Færsluflokkur: Bloggar

Að vera í lífeyrissjóði með ríkisábyrgð

Ögmundur Jónasson dóms-og samgönguráðherra segist vera hlynntur flötum niðurskurði lána,  þrátt fyrir að það muni valda skerðingu réttinda hjá lífeyrissjóðunum. Ögmundur er fyrrverandi formaður BSRB og veit að lífeyrissjóður þeirra samtaka, og hans eigin, koma ekki til með að þurfa skerða lífeyrisgreiðslur, og réttindi vegna ríkisábyrgðar á þeim sjóði.
 
Engu skiptir hve mikið  tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna er  neikvæð, ríkisjóður greiðir mótframlag eftir þörfum sjóðsins. Í dag mun mótframlag ríkisins vera nálægt 15%, en til almennu lífeyrissjóðanna 8%.
 
Þetta ójafnræði til lífeyrisréttinda er ekki líðandi, annað hvort allir lífeyrissjóðir ríkistryggðir, eða enginn.
 
Ekki megum við sem erum í almennu sjóðunum búast við því að jafnrétti komist á í þessum málum, enda bæði alþingismenn og ráðherrar undir þessum verndarvæng ríkissjóðs.

Mótmæla á Silfurtorgi

Hvar voru mótmælendur þegar kvótinn var vélaður burt úr bænum. Hópur fiskverkafólks og sjómanna misstu vinnu sína hér á Ísafirði. Hvar var samstaðan frá höfuðborgarsvæðinu, þar sem fólk óð í peningum upp fyrir haus, og laun voru  í hæstu hæðum.

Ég ætla samt ekki draga úr þörfinni á því að mótmæla í dag, þegar fólk er að missa húsnæði sitt undir hamarinn, á meðan að lánastofnanir afskrifa þúsundir milljarða hjá útgerðaauðvaldinu í landinu. Verst finnst manni að fólk skuli þurfa að henda eggjum í ráðamenn þjóðarinnar, til þess að þeir taki alvarlega reiði fólks.

Það hefur vakið eftirtekt mína undanfarið, að þegar rædd er um ástandið í fjölmiðlum, að það sem veldur  mestum áhyggjum, er að svo kallað millistéttarfólk skuli vera missa húsnæði sitt. Eins og ekki þurfi að hafa áhyggjur af lágstéttinni, það er að segja fólkinu sem skapar í mörgum tilvikum þjóðartekjurnar. Það má éta það sem úti frýs, eins og ætíð í gegnum árin.


mbl.is Mótmæla á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt framtíð hjá Samfylgingunni

Mikil heift hefur skapast hjá Sjálfstæðismönnum út í Samfylkinguna vegna niðurstöðu kosninganna um að senda fyrrverandi fjóra ráðherra fyrir Landsdóm. Kenna þeir þingmönnum flokksins um að Geir verður einn sakfeldur.

Það gleður mitt vinstri sinnaða hjarta ef sjálfstæðismenn hafa lýst því yfir að samstarf við Samfylkinguna komi aldrei til greina hér eftir. Mér heyrðist Ríkisútvarpið í morgun vitna í ummæli þess efnis, og vona svo sannarlega að það reynist rétt.

Á minni löngu æfi hafa vinstri flokkar ætíð hlotið skaða af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.


Tveir flokkar kusu eftir flokkslínum

Við atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær um að ákæra fyrir Landsdómi fjóra fyrrverandi ráðherra í ríkistjórn Geirs H. Haarde, kusu tveir flokkar eftir fyrirfram ákveðinni línu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sammæltust um að greiða atkvæði gegn ákæru. Í tilraun til að bjarga Geir og Árna urðu þeir að hafna ákæru á hin líka. Annað hefði litið illa út fyrir flokkinn.

Hreyfingin hafði greinilega komið sér saman um niðurstöðu, enda flokkur sem er á móti tilveru fjórflokkanna og vill stjórnleysi inn á Alþingi.

Vinstri grænir greiddu allir atkvæði með ákæru á hendur öllum fjórum.  Greinilega pólitískt hatur að baki, enda vildi Geir ekki samstarf við þá er hann myndaði ríkistjórnina, samkvæmt því sem hann upplýsti í kastljósinu í gærkvöld

Framsóknar- og Samfylkingarþingmenn greiddu atkvæði tvist og bast, voru greinilega hver og einn að fara eftir eigin sannfæringu, en ekki eftir fyrirfram ákvörðun þingflokkanna.

En eins og ég hef bloggað um áður var ekki ástæða til að ákæra þetta fólk, ef ekki er hægt að ná til þeirra sem stóðu að einkavæðingu bankanna og tóku ákvörðun um að skipta á milli sinna flokka Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Vinir þeirra sem fengu bankanna í hendur reyndust ekki traustsins verðir.

Fyrst að svona fór, að Geir verður dreginn fyrir Landsdóm, hefði ég viljað sjá bæði Davíð Oddsson sem fyrrverandi forsætisráðherra og síðan Seðlabankastjóra, og Halldór Ásgrímsson hans hægri hönd og viljalaust verkfæri í stjórn hans við hliðina á honum fyrir Landsdómi. Geir þá sem fyrrverandi fjármálaráðherra. Ekki má gleyma fyrrverandi bankamálaráðherra Valgerði Sverrisdóttur.

Enn og aftur hvers vegna ganga meintir bankaræningjar lausir og stunda sína fjárplógsstarfsemi eins og ekkert hafi í skorist, og hafa haft nægan tíma til að dreifa illafengnu fé sínu inn á reikninga víða um heiminn? Er ekki vani að almúgamaðurinn, sem til dæmis rænir banka, sé hafður í gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn stendur?

Að lokum: Stjórnaliðar farið nú að snúa ykkur að alvarlegri málum og leggið fram frumvörp strax á næsta þingi í flýti meðferð, sem slær skjaldborg um heimilin í landinu og komið atvinnulífinu í gang. Atvinnu sem skapa tekjur en ekki atvinnubótavinnu til dæmis með því að auka veiðiheimildir í breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi, og með því að nýta orkuauðlindir landsins.


Skoskir sjómenn og makríllinn

Ég er sammála sjómönnum í Skotlandi. Það kemur ekki til greina að íslendingar fái að veiða makríl innan Evrópskrar fiskveiðilögsögu. Enda myndi það kalla á gagnkvæm viðskipti.  En við spyrjum heldur ekki Evrópusambandið að því, hvað við veiðum innan okkar lögsögu, eða hve mikið við veiðum.

 


mbl.is ESB hleypi Íslendingum ekki inn í lögsöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns

Atli Gíslason formaður þingmannanefndarinnar sagði þegar hann lagði fram niðurstöður nefndarinnar, að það væri þungbært fyrir þingmenn að þurfa taka afstöðu til þess hvort lögsækja ætti fyrrverandi samstarfsfólk, og í sumum tilvikum vini. En nú yrði hver og einn þingmaður að skoða málið vandlega og gera upp hug sinn, burt séð frá öllum flokkslínum. Eitthvað í þessa veru talaði Atli.

Ég lít svo á að Jóhanna hafi einmitt gert það í ræðu sinni í gær í ræðustól Alþingis sem kjörin alþingismaður, en ekki endilega sem forsætisráðherra. Auðheyrt var að hún taldi ekki rétt að ákæra, ekki bara Ingibjörgu Sólrúnu heldur hina líka, vegna þess að þau nutu ekki andmælaréttar, og ekki síst vegna þess að ekki væri hægt, vegna fyrningar, að ákæra þá sem fyrst og fremst ættu að fara fyrir Landsdóm. Þessi gagnrýni hennar á skort á andmælarétti, er ekki áfellisdómur á alla skýrsluna, enda man ég ekki betur en hún hafi þakkað nefndinni fyrir vel unnið verk.

Að tala um stjórnarslit út af þessari ræðu Jóhönnu er ábyrgðarleysi og lýsir gremju sumra þingmanna yfir að fá ekki einróma samstöðu þingflokka stjórnarmeirihlutans til að fallast á ákæru, þrátt fyrir yfirlýsingar um sjálfstæða ákvörðun hvers þingmanns.


mbl.is Ræða Jóhönnu mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðuleikasáttmálar

Ef aðilar vinnumarkaðarins telja að ekki hafi verið staðið við síðasta stöðuleikasáttmála, eiga þeir ekki að ganga frá og skrifa undir nýjan kjarasamning, fyrr en svo hefur verið gert.

Þegar stjórnvöld hafa staðið við þann sáttmála, er tímabært að ákveða hvort nauðsyn sé á nýjum stöðuleikasáttmála, og ef svo reynist vera, að tímasetja öll loforð í þeim sáttmála, og skrifa undir með þeim fyrirvara, að ef ekki er staðið við þær tímasetningar, þá sé allur kjarasamningurinn úr gildi fallinn. Þar með talinn samningurinn milli aðila vinnumarkaðarins.

 

 

 


mbl.is Stöðugleikasáttmálinn verði framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún

Það fer vel á því að Ingibjörg Sólrún fundi með þingflokki Samfylkingarinnar. Stærstu pólitísku mistök hennar voru að draga flokk sinn inn í ríkistjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ég skrifaði í blogg-færslu mína í gær, að ''vítin væru til að varast þau''. Það hefði hún átt að gera, og gefa því gaum að Framsóknarflokkurinn var, og er reyndar enn í sárum eftir óralangt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Og hún hefði líka átt að kynna sér sögu Alþýðuflokksins sáluga, sem blæddi næstum út eftir 12 ára samstarf við þann flokk í svokallaðri Viðreisnarstjórn. Enginn flokkur virðist geta unnið með þeim flokki án þess  að tapa trausti kjósenda sinna. Ég gerði mér ljóst kvöldið fyrir þær kosningar þegar Ingibjörg gerði hosur sínar bláar fyrir Geir Haarde, hvað hún ætlaði sér þegar hún dró til baka í beinni útsendingu sjónvarps eitt aðal stefnumál flokksins í þeim kosningum, sem var fyrning aflaheimilda. Það varð til þess að ég treysti mér ekki til að kjósa flokk minn daginn eftir. Því miður reyndist ég sannspár í þetta sinn, og er feginn að hafa sloppið við að bera ábyrgð á þeirri stjórn með atkvæði mínu.

Auðvitað tók Ingibjörg ekki ein ákvörðun um að sverta flokkinn með aðild að þessari ríkistjórn, en eftir höfðinu dansa limirnir. Grasrótinn í Samfylkingunni bíður eftir því að bætt verði fyrir þessi mistök í núverandi ríkisstjórn, með því að bjarga heimilum sem eru á vonarvöll, eiða biðröðum fólks eftir mat, bæta kjör öryrkja- og ellilífsþega og setja ný lög um réttlát fiskveiðistjórnunarkerfi svo eitthvað sé nefnt.


mbl.is Fundað með Ingibjörgu Sólrúnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja rannsókn á einkavæðingu bankanna.

Stjórn BSRB kallar eftir því að einkavæðing bankanna verði rannsökuð. Þeirri rannsókn hefði átt að vera lokið. Þrátt fyrir pólitísk afglöp og hugsanleg lögbrot séu fyrnd, verður að fá það á hreint hvað gerðist. Ekki er að mínu mati ástæða til að draga þá ráðherra fyrir Landsdóm, sem fengu hrun bankanna í fangið frá gerðum fyrri ríkisstjórnar, þar sem ekki er hægt að sakfella þá fyrir fáránlegum fyrningareglum. Þriðja atriðið sem er í höndum sérstaks saksóknara, það er að segja rannsókn á því hvort aðal eigendur og stjórnendur bankanna hafi brotið af sér og rænt þá innan frá eins sagt er, verður að fara ljúka.
 
Það er eins og öll þessi mál séu afgreidd í vitlausri röð, þau sem sökuð eru um að ráðast á Alþingi eru komin fyrir rétt. Þeir ráðherrar sem ásakaðir eru um að hafa ekki brugðist rétt við í aðdraganda hrunsins eru væntanlega á leið fyrir Landsdóm. Þeir sem ásakaðir eru fyrir að hafa misbeitt bönkunum í sína þágu og jafnvel rænt þá innan frá, vaða í peningum sem engin veit hvaðan koma og halda áfram sínu fjárfestinga braski. Þeir sem bera stjórnmálalega ábyrgð á einkavæðingu bankanna, og hverjir fengu þá í hendur, sitja í feitum embættum og telja sig ekki bera neina ábyrgð.
 
Ég líki þessu öllu saman við, að brennuvargar hefðu kveikt í stjórnarráðinu, og kallað til aðstoðar menn til að bjarga innbúi og öðrum verðmætum úr húsinu, sem þeir síðan stela. Slökkviliðið sent á vettvang þegar ekkert var neitt við ráðið. Hverjir eru sekir? Fyrst og fremst þeir sem kveiktu í, og þeir sem rændu innbúinu.
 
Aðal atriðið í öllu þessu leiðinda máli er að komast að því hvað gerðist, hvað lá að baki ákvörðunum sem teknar voru, og hvað hefði hugsanlega mátt gera til að koma í veg fyrir hrunið. Víti til að varast fyrir stjórnmálamenn framtíðarinnar. Sakfelling er ekki aðal málið, nema um auðgunarbrot sé að ræða.
 
 
 
 

mbl.is Vilja rannsókn á einkavæðingu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar umbúðir utan um ríkjandi kerfi?

Eftir að hafa fylgst með umræðum um meirihluta álit starfshóps um stjórn fiskveiða, óttast ég að setja eigi jólapappír utan um hið ljóta innihald sem fyrir er.

Ég hef engan fréttaspyril heyrt spyrja nefndarmenn sem rætt hefur verið við, hvort samningsleiðin feli í sér að komið verði í veg fyrir sölu, leigu og veðsetningu kvótans eins og verið hefur. Einnig hvort kvótahafar eiga að geta selt sig út úr greininni, og stungið hundruðum milljóna í vasana á sölu þjóðareignarinnar, eins og verið hefur.

Annað hvort er fréttamönnum bannað að spyrja nefndarmenn að þessu, eða hafa ekki vit á,hvaða grundvallar atryði verða hverfa úr ríkjandi kerfi, svo hægt sé að tala um breytingar á því.

Engu skiptir þó nefndin hafi verið sammála um, að setja eigi ákvæði í nýja stjórnarskrá eftir einhver ár, að auðlindin sé þjóðareign, hún er það þegar samkvæmt lögum.

Skilyrði fyrir því að fara þessa samningsleið, er að  með stöðluðum samningi yrði samið til hóflegs tíma, allt brask með kvótann, og mannréttindabrot yrðu úr sögunni.

Ánægja fyrrverandi sjávarútvegsráðherra með niðurstöður nefndarinnar segir mér, að maðkur sé í mysunni, enda málsvari LÍÚ í ræðu og riti alla tíð.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband