Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.1.2010 | 15:16
Er ríkistjórnin starfstjórn ?
Það er nú kannski of djúpt tekið í árina hjá Birni Val að ríkistjórnin sé starfstjórn, en hitt er ljóst að hún verður að segja af sér ef þjóðin segir nei við ríkisábyrgðinni. Forsetinn leggur fyrir þjóðina mál sem ríkistjórnin telur ekki lengra komist með í samningum við Breta og Hollendinga, og því eðlilegt að hún afhendi þeim málið sem telja sig geta náð betri samningum.
Kosningin 20. febrúar n.k., snýst ekki bara um að fella gildandi lög, heldur líka um traust á ríkistjórninni og traust okkar meðal þjóðanna. Stór hluti almennings sem greiða mun atkvæði gegn lögunum vill fella samningin úr gildi, og neita að borga innstæðutryggingu Icesave-reikninganna.
Það er ekki alls kosta rétt að þeir fjölmiðlar erlendis sem héldu því fram að Íslendingar neituðu að borga væru að fara með rangt mál. Ef tekið er mið af bloggfærslum, viðtölum við fólk og skoðunarkönnunum, má ljóst vera að hugsanlega er meirihluti þjóðarinnar á móti því að borga.
Allur vindur er að leka úr hinum ungu forustumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, sem hafa fram að þessu haldið því fram að við ættum ekki að borga, og neyða Breta og Hollendinga til að sækja málið fyrir dómstólum, nú keppast þeir við að lýsa því yfir að þjóðin eigi að borga. Þeim er sennilega orðið ljóst að miklar lýkur eru á því, að við yrðum dæmd til að borga,- ekki bara innstæðutrygginguna,- heldur alla upphæðina, sem mun vera helmingi hærri, og hún yrði gjaldfeld strax eftir dómsuppkvaðningu. Einnig er ljóst að þeir eru hræddir við að fylgja málinu eftir, ef stjórnin fellur eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Ekki er alslæmt að ríkistjórnin ætlar ekki að nýta sér það fordæmi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, að kippa lögunum til baka undir þessum kringum stæðum, heldur efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Bæði kemur þá í ljós hvort stjórnin hefur nægilegt traust meðal þjóðarinnar til að halda áfram uppbyggingastarfinu, og ekki síður skapast fordæmi fyrir því, að leggja allar mikilvægar ákvarðanir fyrir þjóðina.
Mörg mál eiga eftir að koma upp sem þjóðin mun krefjast að greiða atkvæði um, hvort sem forsetinn skrifar undir lög eða ekki. Er nærtækast að nefna innköllun aflaheimilda í sjávarútvegi.
![]() |
Ríkisstjórnin er starfsstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2010 | 12:18
Til hamingju stjórnarandstaða og Co
Greinilegt er að forusta stjórnarandstöðunnar þora ekki að taka við stjórnartaumunum og vilja að stjórnin sitji áfram. Ef meirihluti þjóðarinnar segir nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, verður stjórnin að segja af sér og afhenda Bjarna Ben og Sigmundi Davíð að leysa Icesave - deiluna við Breta og Hollendinga. Þótt viðtöl við þessa ágætu menn sýni að þeir eru hræddir við að þurfa taka við, verða þeir að sætta sig við það. Þeir hafa unnið til þeirra verðlauna. Vissulega yrði gaman að sjá þann samning sem þeir myndu færa þjóðinni sem ráðherrar.
Nú er það svo að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa skapað fordæmi fyrir því, að kippa settum lögum til baka og láta þau ekki fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkistjórnin getur valið þá leið, og forðað þjóðinni frá því, að hruna flokkarnir kæmust til valda. Eftir stæðu lögin frá í sumar, og Bretar og Hollendingur myndu þá væntanlega segja samningnum upp. Þannig myndi skapast tækifæri til að hefja samningaviðræður að nýju. Ef svo færi legg ég til að forusta stjórnarandstöðunnar ásamt Ögmundi yrðu í þeirri samninganefnd.
![]() |
Staðfestir ekki Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2009 | 18:09
Lýðskrum stjórnarandstöðunnar.
Það varð uppi fótur og fit þegar það barst út um landsbyggðina, að ríkistjórn vinstri flokkanna væri búin að lækka vasapeninga eldri borgara á hjúkrunarheimilum landsins. En ljóst má vera samkvæmt þessari frétt, að hér er um að ræða útúrsnúning og lýðskrum af hálfu stjórnarandstöðunnar. Hvar sem maður kom við í dag, var verið að ræða hvað vinstristjórnin legðist lágt að ráðast á eldri borgara á þennan hátt. Fólk sem kosið hefur þessa flokka heyrðist lýsa því yfir að þeir fengju ekki sitt atkvæði framar.
Ljóst var að lýðskrum stjórnarandstöðunnar var strax farið að bera árangur, og segja má að varla verði lagst lægra í pólitískum tilgangi. Sannleikurinn er sá að vasapeningar hafa hækkað frá árinu 2007 úr 28.591.- í 41.895 krónur. Auðvitað verður að stefna að því, að hætta taka fjárráðin af þessu fólki og greiða full eftirlaun eftir að lagst er inn á hjúkrunarheimili, eins og Verkefnastjórn um endurskoðun almannatrygginga hefur lagt til.
![]() |
Upphæð vasapeninga lækkar ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2009 | 20:16
Borgum ekki ! Gæti orðið Íslendingum dýrkeypt.
Í lögfræðiáliti frá bresku lögmannsstofnunni Mishcon de Reya, segir meðal annars:
''Hafni Alþingi lagafrumvarpinu kunni Ísland og Bretland að leita dómsúrskurðar. Niðurstaða slíks úrskurðar kunni að vera meira íþyngjandi en ákvæði Icesave-samkomulagsins og hugsanlega yrði Íslandi gert að greiða skuldbindingar að fullu án tafar. Hins vegar gæti slíkur málarekstur tekið langan tíma.''
Við sem styðjum það að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave-samninginn höfum aldrei efast um að dómstólaleiðin sé stór hættuleg fyrir okkur Íslendinga, þar sem líkurnar á því að vinna málið fyrir dómstólum séu litlar sem engar. Meira segja yrði íslenskur dómstóll að dæma okkur í óhag,vegna þess hvernig málið er til komið. Þá ekki síst Alþjóðadómstóllin, þar sem málið myndi enda eftir einhver ár.
Hættan á dómstólaúrskurði yrði sá, að við yrðum dæmd til að greiða allan skaðann, sem mun vera tvöfaldur Icesave-samningurinn og hann yrði gjaldfelldur strax. Það þarf enga lögfræðinga til að átta sig á þessu. Ég hef áður bent á þessa hættu í bloggi mínu.
![]() |
Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2009 | 16:25
Óunninn fiskur úr landi. Nei takk.
![]() |
Mótmælir kvótaskerðingu vegna útflutnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2009 | 23:18
Aðild Íslands að innrásinni í Írak árið 2003.
Það er löngu tímabært að láta rannsaka með hvaða hætti ákvörðun var tekin um að Íslendingar lýstu stuðningi við innrás Bandaríkjanna í Írak. Grunur var um að tveir ráðherrar í þáverandi ríkistjórn hefðu tekið þessa ákvörðun, án þess að leggja málið fyrir ríkistjórnina, og alls ekki fyrir utanríkismálanefnd Alþingis. Þessari óvissu þarf að eyða, enda mjög alvarlegt ef satt reynist. Íslenska ríkistjórnin ætti að afturkalla þennan stuðning þótt seint sé, og biðja Írösku þjóðina afsökunar.
Íslendingar eiga aldrei að gerast aðili, eða lýsa stuðningi við innrás inn í annað ríki og gera þjóðina ábyrga fyrir morðum á saklausu fólki.
Bandarísk stjórnvöld skulda heiminum skíringu á því, hvers vegna þessi innrás var gerð, eftir að það kom í ljós að Írakar áttu engin gereyðingarvopn. Var það olían sem var ástæðan?
![]() |
Vilja að öll skjöl um stuðning við Íraksinnrás verði birt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2009 | 20:03
Fyrsta hreina vinstristjórn á Íslandi afnemur sjómannaafsláttinn.
![]() |
Sjómannastarfið mikið breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2009 | 17:36
Afköst Alþingis.
![]() |
Icesave-málið rætt fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2009 | 19:20
Hlutverk lífeyrissjóðanna.
Vegna vaxandi eftirspurnar eftir fjármagni lífeyrissjóðanna, er rétt að mynna á hlutverk þeirra í samfélaginu. En það er, að greiða sjóðfélögum sínum ellilífeyrir til æviloka á aldursbilinu 62ja til 70 ára, eftir því sem viðkomandi sjóðfélagi velur. Það er að segja skerta lífeyrir frá 62ja til 67 ára aldurs, og hækkaðan lífeyrir frá 67 til 70 ára. Óskertur ellilífeyrir er greiddur frá og með 67 ára aldri.
Örorkulífeyrir eiga sjóðirnir að greiða, verði sjóðfélagi fyrir slysi eða veikindum sem valda honum orkutapi sem svarar til örorku 50% eða meir. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum á viðkomandi sjóðfélagi rétt á framreikningi áunninna réttinda sinna síðustu 4 árin fyrir orkutap, til 67 ára aldurs.
Makalífeyrir við fráfall sjóðfélaga, sem nemur 50% ellilífeyrisréttinda sjóðfélagans ásamt framreikningi ef fráfall hans hefur orðið fyrir 67 ára aldur. Greiðsla makalífeyris er tímabundin, en þó aldrei styttri en þar til yngsta barn er orðið 20 ára.
Barnalífeyrir greiðist þeim börnum eða kjörbörnum sem ekki hafa náð 18 ára aldri við fráfall foreldris sem greidd hefur í sjóðinn eða notið örorku- eða ellilífeyris úr honum.
Að framan rituðu má ljóst vera að skuldbindingar sjóðanna eru miklar, bæði til nútíðar og framtíðar. Ávöxtun á iðgjöldum sjóðfélaganna er því mikilvæg, enda stendur hún að miklu leiti undir lífeyrisgreiðslum.
Þeir sem sækjast eftir að höndla með þessa peninga, hvort sem það eru ríkissjóður, sveitarfélög eða fyrirtæki, verða tryggja lífeyrissjóðunum bæði örugga endurgreiðslu og góða ávöxtun. Í raun kemur sjóðunum ekkert við hvort peningarnir eru notaðir í byggingu landsspítala, umferðamiðstöðvar, lagningu vega, eða endurreisnar fyrirtækja, ef ávöxtun er ásættanleg og örugg trygging liggur fyrir afborgunum vaxta og endurgreiðslu. Ef þessum skilyrðum er fullnægt er ekkert því til fyrirstöðu að sjóðirnir láni fjármagnið til margra ára.
Miklar áhættu fjárfestingar hjá lífeyrissjóðunum heyra vonandi sögunni til, eftir stórfalt tap vegna fjármálahrunsins á síðasta ári.
31.10.2009 | 16:40
´´Sjávarútvegur og samstaða´´
Þessi fyrirsögn er á pistli Stakks í síðasta tölublaði Bæjarins besta á Ísafirði. Mínar fínustu taugar fara í hnút þegar ég sé blaðagreinar eða heyri áhrifa fólk í vestfirsku samfélagi mæra kvótakerfið í sjávarútvegi. Enginn landshluti hefur farið jafn illa út úr kvótakerfinu og Vestfirðir. Vestfirðingar voru þeir einu sem höfðu einhverja veiðireynslu í grálúðu þegar hún var sett í kvóta. Þrátt fyrir það var kvótanum dreift um landið og vestfirskar útgerðir sátu eftir með lítinn hluta grálúðukvótans.
Eftir að frjálsa framsalið var lögfest, hefur það stór hluti kvótans verið seldur burt af svæðinu, að sjávarbyggðirnar á Vestfjörðum eru rústir einar, miðað við það sem áður var. Fjöldi fólks sem hafði atvinnu af sjávarútvegi farið burt, og líka þeir sem seldu kvótann, og urðu ofsa ríkir á heimsku þeirra stjórnmálamanna sem létu LÍÚ plata sig til að lögfesta framsalið. Engum dettur í hug að álasa þeim mönnum sem nýttu sér þessar aðstæður, enda margir hverjir búnir að skila góðu verki í sinni heimabyggð. Hver hefði ekki nýtt sér þessa arfa vitleysu sem skapaðist?
Ég ætla aðeins að gípa niður í pistil Stakks: ´´Hér hafa verið dugandi sjómenn og fiskvinnslufólk, sem hvergi hafa dregið af sér og eiga ekki skilið að ráðskast sé með óvarlegum hætti með undirstöðu byggðar á Vestfjörðum.´´
Mikið rétt, en undirstaða byggðar á Vestfjörðum hrundi þegar framsalið á kvótanum var leift, þá töpuðu fjöldi sjómanna og enn fleira fiskvinnslufólk atvinnu sinni, en kvótahafar stungu hundruðum milljóna króna í vasanna.
Áfram skrifar Stakkur:´´Mikil fjárfesting liggur í kvóta útgerðarfyrirtækja og fiskvinnsluhúsum. Að tala um grátkór á þessum tíma þegar atvinnu vantar og verðmætasköpun er lífsnauðsynleg er út í hött.´´
Einn er sá vandi sem kvótakerfið hefur skapað er skuldsetning sjávarútvegsfyrirtækja, þrátt fyrir að stærri útgerðir á Vestfjörðum reka sína starfsemi að stórum hluta á gjafakvóta. Ákafinn við að ryðja sem flestum smærri útgerðum út úr greininni hefur meðal annars skapað þessa skuldastöðu, jafnframt því að geta hagnast á útleigu kvótans. Þessi hvati hefur valdið því að hér á Vestfjörðum hefur lítil sem engin endurnýjun farið fram á stærri skipum flotans. Talandi um ummæli félagsmálaráðherra um grátkór útvegsmanna, er það staðreynd að fyrrverandi formaður LÍÚ Kristján Ragnarsson sem jafnframt er guðfaðir kvótakerfisins, skapaði þennan kór sem hefur sungið síðan. Engin fyrirtæki nema þá Álverin hafa hagnast eins mikið á gengi krónunnar eins og sjávarútvegsfyrirtækin. Þau hafa þess vegna góð skilyrði til að greiða niður skuldir sínar, ef forsvarsmenn þeirra hefðu ekki hugann við að sölsa undir sig sem mest af kvótanum.
Og en skrifar Stakkur: ´´Vestfirðingar sem hafa áratugum saman lagt sitt af mörkum í þjóðarbúið og ekki verið kvartsarmir. Þó hefur kvóti verið af mönnum tekin að ráði Hafrannsóknarstofnunar vegna sjónarmiða sem byggjast á verndun fiskstofna. Þetta höfum við látið yfir okkur ganga bótalaust.´´
Undir þetta tek ég heilshugar, en mynni á að kvótakerfið var sett á til að vernda og byggja upp fiskstofnana. Reynslan sýnir að kerfið hefur engu skilað í því efni, ef marka má útreikninga Hafrannsóknarstofnunar ( sem flestir draga í efa að gefi rétta mynd af ástandinu ), og eingöngu skilað þeim árangri, sem braskað hafa með kvótann. LÍÚ hefur ávalt stutt Hafró í hennar álitsgerðum, enda þíðir mynni kvóti hærra sölu- og leiguverð.
Að lokum skrifar Stakkur: ´´Að þola bótalaust skerðingu þar sem verðmæti er greitt hefur verið fyrir eru tekin til baka er engu líkara en að heildsalinn komi í búðina og taki vöru sem hann hefur selt og fengið greitt fyrir aftur og gefi þeim sem eru honum þóknanlegri.´´
Þetta er ekki sambærilegt. Kaupmaðurinn hefur engan hag af því að liggja með vöruna þar til heildsalinn kemur aftur, en útgerðin er búin að hagnast á því að veiða þann fisk sem kvótinn vísar til, og hafi útgerðin greitt fyrir kvótann ( sem er ekki í öllum tilvikum )var sú greiðsla afhent kollega, en ekki ríkinu, og veitti henni aðeins rétt á að veiða aftur og aftur viðkomandi magn sem kvótinn vísar til, en ekki eignarétt til eilífðar.
Innköllun á kvótanum eins og stjórnvöld hafa lagt upp með er óraunhæf. Sársaukaminnst væri að gera eins og gert var á árum áður, þegar sjávarútvegurinn pantaði gengisfellingu hjá viðkomandi ríkistjórn, að þá var gengið fellt á einni nóttu. Eins ætti að gera við innköllun á kvótanum, og leifa mönnum að halda áfram veiðum eins og ekkert hafi í skorist, gegn vægu gjaldi hvert kíló til ríkisins ( Auðlindasjóð ). Nauðsynlegt er að tvöfalda það magn sem veiða má í dag, þjóðin þarf á því að halda að sú áhætta sé tekin, og útgeriðin til að veiða upp í skuldir, og auka atvinnu.