Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns

Atli Gíslason formaður þingmannanefndarinnar sagði þegar hann lagði fram niðurstöður nefndarinnar, að það væri þungbært fyrir þingmenn að þurfa taka afstöðu til þess hvort lögsækja ætti fyrrverandi samstarfsfólk, og í sumum tilvikum vini. En nú yrði hver og einn þingmaður að skoða málið vandlega og gera upp hug sinn, burt séð frá öllum flokkslínum. Eitthvað í þessa veru talaði Atli.

Ég lít svo á að Jóhanna hafi einmitt gert það í ræðu sinni í gær í ræðustól Alþingis sem kjörin alþingismaður, en ekki endilega sem forsætisráðherra. Auðheyrt var að hún taldi ekki rétt að ákæra, ekki bara Ingibjörgu Sólrúnu heldur hina líka, vegna þess að þau nutu ekki andmælaréttar, og ekki síst vegna þess að ekki væri hægt, vegna fyrningar, að ákæra þá sem fyrst og fremst ættu að fara fyrir Landsdóm. Þessi gagnrýni hennar á skort á andmælarétti, er ekki áfellisdómur á alla skýrsluna, enda man ég ekki betur en hún hafi þakkað nefndinni fyrir vel unnið verk.

Að tala um stjórnarslit út af þessari ræðu Jóhönnu er ábyrgðarleysi og lýsir gremju sumra þingmanna yfir að fá ekki einróma samstöðu þingflokka stjórnarmeirihlutans til að fallast á ákæru, þrátt fyrir yfirlýsingar um sjálfstæða ákvörðun hvers þingmanns.


mbl.is Ræða Jóhönnu mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Málið er orðið allt hið fáránlegasta.  Það eina sem Alþingi átti að gera var að vísa málinu áfram til Landsdóms.  Þar, á dómsstigi, hefur fólk andmælarétt, en ALDREI fyrr.  Ég veit ekki til að nokkur maður fái að andmæla því að vera kærður.

Alþingi er ekki dómsstig.  Með því að vísa málinu áfram til Landsdóms, er sú staða óbreitt.  Hinsvegar með því að fella málið niður, er Alþingi að fella dóm.

Þá eru kunningar að hvítþvo hvorn annan.  Er ekki komið nóg af því ?

Sigurður Jón Hreinsson, 22.9.2010 kl. 00:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir bylting yfirvofandi það er ekki annað í kortunum landráðastjórn og landráðaflokkar eru hér allt að drepa með aðgerðarleysi sýnu og aumingjaskap gagnvart bankakerfinu og útrásarþjófunum!

Sigurður Haraldsson, 22.9.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband