Færsluflokkur: Bloggar

Frjálslindir fagna þjóðaratkvæðagreiðslu.

Auðvitað hefði forsetinn átt að skrifa undir lögin um ríkisábyrgð á Icesave-skuldinni, en ég verð að taka undir með frjálslindum að lögfesta þarf heimild til að auka rétt þjóðarinnar til að kveða upp dóm í umdeildum málum. Ég vil líka bæta við, að tryggja þarf betur málsskotsrétt forsetans, þannig að Alþingi geti ekki kippt slíkum málum til baka, og komið þannig í veg fyrir að vilji forsetans nái fram að ganga. Hann er þjóðkjörinn á sama hátt og Alþingi, og á að gæta hagsmuna þjóðarinnar gagnvart Alþingi.

Enginn forseti lýðveldisins hefur haft kjark til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar þar til nú, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert það tvívegis. Gott dæmi um mál sem skjóta hefði átt til þjóðarinnar er setning kvótalagana á sínum tíma. Þáverandi forseti hefði mátt grípa í taumana, þar sem ljóst mátti vera að ákvörðun Alþingi var gegn hagsmunum þjóðarinnar. Einkavæðing eða þjóðnýting mikil vægra fyrirtækja fyrir þjóðarbúið á einnig að leggja í dóm þjóðarinnar.

Þrátt fyrir að miklar líkur eru á, að síðasta ákvörðun forsetans um að neita að skrifa undir lög, geti skaðað hagsmuni þjóðarinnar vegna þeirrar tafa sem verða á lausn málsins, verður sú þjóðaratkvæðagreiðsla að fara fram. Ákvörðun forsetans í þessu efni má ekki hindra, og síst af öllu að afnema þennan rétt forsetaembættisins.

Varðandi hótanir um stjórnarslit, verð ég að taka undir með Frjálslindaflokknum að það er ekki rétt að vera með slíkar hótanir, né að krefjast afsagnar forsetans. Eftir að hafa hlustað á Ólaf Ragnar spjalla við blaðamenn á Bessastöðum, þar sem hann benti meðal annars á að slíkar hótanir myndu eyðileggja aukið lýðræði, sem fellst í þjóðaratkvæðagreiðslum um einstök málefni. Þá hef ég skipt um skoðun, þrátt fyrir að hafa haldið því fram að stjórnin ætti að segja af sér ef þjóðin ákveður að fella lögin úr gildi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um einstök mál, eða lög frá Alþingi, mega ekki snúast um stöðu ríkistjórna né forseta.


mbl.is Frjálslyndir fagna þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Framsókn klofin í Icesave-málinu.

Höskuldur Þórhallsson lýsir yfir sigri Framsóknarflokksins vegna ákvörðunar forsetans, að vísa Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu og vill að þjóðin fái að kjósa um málið.

En Sigmundur Davíð formaður flokksins vill breiða samstöðu allra flokka, og hefja viðræður við Breta og Hollendinga að nýju.

Greinilegt er að þessir tveir forustumenn Framsóknarflokksins vilja fara í sitt hvora áttina með málið. Höskuldur vill láta þjóðina ráða í trausti þess að hún felli lögin, og er reiðubúin til að fella ríkistjórnina um leið. En Sigmundur treystir ekki þjóðinni til að taka ákvörðun, enda sýna skoðunarkannanir að meiri hluti er að myndast fyrir því að styðja ríkistjórnina.

Kristján Þór Júlíusson er sendur út á örkina til að boða þann vilja Sjálfstæðisflokksins að mynda breiðu samstöðu Sigmundar Davíðs.

Greinilegt er að allur vindur er farin úr stjórnarandstöðinni og þingmenn þeirra farnir að átta sig á því að málþóf þeirra á Alþingi, og ákvörðun forsetans að staðfesta ekki lögin eru farin að bíta þá sjálfa í afturendann, og þeir gætu setið uppi með málið án þátttöku stjórnarflokkanna.

Verði þeim að góðu.


mbl.is Segir ákvörðun forsetans sigur fyrir framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkistjórnin starfstjórn ?

Það er nú kannski of djúpt tekið í árina hjá Birni Val að ríkistjórnin sé starfstjórn, en hitt er ljóst að hún verður að segja af sér ef þjóðin segir nei við ríkisábyrgðinni. Forsetinn leggur fyrir þjóðina mál sem ríkistjórnin telur ekki lengra komist með í samningum við Breta og Hollendinga, og því eðlilegt að hún afhendi þeim málið sem telja sig geta náð betri samningum.

Kosningin 20. febrúar n.k., snýst ekki bara um að fella gildandi lög, heldur líka um traust á ríkistjórninni og traust okkar meðal þjóðanna. Stór hluti almennings sem greiða mun atkvæði gegn lögunum vill fella samningin úr gildi, og neita að borga innstæðutryggingu Icesave-reikninganna.

Það er ekki alls kosta rétt að þeir fjölmiðlar erlendis sem héldu því fram að Íslendingar neituðu að borga væru að fara með rangt mál. Ef tekið er mið af bloggfærslum, viðtölum við fólk og skoðunarkönnunum, má ljóst vera að hugsanlega er meirihluti þjóðarinnar á móti því að borga.

Allur vindur er að leka úr hinum ungu forustumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, sem hafa fram að þessu haldið því fram að við ættum ekki að borga, og neyða Breta og Hollendinga til að sækja málið fyrir dómstólum, nú keppast þeir við að lýsa því yfir að þjóðin eigi að borga. Þeim er sennilega orðið ljóst að miklar lýkur eru á því, að við yrðum dæmd til að borga,- ekki bara innstæðutrygginguna,- heldur alla upphæðina, sem mun vera helmingi hærri, og hún yrði gjaldfeld strax eftir dómsuppkvaðningu. Einnig er ljóst að þeir eru hræddir við að fylgja málinu eftir, ef stjórnin fellur eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Ekki er alslæmt að ríkistjórnin ætlar ekki að nýta sér það fordæmi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, að kippa lögunum til baka undir þessum kringum stæðum, heldur efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Bæði kemur þá í ljós hvort stjórnin hefur nægilegt traust meðal þjóðarinnar til að halda áfram uppbyggingastarfinu, og ekki síður skapast fordæmi fyrir því, að leggja allar mikilvægar ákvarðanir fyrir þjóðina.

Mörg mál eiga eftir að koma upp sem þjóðin mun krefjast að  greiða atkvæði um, hvort sem forsetinn skrifar undir lög eða ekki. Er nærtækast að nefna innköllun aflaheimilda í sjávarútvegi.

 


mbl.is Ríkisstjórnin er starfsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju stjórnarandstaða og Co

Greinilegt er að forusta stjórnarandstöðunnar þora ekki að taka við stjórnartaumunum og vilja að stjórnin sitji áfram. Ef meirihluti þjóðarinnar segir nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, verður stjórnin að segja af sér og afhenda Bjarna Ben og Sigmundi Davíð að leysa Icesave - deiluna við Breta og Hollendinga. Þótt viðtöl við þessa ágætu menn sýni að þeir eru hræddir við að þurfa taka við, verða þeir að sætta sig við það. Þeir hafa unnið til þeirra verðlauna. Vissulega yrði gaman að sjá þann samning sem þeir myndu færa þjóðinni sem ráðherrar.

Nú er það svo að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa skapað fordæmi fyrir því, að kippa settum lögum til baka og láta þau ekki fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkistjórnin getur valið þá leið, og forðað þjóðinni frá því, að hruna flokkarnir kæmust til valda. Eftir stæðu lögin frá í sumar, og Bretar og Hollendingur myndu þá væntanlega segja samningnum upp. Þannig myndi skapast tækifæri til að hefja samningaviðræður að nýju. Ef svo færi legg ég til að forusta stjórnarandstöðunnar ásamt Ögmundi yrðu í þeirri samninganefnd.

 


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrum stjórnarandstöðunnar.

Það varð uppi fótur og fit þegar það barst út um landsbyggðina, að ríkistjórn vinstri flokkanna væri búin að lækka vasapeninga eldri borgara á hjúkrunarheimilum landsins. En ljóst má vera samkvæmt þessari frétt, að hér er um að ræða útúrsnúning og lýðskrum af hálfu stjórnarandstöðunnar. Hvar sem maður kom við í dag, var verið að ræða hvað vinstristjórnin legðist lágt að ráðast á eldri borgara á þennan hátt. Fólk sem kosið hefur þessa flokka heyrðist lýsa því yfir að þeir fengju ekki sitt atkvæði framar.

Ljóst var að lýðskrum stjórnarandstöðunnar var strax farið að bera árangur, og segja má að varla verði lagst lægra í pólitískum tilgangi. Sannleikurinn er sá að vasapeningar hafa hækkað frá árinu 2007 úr 28.591.- í 41.895 krónur. Auðvitað verður að stefna að því, að hætta taka fjárráðin af þessu fólki og greiða full eftirlaun eftir að lagst er inn á hjúkrunarheimili, eins og Verkefnastjórn um endurskoðun almannatrygginga hefur lagt til.

 


mbl.is Upphæð vasapeninga lækkar ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgum ekki ! Gæti orðið Íslendingum dýrkeypt.

Í lögfræðiáliti frá bresku lögmannsstofnunni Mishcon de Reya, segir meðal annars:

''Hafni Alþingi lagafrumvarpinu kunni Ísland og Bretland að leita dómsúrskurðar. Niðurstaða slíks úrskurðar kunni að vera meira íþyngjandi en ákvæði Icesave-samkomulagsins og hugsanlega yrði Íslandi gert að greiða skuldbindingar að fullu án tafar. Hins vegar gæti slíkur málarekstur tekið langan tíma.''

Við sem styðjum það að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave-samninginn höfum aldrei efast um að dómstólaleiðin sé stór hættuleg fyrir okkur Íslendinga, þar sem líkurnar á því að vinna málið fyrir dómstólum séu litlar sem engar. Meira segja yrði íslenskur dómstóll að dæma okkur í óhag,vegna þess hvernig málið er til komið. Þá ekki síst Alþjóðadómstóllin, þar sem málið myndi enda eftir einhver ár.

Hættan á dómstólaúrskurði yrði sá, að við yrðum dæmd til að greiða allan skaðann, sem mun vera tvöfaldur Icesave-samningurinn og hann yrði gjaldfelldur strax. Það þarf enga lögfræðinga til að átta sig á þessu. Ég hef áður bent á þessa hættu í bloggi mínu.

 


mbl.is Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óunninn fiskur úr landi. Nei takk.

Ég tek undir með Útvegsbændafélaginu Heimaey, að ekki eigi að skerða aflaheimildir þeirra útgerða sem selja afla á erlendum ferskfisksmörkuðum. Heldur ætti að banna allan útflutning á óunnum fiski á meðan atvinnuleysi ríkir í landinu. Og als ekki flytja hann til Bretlands, með þakklæti fyrir hryðjuverkalögin.
 
Þjóðin á fiskinn í hafinu og hlýtur að gera þá kröfu að allur fiskur sé unninn hér á landi. Draga með því úr atvinnuleysinu, sem þýðir minni atvinnuleysisbætur og auknar skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Það er ekki réttlætanlegt að leyfa útflutning á ferskum fiski á meðan aflaheimildir eru ekki meiri en þær eru í dag. Jafnvel þótt fáist hærra verð á erlendum mörkuðum en innan lands.
 
Ef Vestmanneyingar komast ekki yfir að vinna þann afla sem til þeirra berst, er skylda þeirra að sigla með hann á fiskmarkaði upp á landi. 

mbl.is Mótmælir kvótaskerðingu vegna útflutnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðild Íslands að innrásinni í Írak árið 2003.

Það er löngu tímabært að láta rannsaka með hvaða hætti ákvörðun var tekin um að  Íslendingar lýstu stuðningi við innrás Bandaríkjanna í Írak. Grunur var um að tveir ráðherrar í þáverandi ríkistjórn hefðu tekið þessa ákvörðun, án þess að leggja málið fyrir ríkistjórnina, og alls ekki fyrir utanríkismálanefnd Alþingis. Þessari óvissu þarf að eyða, enda mjög alvarlegt ef satt reynist. Íslenska ríkistjórnin ætti að afturkalla þennan stuðning þótt seint sé, og biðja Írösku þjóðina afsökunar.

Íslendingar eiga aldrei að gerast aðili, eða lýsa stuðningi við innrás inn í annað ríki og gera þjóðina ábyrga fyrir morðum á saklausu fólki. 

Bandarísk stjórnvöld skulda heiminum skíringu á því, hvers vegna þessi innrás var gerð, eftir að það kom í ljós að Írakar áttu engin gereyðingarvopn. Var það olían sem var ástæðan? 


mbl.is Vilja að öll skjöl um stuðning við Íraksinnrás verði birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pabbinn í fæðingarorlofi er brandari.

Þegar feður fengu þann rétt að taka sér fæðingarorlof, varð mér á að hlæja. Maður vissi ekki til þess að feður væru farnir að fæða börn, né hafa þau á brjósti. Fæstir feður nota orlofið til að sinna börnum sínum enda þeirra hlutverk að vinna fyrir þeim og tryggja þeim fjárhagslegt öryggi. Móðirin á að fara í fæðingarorlof strax eftir fæðingu barnsins og fá greidd hæfileg laun þann tíma sem börn eru á brjósti.
 
Allar mæður eiga fá sömu laun á þeim tíma hvort sem þær eru há-eða látekjukonur, til dæmis meðallaun í landinu hverju sinni. Það er jafnrétti.
 
Rökin fyrir fæðingarorlofi karla voru þau, að barnið ætti að njóta samvista við föður sinn. Ný fætt barn ber ekkert skinbragð á það hvort móðirin eða faðirinn skiptir um bleyjuna, en áttar sig fljótlega á því hvaðan móðurmjólkin kemur. Samvistir við föðurinn verður nauðsynlegri þegar barnið vex úr grasi, og mætti því velta fyrir sér hvort hann fengi barnaorlof þegar barnið væri orðið 5 til 6 ára, og jafn vel  árlega fram að ferming, enda yrði honum skylt að sinna barni sínu alla daga á meðan á orlofinu stæði.

mbl.is Fæðingarorlof með því stysta á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta hreina vinstristjórn á Íslandi afnemur sjómannaafsláttinn.

Mikið er skrifað á blogginu í dag að sjómannafslátturinn sé barn síns tíma. Hann hefur verið hluti af kjörum sjómann síðan 1954. Auðvitað hafa orðið miklar breytingar á sjósókn frá þeim tíma, en fjarvera frá heimilum og hættur á lífi og limum eru enn fyrir hendi.
 
Fáir virðast muna af hverju sjómannaafslátturinn varð til. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að erfitt var orðið að manna bæði bátaflotann og síðutogaranna. Ekki var óalgengt að tukthúsin voru tæmt af brennivíns dauðum mönnum og þeir settir um borð í togara sem var á leið út í túr, jafnvel 3ja mánaða saltfisktúr.
 
Það er rétt hjá Steingrími að aðstæður eru aðrar í þjóðfélaginu en áður þegar komið hefur til tals að afnema sjómannafsláttinn. Sem gefur tilefni til að líta á önnur hlunnindi sem hann og aðrir í þjóðfélaginu njóta. Nefna má dagpeninga hans og annarra á ferðalögum, sem maður hefur heyrt að séu svo ríflegir að afgangur er eftir hverja ferð, sem rennur í eigin vasa. Þá má nefna þingfarakaup sem hann og aðrir landsbyggðaþingmenn njóta vegna fjarveru frá lögheimili sínu, þótt þeir reki heimilið í Reykjavík. Að lokum má nefna þyngsta bagga ríkisins vegna ráðherra, þingmanna og annarra opinberra starfsmann, sem er ríkisábyrgð á Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Reikna má með að mótframlag ríkisins og sveitarfélaga í sjóðinn verði 13-14% á næsta ári, vegna hruns fjármálakerfisins í fyrra haust. Samkvæmt lögum tryggir ríkisjóður lífeyrissjóðnum að hann eigi ávalt fyrir framtíðarskuldbindingu, sem þýðir að hann þarf aldrei að skerða réttindi eins og aðrir sjóðir verða gera þegar illa gengur með ávöxtun. Atvinnurekendur á almenna vinnumarkaðnum greiða 8% mótframlag til annarra lífeyrissjóða. Hér er um að ræða milljarða aukakostnað fyrir ríki og bæ, og að sama skapi fríðindi fyrir ráðherra, alþingismenn og annað opinbert starfsfólk.
 
Sjómenn munu ekki láta þetta yfir sig ganga, nema öll fríðindi verði afnuminn í landi. Þegar samningar verða lausir munu þeir gera kröfu á útgerðina um bætur. Til dæmis mætti krefja útgerðina um hærri fæðispeninga, þannig að þeir dygðu fyrir góðu fæði um borð. Ekki verður hægt að krefja þá um frítt fæði, sem yrði þá naumt skammtað og lélegt. Einnig gætu þeir krafist þess að hætta greiða hluta af olíunni. Ríkisvaldið hefur oft í gegnum tíðina sett lög á sjómenn og skert samninga þeirra með því að færa hluta af umsömdum hlutaskiptum þeirra til útgerðarinnar til greiðslu á olíu og öðrum útgerðarkostnaði.
 
Að lokum vil ég benda á, að þrátt fyrir bættan aðbúnað við sjósókn, hafa kvenréttindasamtök ekki krafist þess að jafnrétti milli kynja sé gætt við ráðningu áhafnar um borð í skip.
 
 
 

mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband