9.9.2010 | 16:36
Spurt er..........
23.3.2010 | 22:00
Skötuselur og þjóðarhagur.
Skötuselur er skaðræðisskepna, hann er minkurinn í lífríki sjávar, og ætti að útrýmast eða í það minnsta að halda stofninum í eins miklu lámarki og hægt er. LÍÚ-liðið sem elskar þessa skepnu svo heitt, að þeir eru tilbúnir til að koll sigla þjóðarskútunni með því að segja sig frá stöðuleikasáttmálanum og efna til styrjaldar á vinnumarkaðnum vegna hugsanlegrar ofveiði á þessari skepnu, sem étur allt sem að kjafti kemur. Étur ekki bara ungfisk og hrognkelsi, heldur líka fullvaxin fisk , og er bæði ljótur, og ekki góður matfiskur.
Hvernig væri að þeir fengju félaga sína sem eru í fiskeldi til að sleppa góðum slatta af skötusel í kvíarnar til að sjá hvernig sambúðin gengi.
Raunveruleg ástæða þess að LÍÚar eru með uppsteyt, er ætlun stjórnvalda að leigja umfram kvótann út í þágu þjóðarhags. Þeir vita að það er forveri þess sem koma skal við stjórnun fiskveiða. Þegar heimilt verður að veiða meira af öðrum fisktegundum en gert er í dag, á að sjálfsögðu að leigja þá heimild út af hálfu ríkisins(Auðlindarsjóður).
Rök manna fyrir því, að núverandi kvótahafar eigi að fá til sín viðbótina vegna skerðingar undanfarandi ára, er rugl. Eins og oft hefur verið nefnt eiga handhafar kvótans ekki óveiddan fisk í sjónum. Hvort sem menn hafa keypt kvóta eða leigt, voru þeir að greiða fyrir afnotarétt. Í raun breytist ekkert annað en, að þeir greiða gjaldið til ríkisins, og geta ekki veðsett það sem þeir ekki eiga.
Snýst ekki um skötusel" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2010 | 16:11
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði
Sjálfstæðismenn á Ísafirði ganga til prófkjörs í dag. Þó ég hafi óbeit á sérhagsmuna-og einkavæðingarstefnu flokksins, er mér ekki sama hverjir veljast í efstu sæti listans, og þar með í næstu bæjarstjórn. Vonandi í minnihluta samt.
Valið snýst um hið ágætasta fólk, en vonandi ber grasrótin í flokknum gæfu til þess að setja Gísla Halldór í efsta sætið og bæta þannig ímynd flokksins í sjávarútvegsmálum. Fráfarandi forustufólk flokksins í bæjarstjórn hafa lýst yfir stuðningi við kvótakerfið og varað við fyrningarleiðinni, sem er eins og að tilbiðja eldinn í brennandi húsi.
Kvótakerfið er búið að brenna helming aflaheimilda Ísafjrðarbæjar, úr 4% í 2% á landsvísu. Því þurfa ísfirðingar fólk í bæjarstjórn, sem hefur kjark til að berjast gegn einokun og sérhagsmunum í sjávarútvegi og lyfta bæjarfélaginu upp úr volæðinu, jafnvel með bæjarútgerð ef með þarf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.2.2010 | 21:25
Aðför að íslenskum sjómönnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2010 | 23:10
Kvótaáróður utan Þings og innan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2010 | 21:34
KVÓTI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 22:36
Röng stefna vinstri flokka.
Það hefur alla tíð verið ergilegt að horfa upp á sjálfseyðingarhvöt vinstri flokkanna þegar þeir hafa sest í ríkistjórn með Sjálfstæðisflokknum. Alþýðuflokkurinn var hluti af Viðreisnarstjórninni á sínum tíma og þurrkaðist nærri út af Þingi, átti aðeins einn kjörinn þingmann þegar yfir lauk. Ástæðan var hversu leiðitamur hann var Sjálfstæðisflokknum í 12 ár, og lét það viðgangast að stefna hans réði ferðinni. Tildæmis var árás á sjómannstéttina vinsæl hjá stjórninni, og sett voru lög þess efnis að tekið var 25% af óskiptum afla til að greiða kostnað útgerðanna vegna tækni nýunga við síldveiðar. Þessi aðferð rýrði hlut sjómanna verulega, og er enn við líði, nema nú greiða þeir hluta af olíukostnaði. Þá voru lög sett til að brjóta á bak aftur verkföll sjómanna, og gengisföll voru tíðar eftir pöntun frá fiskvinnslu og útgerð.
Framsóknarflokkurinn sem ég vil enn telja til vinstriflokkanna gerðist á sama hátt leiðitamur Sjálfstæðisflokknum í 18 ár, og gekkst algjörlega undir stefnu hans. Lét hafa sig í að gefa fáum útvöldum Íslendingum óveiddan fisk í sjónum, með því að koma á kvótakerfi í sjávarútvegi. Einkavæða bankanna og færa þá í hendur vildarvinum flokkanna, með þeim afleiðingum sem síðar urðu. Gera Íslendinga aðila að stríði með því að styðja innrás Breta og Bandaríkjamanna inn í Írak, sem reyndist vera gerð í skjóli upploginna saka.Ekki má gleyma rýrnandi kjör skjólstæðinga Tryggingastofnunar á valdatíma þeirra. Þetta verður að kallast sjálfseyðingarhvöt Framsóknar, eingöngu til að halda völum með því að þóknast samstarfsflokknum.
Fyrsta hreina vinstristjórnin á Íslandi lagði grunn að óvinsældum,- ekki með Icesave-samningunum því þeir eru ekki eins slæmir og menn vilja vera láta,- heldur með því að rýra kjör öryrkja og ellilífeyrisþega, og með því að afnema sjómannaafsláttinn. Þar er ekki um að ræða upphæðir sem koma til með að skipta sköpum fyrir endurreisn efnahagslífsins. En er brot á grundvallar stefnu flokkanna til velferða mála, og gæti orðið fyrsta frækornið til sjálfseyðingar þeirra, ef ekki verður brugðist við hið allra fyrsta, og snúið til baka í þessum málum og grundvallar stefnu mál vinstri stjórnmála í heiðri höfð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2010 | 21:56
Kvóti í hendi í dag,seldur á morgun í annað byggðalag.
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að aldrei í þúsund ára sögu byggðar í Eyjum hafi ríkt jafn mikil óvissa um afkomu íbúa þar og nú. Tilefni þessara orða er ákvörðun stjórnvalda að innkalla kvótann á 20 árum.
Það er meiri óvissa falin í kvótakerfinu. Ef allur kvóti yrði keyptur frá Vestmannaeyjum, hvernig færi þá fyrir Eyjum og því ágæta fólki sem þar býr. Óraunhæft segir einhver, en staðreyndin er sú, að þessi möguleiki er falinn í kerfinu. Myndu útgerðamenn í Eyjum standast ofur tilboð í kvótann, ef nógu fjárhagslega sterkir aðilar gerðu þeim tilboð. Engin hefur enn staðist að stinga milljörðum í vasann, þótt afleiðing þess sé hörmuleg fyrir byggðalagið. Engum er treystandi fyrir þessu fjöreggi þjóðarinnar, sem óveiddur fiskur er, nema þjóðinni sjálfri.
Aldrei ríkt eins mikil óvissa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
14.1.2010 | 22:45
Innköllun kvóta er ekki afnám veiðiheimildar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2010 | 21:51
Bjarni Benediktsson afhjúpar vilja sinn.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við Reuters fréttastofuna að þjóðaratkvæðagreiðslan muni snúast um líf ríkistjórnarinnar. Þar höfum við það, hvert takmark Sjálfstæðisflokksins hefur verið allan tíman sem hann hefur þvælst fyrir ríkistjórninni í lausn Icesave-deilunnar. Hvað ætlar maðurinn að snúast í marga hringi í þessu máli. Greinilegt er að hann er í það minnsta orðinn snar ringlaður.
Í viðtali við sjónvarpið eftir fund Jóhönnu Sigurðardóttur með formönnum allra flokka, lýsti formaður Framsóknarflokksins því yfir, að breið samstaða milli flokkana í málinu kæmi ekki til greina, nema stjórnarflokkarnir lýstu því yfir að Icesave-samningurinn væri óásættanlegur. Eftir að hafa talað fyrir því, að nauðsynlegt væri að ná breiðri samstöðu, slær hann á útrétta sáttarhönd Jóhönnu. Það er fráleitt að ætlast til afneitunar þessara flokka á samningi, sem þeir hafa undirritað og lýst yfir að séu ásættanlegir, og að lengra verði ekki komist.
Þessi hringlanda háttur formannsins segir manni að tilgangur Framsóknar hafi allan tímann verið sá sami og hjá Sjálfstæðisflokknum að nota Icesave-málið til að fella ríkistjórnina.
Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)