertur ellilífeyrir er greiddur frá og með 67 ára aldri.

Örorkulífeyrir eiga sjóðirnir að greiða, verði sjóðfélagi fyrir slysi eða veikindum sem valda honum orkutapi sem svarar til örorku 50% eða meir. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum á viðkomandi sjóðfélagi rétt á framreikningi áunninna réttinda sinna síðustu 4 árin fyrir orkutap, til 67 ára aldurs.

Makalífeyrir við fráfall sjóðfélaga, sem nemur 50% ellilífeyrisréttinda sjóðfélagans ásamt framreikningi ef fráfall hans hefur orðið fyrir 67 ára aldur. Greiðsla makalífeyris er tímabundin, en þó aldrei styttri en þar til yngsta barn er orðið 20 ára.

Barnalífeyrir greiðist þeim börnum eða kjörbörnum sem ekki hafa náð 18 ára aldri við fráfall foreldris sem greidd  hefur í sjóðinn eða notið örorku- eða ellilífeyris úr honum.

Að framan rituðu má ljóst vera að skuldbindingar sjóðanna eru miklar, bæði til nútíðar og framtíðar. Ávöxtun á iðgjöldum sjóðfélaganna er því mikilvæg, enda stendur hún að miklu leiti undir lífeyrisgreiðslum.

Þeir sem sækjast eftir að höndla með þessa peninga, hvort sem það eru ríkissjóður, sveitarfélög eða fyrirtæki, verða tryggja lífeyrissjóðunum bæði örugga endurgreiðslu og góða ávöxtun. Í raun kemur sjóðunum ekkert við hvort peningarnir eru notaðir í byggingu landsspítala, umferðamiðstöðvar, lagningu vega, eða endurreisnar fyrirtækja, ef ávöxtun er ásættanleg og örugg trygging liggur fyrir afborgunum vaxta og endurgreiðslu. Ef þessum skilyrðum er fullnægt er ekkert því til fyrirstöðu að sjóðirnir láni fjármagnið til margra ára.

Miklar áhættu fjárfestingar hjá lífeyrissjóðunum heyra vonandi sögunni til, eftir stórfalt tap vegna fjármálahrunsins á síðasta ári.


Ríkisábyrgð á Iceseve eftir 2024 ef með þarf.

Annað hvort tökum við sem þjóð ábyrgð á greiðslu lána vegna Iceseve eða ekki. Það var í upphafi vitleysa að takmarka ríkisábyrgðina við árið 2024 þegar lánin eiga að vera uppgreidd. Ef okkur tekst ekki að greiða upp lánin á þeim tíma, verður ekki komist hjá því að semja um framlengingu, og þá verður krafist ríkisábyrgðar á eftirstöðvum lánanna, eða lætur íhald og framsókn sér detta annað í hug.

Nei, þeir vita betur, allt  fyrirvara klúður þeirra hefur fyrst og fremst snúist um að tefja nauðsynleg störf ríkistjórnarinnar,  og skapa skilyrði fyrir því að koma henni frá. Þeim væri nær að  taka ábyrgð á,  að hafa komið þjóðinni í þessi vandræði með einkavæðingu Landsbankans, og reka heiðarlega stjórnarandstöðu á Alþingi.


mbl.is Ríkisábyrgð tekur ekki gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband