Óunninn fiskur úr landi. Nei takk.

Ég tek undir með Útvegsbændafélaginu Heimaey, að ekki eigi að skerða aflaheimildir þeirra útgerða sem selja afla á erlendum ferskfisksmörkuðum. Heldur ætti að banna allan útflutning á óunnum fiski á meðan atvinnuleysi ríkir í landinu. Og als ekki flytja hann til Bretlands, með þakklæti fyrir hryðjuverkalögin.
 
Þjóðin á fiskinn í hafinu og hlýtur að gera þá kröfu að allur fiskur sé unninn hér á landi. Draga með því úr atvinnuleysinu, sem þýðir minni atvinnuleysisbætur og auknar skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Það er ekki réttlætanlegt að leyfa útflutning á ferskum fiski á meðan aflaheimildir eru ekki meiri en þær eru í dag. Jafnvel þótt fáist hærra verð á erlendum mörkuðum en innan lands.
 
Ef Vestmanneyingar komast ekki yfir að vinna þann afla sem til þeirra berst, er skylda þeirra að sigla með hann á fiskmarkaði upp á landi. 

mbl.is Mótmælir kvótaskerðingu vegna útflutnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja, ég er enginn sérfræðingur en geta Íslendingar fullunnið allan þann fisk sem við veiðum þannig að það borgi sig?

Ef útflutningur á ferskum fiski er bannaður myndi það fyrst stuðla að atvinnuleysi sjómanna, síðan auka atvinnu í landi að einhverju leyti. Það yrði bara minna veitt í heildina.

Málið er líka það að sumar þjóðir vilja kaupa ferskt, eru ekki eins og við (vön að fá allt fryst a.m.k. einu sinni). Þetta myndi eflaust loka alveg á þá markaði, en tæplega búa til nýja.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 17:01

2 identicon

Þessi færsla þín segir mér að þú hafir akkúrat ekkert vit á sjávarútvegsmálum, enda flokksbundinn Samfylkingunni. Eina flokknum sem með vinsældarpólitík hefur játað það opinberlega á stefnuskrá sinni að enginn innan vébanda flokksins þekkir muninn á milli þorsks og ýsu. Enda kann það ekki góðri lukku að stýra þegar læknismenntaður borgarfulltrúi er orðinn aðal áróðursmeistari flokksins í sjávarútvegsmálum. Ég ráðlegg þér að hætta algerlega að hafa skoðun á sjávarútveginum ef sú skoðun er mynduð af Jóhönnu Sig og félögum í Samfylkingunni.

Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 17:14

3 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Bjarni Ben: Íslendingar geta unnið allan þann fisk sem veiða má í dag. Til dæmis mætti senda út ferskan fisk flakaðan og snyrtann. Auka þannig vinnuna hér á landi, í stað þess að skapa vinnu erlendis. Ef sjómenn missa vinnuna, má oftast rekja það til kvótakerfisins og takmörkun á heildar aflaheimildum. Helst ættum við að hætta selja Bretum fisk, eins og ég bendi á vegna hryðjuverkalaganna.

 Þorbjörn: Mín reynsla byggist á áratuga vinnu við sjávarútveg sem launþegi. Bæði fyrir og eftir kvótakerfið, og upplifað þær hörmungar sem framsalið hefur valdið fiskverkafólki og sjómönnum, einkum á landsbyggðinni.Samfylkingin ætlar að stíga skref í þá átt að leiðrétta þau mistök sem gerð voru þegar framsalið á kvótanum var leift. Ég er ekki sáttur við að taka tuttugu ár í þá leiðréttingu, og helst viljað afnema kvótakerfið  eftir góðan undirbúning ekki seinna en á næsta ári.

Að lokum þakka ég ykkur fyrir athugasemdirnar.

Bjarni Líndal Gestsson, 15.12.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband