Aðild Íslands að innrásinni í Írak árið 2003.

Það er löngu tímabært að láta rannsaka með hvaða hætti ákvörðun var tekin um að  Íslendingar lýstu stuðningi við innrás Bandaríkjanna í Írak. Grunur var um að tveir ráðherrar í þáverandi ríkistjórn hefðu tekið þessa ákvörðun, án þess að leggja málið fyrir ríkistjórnina, og alls ekki fyrir utanríkismálanefnd Alþingis. Þessari óvissu þarf að eyða, enda mjög alvarlegt ef satt reynist. Íslenska ríkistjórnin ætti að afturkalla þennan stuðning þótt seint sé, og biðja Írösku þjóðina afsökunar.

Íslendingar eiga aldrei að gerast aðili, eða lýsa stuðningi við innrás inn í annað ríki og gera þjóðina ábyrga fyrir morðum á saklausu fólki. 

Bandarísk stjórnvöld skulda heiminum skíringu á því, hvers vegna þessi innrás var gerð, eftir að það kom í ljós að Írakar áttu engin gereyðingarvopn. Var það olían sem var ástæðan? 


mbl.is Vilja að öll skjöl um stuðning við Íraksinnrás verði birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Bjarni.

Satt segir þú, VIÐ EIGUM ALDREI AÐ EIGA AÐEILD AÐ INNRÁS Í ANNAÐ RÍKI !

Ég hef veriða að fylgjast með þessu máli í langan tíma, og það eru ýmsar getgátur uppi hvað var RAUNVERULEGA VAR AÐ BAKI ÞESSARI INNRÁS !

Nú er þessi innrás til viðamikillar rannsóknar í Breska Þinginu, og er ekki allt sem sýnist.

Rangar upplýsingar eru sagðar hafa borist Bandaríkjaforseta Á SÍNUM TÍMA, þannig að hann hafi tekið sínar ákvarðanir út frá þeim ! Nú veit ég ekki svo gjörla !

EN það er ekki nokkur VAFI.

Davíð og Halldór brutu af sér með því að taka einhliða ákvörðun án þess að bera það undir Utanríkismálanefnd Alþingis og það er bara Gerræði í sinni skýrustu mynd.

Það er ekki auðvelt að fá fram réttar upplýsingar í dag frá okkar stjórnvöldumum þesssi mál,

EN ÞAÐ KEMUR, því get ég lofað þér !

Já við erum þátttakendur og ábyrgðarmenn að öllum þeim HÖRMUNGUM SEM hrjá Írösku þjóðina.

ÞEIR HÖFÐU ENGIN TENGSL VIÐ BIN LADEN. þAÐ ER BÚIÐ AÐ SANNA ÞAÐ.

Já, Bjarni minn, okkar ráðamenn á þessum tíma gerðu herfileg mistök og VIÐ SITJUM UPPI MEÐ ÞAÐ.

ÉG VIL MEÐ ÖLLUM TILTÆKUM RÁÐUM BRRJÓTA Á BAK ALLAR HRYÐJUVERKASVEITIR, EF HÆGT ER,

SAMA HVERRAR ÞJÓÐAR OG TRÚAR........ ÞÆR ERU,

SEM HAFA ÞAÐ AÐ MARKMIÐI, AÐ DREPA OG ÖRKUMLA  ALSAKLAUST FÓLK,

OG OFTAST SITT EIGIÐ FÓLK !

( þETTA ERU DJÖFLAR Í MANNSMYND ! (Mitt persónulega álit) ).

Kær Kveðja á þig og alla þína....... og von um betri heim.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 01:12

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Sæll Þórarinn og þakka þér fyrir undirtektirnar.

Það er rétt hjá þér þetta voru hræðileg mistök sem vonandi endurtaka sig ekki. Davíð og Halldór voru sennilega að koma sér vel við Bandaríkin til að halda hernum, en hann fór nú samt, þrátt fyrir þennan undirlægju hátt. Hvað sem öðrum málum líður á Alþingi, er full þörf á þessari þingsályktunartillögu Ögmundar og co. Vonandi tekst þeim að draga fram þau gögn sem upplýsa hvernig og hvers vegna þessi ákvörðun var tekin.

Eins að Breska þinginu takist að upplýsa hvað lá að baki ákvörðun Bandaríkjaforseta að ráðast inn í Írak.

Kær kveðja héðan frá Ísafirði.

Bjarni Líndal Gestsson, 3.12.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband